Innlent

Tvö rán í Vesturbænum

Tvö rán voru framin í Vesturborignni á tólfta tímanum í gærkvöldi, en lögregla náði ræningjanum aðeins þremur mínútum eftir að hann framdi síðara ránið. Fyrst fór hann inn í söluturn við Vesturgötu og hafði þar í hótunum með kylfu þannig að afgreiðslumaðurinn lét hann hafa allt lausafé. Nokkrum mínútum síðar hafði hann sama háttinn á í Bónusvídeói við Ánanaust og hafði samtals hátt í hundrað þúsund krónur upp úr krafsinu. En á leiðinni þaðan sáu lögreglumenn til hans og hlupu hann uppi. Maðurinn er tvítugur og hafði fyrr um kvöldið útskrifað sig sjálfur af Vogi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×