Innlent

Gistingum fækkar á Norðurlandi

Gistinóttum á norðlenskum hótelum stórfækkaði í október í samanburði við sama mánuð í fyrra þótt gistinóttum á landinu í heild hafi fjölgað um hátt í 5 prósent. Samkvæmt samantekt Hagstofunnar voru gistinætur liðlega 1600 færri í oktober í ár en í fyrra , eða 4,130 og er það samdráttur upp á 28%. Samdráttur varð líka á Suðurnesjum, Vesturlandi og Vestfjörðum, samanlagt um 12 prósent og urðu gisitnætur á þeim svæðum rétt liðlega fimm þúsund. Á Suðurlandi stóð fjöldin næstum því í stað en fjölgaði hinsvegar um heil 29 prósent á Austurlandi. Það er hinsvegar ekki nema 600 nátta fjölgun þannig að lang mest munar um fjölgunina á höguðborgarsvæðinu. Þar urðu gistinætur í oktober 61.700 , sem er fjölgun um 4,600, eða tíu prósenta aukning. Aukningin ein er því ámóta mikll og allar gistinætur á Austurlendi, eða Norðurlandi, svo dæmi séu tekin. Það eru útlendingar sem halda uppi þessari fjölgun, gistináttum þeirra fjölgaði um 11 prósent en nóttum íslendinga fækkaði um tíu prósent, en þær voru fyrir hlutfallslega færri.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×