Innlent

Lögreglan í Reykjavík aðstoðar

Lögreglumenn frá tæknideild lögreglunnar í Reykjavík eru lögreglunni á Sauðárkróki innan handar við að rannsaka eldsupptök í íbúðarhúsi þar á laugardag, þar sem ungur maður fórst og þrjú ungmenni sluppu naumlega. Auk þess hefur lögreglan fengið sér til aðstoðar lögreglumenn úr Reykjavík til að aðstoða við skýrslutökur af vitnum, sem nú standa yfir. Eldsupptökin eru enn ókunn, nema hvað ljóst þykir að eldurinn hafi kviknað í stofu á neðri hæð hússins. Ungur maður, sem fékk reykeitrun í brunanum og var fluttur á sjúkrahús í Reykjavík, er á batavegi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×