Innlent

Stofna félag utan um Straum

Tryggingamiðstöðin og Landsbankinn hafa stofnað fjárfestingafélag utan um eignir fyrirtækjanna í fjárfestingabankanum Straumi. Fjármálaeftirlitið gerði athugasemdir við að Landsbanki Íslands, þ.e.a.s. aðalstöðvarnar, og Tryggingamiðstöðin fjárfestu saman, en fyrirtækin áttu saman hluti í Straumi fjárfestingabanka. Til að taka af allan vafa um lögmæti fjárfestingana hefur fjárfestingafélagið Grettir verið stofnað og á það að taka yfir hluti Landsbankans og Tryggingamiðstöðvarinnar í Straumi, að því tilskyldu að Fjármálaeftirlitið sætti sig við þá lausn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×