Innlent

200 milljónir verða til skiptanna

Norræni kvikmynda- og sjónvarpssjóðurinn fær um 200 milljónir íslenskra króna í fjárveitingu á næsta ári. Þá mun stjórn sjóðsins leggja áherslu á að styrkja framleiðslu og dreifingu á hljóð- og myndverkum af miklum gæðum, ýta undir samstarf norrænna kvikmyndagerðarmanna og styrkja framleiðslu og dreifingu á gæðakvikmyndum fyrir börn, að því er segir í tilkynningu. Fjárveitingar úr Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum vekja mikla athygli á norrænu samstarfi. Árið 2003 styrkti sjóðurinn gerð dönsku kvikmyndarinnar Arfurinn sem rúmlega 380.000 manns sáu í Danmörku. Hún hefur einnig verið sýnd í Noregi þar sem 80.000 manns sáu hana. Rúmlega 900.000 Svíar sáu sænsku kvikmyndina Illskuna og þá sáu 280.000 Norðmenn kvikmyndina Buddy í norskum kvikmyndahúsum. Árið 2003 styrkti sjóðurinn um 50 verkefni, bæði kvikmyndir og heimildarmyndir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×