Virðing Íslands að veði 10. nóvember 2004 00:01 Hætta er á að ríkisstjórnin fái ávítur frá Alþjóðavinnumálastofnuninni setji hún lög sem kveða ekki á um betri rétt en felld miðlunartillaga, segir Lára V. Júlíusdóttir hæstaréttalögmaður. Stjórnvöld voru síðast ávítt af stofnuninni í júní vegna lagasetningar á verkfall sjómanna árið 2001. Lára segir að yrðu lög sett á verkfall kennara og deilan sett í gerðardóm, sem hefði úr meiru fé að spila en nú hafi boðist, mætti forða því að Ísland lenti á svörtum lista Alþjóðavinnumálastofnunar: "Það er litið til þess ef Ísland er ítrekað að brjóta þessi grundvallarmannréttindi sem samningsrétturinn er." Ingvar Sverrisson, lögfræðingur hjá Alþýðusambandi Íslands, segir að þegar stjórnvöld hafi sett lög á verkfall sjómanna hafi niðurstaða stofnunarinnar verið að stjórnvöld hafi farið offari með lagasetningunni. Lára segir hvorki sektir né refsingar viðurlög Alþjóðavinnumálastofnunarinnar en athugasemdir hennar geti verið Íslandi erfiðar: "Það er ógaman að vera í alþjóðasamstarfi og hluti af Sameinuðu þjóðunum sem Alþjóðavinnumálstofnunin tilheyrir og fá athugasemdir vegna framgöngu stjórnvalda í tengslum við verkföll." Ingvar segir umsagnir stofnunarinnar fyrst og fremst spurningu um virðingu viðkomandi aðildarríkis og stöðu þess í samfélagi annarra ríkja sem aðild eiga að stofnuninni: "Það er mjög slæmt að Ísland í þessu tiltekna máli sjómanna var sett í sama flokk og ríki sem við berum okkur helst ekki saman við, eins og sum ríki í Suður-Ameríku þar sem réttindi verkafólks og stéttarfélaga eru fótum troðin." Ingvar segir að þrátt fyrir ávítur í málum sjómanna sé almenn sátt um fyrirkomulag samninga á íslenskum vinnumarkaði. "Það ríkir almennt séð friður, en það eru alltaf einstaka mál sem koma upp, eins og með kennara, þar sem uppsöfnuð óánægja og reiði ríkir og menn fara út í verkfallsaðgerðir. Það þarf ekki að vera áfellisdómur yfir kerfinu í heild sinni." Fréttir Innlent Kennaraverkfall Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Hætta er á að ríkisstjórnin fái ávítur frá Alþjóðavinnumálastofnuninni setji hún lög sem kveða ekki á um betri rétt en felld miðlunartillaga, segir Lára V. Júlíusdóttir hæstaréttalögmaður. Stjórnvöld voru síðast ávítt af stofnuninni í júní vegna lagasetningar á verkfall sjómanna árið 2001. Lára segir að yrðu lög sett á verkfall kennara og deilan sett í gerðardóm, sem hefði úr meiru fé að spila en nú hafi boðist, mætti forða því að Ísland lenti á svörtum lista Alþjóðavinnumálastofnunar: "Það er litið til þess ef Ísland er ítrekað að brjóta þessi grundvallarmannréttindi sem samningsrétturinn er." Ingvar Sverrisson, lögfræðingur hjá Alþýðusambandi Íslands, segir að þegar stjórnvöld hafi sett lög á verkfall sjómanna hafi niðurstaða stofnunarinnar verið að stjórnvöld hafi farið offari með lagasetningunni. Lára segir hvorki sektir né refsingar viðurlög Alþjóðavinnumálastofnunarinnar en athugasemdir hennar geti verið Íslandi erfiðar: "Það er ógaman að vera í alþjóðasamstarfi og hluti af Sameinuðu þjóðunum sem Alþjóðavinnumálstofnunin tilheyrir og fá athugasemdir vegna framgöngu stjórnvalda í tengslum við verkföll." Ingvar segir umsagnir stofnunarinnar fyrst og fremst spurningu um virðingu viðkomandi aðildarríkis og stöðu þess í samfélagi annarra ríkja sem aðild eiga að stofnuninni: "Það er mjög slæmt að Ísland í þessu tiltekna máli sjómanna var sett í sama flokk og ríki sem við berum okkur helst ekki saman við, eins og sum ríki í Suður-Ameríku þar sem réttindi verkafólks og stéttarfélaga eru fótum troðin." Ingvar segir að þrátt fyrir ávítur í málum sjómanna sé almenn sátt um fyrirkomulag samninga á íslenskum vinnumarkaði. "Það ríkir almennt séð friður, en það eru alltaf einstaka mál sem koma upp, eins og með kennara, þar sem uppsöfnuð óánægja og reiði ríkir og menn fara út í verkfallsaðgerðir. Það þarf ekki að vera áfellisdómur yfir kerfinu í heild sinni."
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira