Fleiri fréttir Nemendur fá ekki greiddar bætur Nemendur í Menntaskólanum á Ísafirði sem búsettir eru á heimavist skólans fá ekki greiddar húsaleigubætur, þó svo að lögheimili þeirra séu víðs fjarri skólanum. 13.10.2004 00:01 Norrænar áherslur lagðar Í dag hefst á Hótel Nordica ráðstefna um öryggi og heilnæm matvæli og norrænar áherslur í þeim efnum. Ráðstefnan er haldin á vegum sjávarútvegs-, landbúnaðar- og umhverfisráðuneytis í samvinnu við norrænu ráðherranefndina. 13.10.2004 00:01 Stjórnkerfisbreytingar í borgarráð Íþróttamál og menningarmál verða ekki sameinuð í stjórnkerfi Reykjavíkurborgar. Þetta var ákveðið á fundi stjórnkerfisnefndar Reykjavíkur í gær. Tillögur um sameininguna hafa verið til umræðu hjá borgarfulltrúum Reykjavíkurlistans. Þær mættu hins vegar mikilli andstöðu. Til dæmis sendur formenn allra stærstu íþróttafélaganna í Reykjavík borgarfulltrúum mótmælabréf. 13.10.2004 00:01 Vandinn liggur annars staðar Aðalsteinn Baldursson, talsmaður fiskvinnslufólks hjá Starfsgreinasambandinu, gerir alvarlegar athugasemdir við þann málflutning Sigurgeirs B. Kristgeirssonar, framkvæmdastjóra Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum, að kjarasamningar við sjómenn skýri að verulegu leyti bága stöðu fiskvinnslu í landi. 13.10.2004 00:01 Skattbyrði lífeyrisþega eykst Tekjutengingar og aukin skattbyrði hafa skert lífeyri þeirra sem treysta á almannatryggingakerfið. Formaður Landssambands eldri borgara segir stjórnvöld hlunnfara þá lífeyrisþega sem minnst hafa á milli handanna en forstöðumaður Hagfræðistofnunar telur að þar með sé aðeins hálf sagan sögð. 13.10.2004 00:01 Framsókn gegn R-lista framboði Gestur Gestsson, formaður Félags framsóknarmanna í Reykjavík norður, vill að Framsóknarflokkurinn bjóði sjálfur fram í næstu borgarstjórnarkosningum en ekki undir merkjum Reykjavíkurlistans. Gestur var kosningastjóri Framsóknarflokksins í síðustu alþingiskosningum og sat í kosningastjórn R-listans. 13.10.2004 00:01 121 milljón í sekt Örn Garðarsson fyrrverandi framkvæmdastjóri og stjórnarformaður Brasserie Borgar var í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdur í sjö mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða rúmlega 121 milljón króna í sekt fyrir rúmlega sextíu milljóna króna skattsvik. 13.10.2004 00:01 Vildu fimmfalt hærri en hæstu sekt Hæsta sekt vegna ólöglegs samráðs fyrirtækja á Íslandi nemur einu prósenti af ársveltu. Samkeppnisstofnun bauð olíufélögunum að greiða fimmfalt hærri sekt. Lögmaður segir sektir Samkeppnisstofnunar alltaf lækka fyrir dómstólum. </font /></b /> 13.10.2004 00:01 Rússar segjast vera á flugæfingu Fjögur af rússnesku herskipunum sem eftir voru á Þistilfjarðargrunni fóru ekki á brott í gær eins og til stóð. Aftur eru skipin orðin sjö. Gunnar Snorri Gunnarsson, ráðuneytisstjóri hjá utanríkisráðuneytinu, segir ráðuneytið ekki telja ástæðu til að gera of mikið úr veru herskipanna. 13.10.2004 00:01 Sekt lækkuð um 85% í hæstarétti Þórunn Guðmundsdóttir lögmaður fór með mál Mata í grænmetismálinu svokallaða er Sölufélagið, Ágæti og Mata voru dæmd fyrir ólöglegt samráð. 13.10.2004 00:01 Geðlæknar hópast utan í boðsferðir Á annan tug íslenskra geðlækna koma heim í dag frá Stokkhólmi, þar sem þeir dvöldust í boði lyfjafyrirtækja. Sömu geðlæknar ávísa sjúklingum lyf frá þeim fyrirtækjum sem buðu þeim í ferðina. Geðlæknaskortur hefur verið á Landspítalanum vegna ferðalagsins. Lyfjafyrirtæki eru sögð hafa greitt geðlæknum laun í sólarlandaferðum. 13.10.2004 00:01 Sex stórfyrirtæki hafa sent nefnd Sex erlend stórfyrirtæki hafa sent sendinefndir hingað til lands á þessu ári til að kanna kosti þess að hefja hér stóriðju. Fimm þeirra áforma að reisa álver en eitt leitar að lóð undir manganverksmiðju. 13.10.2004 00:01 Áttunda sæti í samkeppnishæfni Ísland er í áttunda sæti yfir samkeppnishæfustu ríki heims. Það hefur færst upp um fjögur sæti frá því í fyrra, meira en nokkurt annað ríki í Vestur-Evrópu. 13.10.2004 00:01 Stimpilgjöld felld niður? Geir Haarde fjármálaráðherra segist reiðubúinn að endurskoða hvort lækka eigi eða jafnvel fella niður stimpilgjöld vegna endurfjármögnunar lána. Hann segir núverandi fyrirkomulag geta mismunað fjármálafyrirtækjum. 13.10.2004 00:01 Rússarnir komnir aftur Algjör óvissa ríkir enn um hversu lengi rússnesku herskipin verða hér við land. Skipstjórar þeirra gefa misvísandi upplýsingar og þau skip sem farin voru eru komin aftur. Rússneskir blaðamenn vita ekkert um æfinguna við Íslandsstrendur en jafnan er fjallað ítarlega um æfingar hersins í rússneskum fjölmiðlum. 13.10.2004 00:01 Afturför á íslenskum vinnumarkaði Nýr formaður Starfsgreinasambands Íslands verður kosinn á ársfundi þess á morgun. Halldór Björnsson, fráfarandi formaður, segir að átökin um Sólbak og uppsagnir flugliða hjá Iceland Express séu dæmi um áratuga afturför á íslenskum vinnumarkaði. 13.10.2004 00:01 Eiríkur gáttaður á sveitarfélögum "Ég á ekki til orð um hvað þeim er alveg sama um skólann," segir Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, sem er hneykslaður á framgöngu sveitarstjórnarmanna í kjaradeilu kennara. "Maður er farinn að trúa því sem maður hefur neitað hingað til, að þeir líti á þetta sem góða leið til að spara peninga." 13.10.2004 00:01 Hækkuðu boð sitt verulega Samningarnefnd sveitarfélaga setti fram hugmyndir að lausn kjaradeilu kennara í síðustu viku sem gerðu ráð fyrir talsvert meiri kostnaðaraukningu fyrir sveitarfélögin en sem nam tilboði þeirra þegar verkfallið hófst, segir Birgir Björn Sigurjónsson, formaður samninganefndar sveitarfélaga. 13.10.2004 00:01 Samþykktu eina undanþágubeiðni Einungis ein undanþágubeiðni var samþykkt á fundi undanþágunefndar kennara og sveitarfélaga í gær. Nítján beiðnum var hins vegar hafnað án umfjöllunar og einni beiðni, sem var frestað á fundi nefndarinnar 1. október, var frestað áfram. 13.10.2004 00:01 Heimasíða með nöfnum dópsala Maður í Breiðholti hefur sett upp heimasíðu þar sem hann nafngreinir tuttugu og fimm menn og heldur því fram að þeir séu viðriðnir eiturlyfjasölu. Maðurinn sem stendur á bak við síðuna segir handrukkara hafa rænt syni hans og upp úr því hafi hann farið að safna sér upplýsinga um eiturlyfjasala. 13.10.2004 00:01 Sjöundi maðurinn í gæsluvarðhald Karlmaður sem var handtekinn í Reykjavík í fyrradag vegna rannsóknar á smygli mikils magns fíkniefna með Dettifossi var í gær úrskurðaður í gæsluvarðhald til 25. október næstkomandi. Hann er sjöundi maðurinn sem er handtekinn og dæmdur í gæsluvarðhald vegna málsins. Tveimur þeirra hefur verið sleppt. 13.10.2004 00:01 Álitshnekkir fyrir Hæstarétt Kjartan Ásmundsson segir það sorglegt að menn þurfi að fara út fyrir landsteinana til að leita réttar síns gagnvart íslenskum stjórnvöldum. Mannréttindadómstóll Evrópu dæmdi íslenska ríkið til að greiða honum bætur í gær eftir að Héraðsdómur og Hæstiréttur höfðu dæmt Kjartani í óhag. Kjartan segir dóm Mannréttindadómstólsins álitshnekki fyrir Hæstarétt. 13.10.2004 00:01 Hafnfirðingar vilja nýja sundhöll Hafnfirðingar kölluðu á íbúaþingi sem haldið var síðasta laugardag eftir úrbætum vegna langra biðlista í tónlistarnámi. Einnig var kallað eftir nýrri sundhöll og bættri aðstöðu til iðkunar vetraríþrótta. 13.10.2004 00:01 Vökufólk afgreiði ekki Sólbak Stjórn Verkalýðsfélagsins Vöku beinir þeim tilmælum til félagsmanna sinna að afgreiða ekki Sólbak EA-7 komi skipið til hafnar á Siglufirði. 13.10.2004 00:01 Fordæmir vinnubrögð Brims "Reynt er að brjóta samstöðu sjómanna á bak aftur með stuðningi yfirvalda og lögreglunni sigað á verkfallsmenn, sem lýsir best útgerðarauðvaldi sem svífst einskis í samskiptum við launafólk," segir í yfirlýsingu Eflingar-stéttarfélags um vinnubrögð Útgerðarfélagsins Brims hf. í samskiptum við sjómenn. 13.10.2004 00:01 Ósáttur við hærri gjöld Ágúst Einarsson, prófessor við viðskiptafræðiskor Háskóla Íslands, gagnrýnir harðlega fyrirætlanir þær sem fram koma í fjárlagafrumvarpi næsta árs um að skrásetningargjöld við háskólann hækki í 45 þúsund krónur. Gjöldin eru nú 32.500 krónur. 13.10.2004 00:01 Ómetanleg landkynning Kynning á landi og þjóð á borð við þá sem nýverið fór fram í Frakklandi þar sem ísjaki úr Jökulsárlóni var fluttur til Parísar styrkir ímynd landsins og er ómetanleg fyrir markaðssetningu ferðaþjónustunnar, segir í ályktun Samtaka ferðaþjónustunnar. 13.10.2004 00:01 Sjávarhiti mildar norðanáttina Þjóðtrú segir að vetur verði mildur ef rignir þrisvar fyrir jól. Hlýrri sjór fyrir norðan land hitar vindinn þannig að fremur rignir en snjóar. Miklar sveiflur í hita sjávar valda loftslagsbreytingum á norðurhveli sem jafnast á við gróðurhúsaáhrif. 13.10.2004 00:01 Veikir skulu á sjóinn Í nýjum ráðningarsamningi sem útgerðarfélagið Þorbjörn-Fiskanes á Suðurnesjum hefur boðið sjómönnum er ákvæði um að "ekkert mæli á móti því" að veikur maður haldi út á sjó með skipi sínu ef ljóst má vera að hann verði orðinn vinnufær innan örfárra daga. 13.10.2004 00:01 Vilja landið af viljuga listanum Þjóðarhreyfingin - með lýðræði segir Alþingi hafa verið sýnd óvirðing með ákvörðun forsætis- og utanríkisráðherra um að setja Ísland á lista stuðningsþjóða innrásarinnar í Írak án þess að ákvörðunin væri borin undir utanríkismálanefnd Alþingis. 13.10.2004 00:01 Hafnargerð hófst í sumar Næstu tvö ár vinnur hafnasjóður Fjarðarbyggðar við gerð álvershafnar við Hraun í Reyðarfirði. "Bryggjan verður 380 metra löng með 14,3 metra dýpi, en það er mesta dýpi sem þekkist við bryggju hér á landi," segir í tilkynningu bæjarfélagsins. 13.10.2004 00:01 Meintir dópsalar taldir upp <strong><a href="http://dopsalar.blogspot.com">Vefsíða</a></strong> með lista yfir nöfn meintra eiturlyfjasala hefur verið sett upp á netinu. Fyrir síðunni stendur Björn Sigurðsson og lýsir hann þar ástæðum þess að hún var sett upp. 13.10.2004 00:01 Teflt á tæpasta vað Formaður samninganefndar sveitarfélaga segir teflt á tæpasta vað með tilboði í kennaradeilunni þar sem gengið sé lengra en í nokkrum öðrum samningum. Hann sakar kennara um óbilgirni í kjaraviðræðunum. Formaður Félags grunnskólakennara vísar því á bug. Næsti samningafundur í deilunni er ekki fyrr en á mánudaginn kemur. 13.10.2004 00:01 4 skip eftir Þrjú rússnesk herskip, sem verið hafa við æfingar fyrir austan land undanfarna daga, héldu í átt frá landinu í gærdag og eru þá fjögur skip eftir. Skipherrann á beitiskipinu Pétri mikla, tilkynnti skipherra á skipi Landhelgisgæslunnar í gær, að hann hygðist einnig halda frá Íslandi í kvöld, ásamt þremur síðustu skipunum. 12.10.2004 00:01 Yfir 80% nota netið 81% kvenna og 84% karla notuðu netið síðastliðna þrjá mánuði, samkvæmt athugun Hagstofunnar, sem þykir mikið í alþjóðlegum samanburði. Sem dæmi um vaxandi not af netinu má nefna að í síðustu viku voru seldir flugmiðar með Flugfélagi Íslands fyrir yfir einn milljarð króna, sem er met, en aðeins þrjú ár eru síðan að fólki gafst fyrst kostur á að kaupa farseðla með félaginu á netinu. 12.10.2004 00:01 Félag Sólbaks fer fram á lögbann Útgerðarfélag togarans Sólbaks hefur farið fram á lögbann gegn Sjómannasambandinu, Sjómannafélagi Eyjafjarðar, Farmanna- og fiskimannasambandinu, Vélstjórafélaginu og Einingu-Iðju, til að koma í veg fyrir að að menn á þeirra vegum trufli, eða komi í veg fyrir löndun úr togaranum, eins og gerðist í síðustu viku. 12.10.2004 00:01 Bíll skemmdist í vatnselg Bíll skemmdist en engan sakaði, þegar honum var ekið ofan í mikinn vatnselg, sem myndaðist undir umferðarbrúnni á mótum Kársnesbrautar og Nýbýlavegar upp úr klukkan fjögur í nótt. Kaldavatnsleiðsla í brekkunni fyrir ofan sprakk svo vatn flæddi niður hlíðina og safnaðist undir brúnna, þar sem niðurföll höfðu ekki undan. 12.10.2004 00:01 5 með sjálfbæra ferðaþjónustu Öll sveitarfélögin fimm á Snæfellsnesi og þjóðgarðurinn Snæfellsjökull, hafa fyrst sveitarfélaga á norðurhveli jarðar, uppfyllt skilyrði Green Globe 21 umhverfismerkingarinnar um sjálfbæra ferðaþjónustu. Þetta er sjötta svæðið í heiminum sem uppfyllir skilyrðin. Vottunin verður kynnt á ráðstefnu Alþjóðaferðamálaráðsins í næstu viku 12.10.2004 00:01 Sýslumaður tekur málið fyrir Það ræðst í dag hvort sýslumaður á Akureyri fellst á lögbannsbeiðni útgerðarfélags togarans Sólbaks á samtök sjómanna, til að koma í veg fyrir truflanir við löndun úr togaranum, sem er væntanlegur til lands í fyramálið. 12.10.2004 00:01 3 skip farin, 4 eftir Þrjú rússnesk herskip, sem verið hafa við æfingar fyrir austan land undanfarna daga, héldu í átt frá landinu í gærdag og eru þá fjögur skip eftir. Skipherrann á beitiskipinu Pétri mikla, tilkynnti skipherra á skipi Landhelgisgæslunnar í gær, að hann hygðist einnig halda frá Íslandi í kvöld, ásamt þremur síðustu skipunum. 12.10.2004 00:01 Höfðu öll tilskilin réttindi Forsvarsmenn Ferðabatterísins This is Iceland sem skipulögðu jeppaferð sem endaði með banaslysi á sunnudaginn, segjast hafa haft öll tilskilin leyfi fyrir ferðinni og rekstri fyrirtækisins. 12.10.2004 00:01 Hagnaðurinn nálgast 12 milljarða Hagnaður af rekstri KB banka á þriðja ársfjórðungi nam rúmlega fimm og hálfum milljarði króna og hagnaður bankans fyrstu níu mánuði ársins nemur 11,7 milljörðum króna. Það er hagnaður upp á vel á annan milljarð króna á mánuði. Arðsemi eigin fjár fyrstu níu mánuðina nam 32,5%. 12.10.2004 00:01 Esso og Skeljungur hækka Olíufélögin Essó og Skeljungur hækkuðu verð á bensíni í morgun og tóku þar með til baka lækkunina fyrir helgi og gott betur. Almennt sjálfsafgreisðluverð hjá félögunum á Reykjavíkursvæðinu er nú 109 krónur og 50 aurar, eða 40 aurum hærra en áður en þau lækkuðu verðið óvænt upp úr miðri síðustu viku, í kjölfar hækkunar, nokkrum dögum áður. 12.10.2004 00:01 Vísitala neysluverðs hækkar Vísitala neysluverðs í þessum mánuði er 0,76 prósentum hærri en í síðasta mánuði. Hækkunina má að mestu rekja til verðhækkunar á fatnaði og húsnæði. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitalan hækkað um 1,2%, sem jafngildir 4,9% verðbólgu á einu ári. 12.10.2004 00:01 Fíkniefni og vopn gerð upptæk Lögreglan á Snæfellsnesi gerði töluvert af fíkniefnum og heilt vopnabúr upptækt á föstudagskvöld. Fíkniefnin og vopnin fundust á heimili karls og konu á fertugs- og fimmtugsaldri á Hellissandi. 12.10.2004 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Nemendur fá ekki greiddar bætur Nemendur í Menntaskólanum á Ísafirði sem búsettir eru á heimavist skólans fá ekki greiddar húsaleigubætur, þó svo að lögheimili þeirra séu víðs fjarri skólanum. 13.10.2004 00:01
Norrænar áherslur lagðar Í dag hefst á Hótel Nordica ráðstefna um öryggi og heilnæm matvæli og norrænar áherslur í þeim efnum. Ráðstefnan er haldin á vegum sjávarútvegs-, landbúnaðar- og umhverfisráðuneytis í samvinnu við norrænu ráðherranefndina. 13.10.2004 00:01
Stjórnkerfisbreytingar í borgarráð Íþróttamál og menningarmál verða ekki sameinuð í stjórnkerfi Reykjavíkurborgar. Þetta var ákveðið á fundi stjórnkerfisnefndar Reykjavíkur í gær. Tillögur um sameininguna hafa verið til umræðu hjá borgarfulltrúum Reykjavíkurlistans. Þær mættu hins vegar mikilli andstöðu. Til dæmis sendur formenn allra stærstu íþróttafélaganna í Reykjavík borgarfulltrúum mótmælabréf. 13.10.2004 00:01
Vandinn liggur annars staðar Aðalsteinn Baldursson, talsmaður fiskvinnslufólks hjá Starfsgreinasambandinu, gerir alvarlegar athugasemdir við þann málflutning Sigurgeirs B. Kristgeirssonar, framkvæmdastjóra Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum, að kjarasamningar við sjómenn skýri að verulegu leyti bága stöðu fiskvinnslu í landi. 13.10.2004 00:01
Skattbyrði lífeyrisþega eykst Tekjutengingar og aukin skattbyrði hafa skert lífeyri þeirra sem treysta á almannatryggingakerfið. Formaður Landssambands eldri borgara segir stjórnvöld hlunnfara þá lífeyrisþega sem minnst hafa á milli handanna en forstöðumaður Hagfræðistofnunar telur að þar með sé aðeins hálf sagan sögð. 13.10.2004 00:01
Framsókn gegn R-lista framboði Gestur Gestsson, formaður Félags framsóknarmanna í Reykjavík norður, vill að Framsóknarflokkurinn bjóði sjálfur fram í næstu borgarstjórnarkosningum en ekki undir merkjum Reykjavíkurlistans. Gestur var kosningastjóri Framsóknarflokksins í síðustu alþingiskosningum og sat í kosningastjórn R-listans. 13.10.2004 00:01
121 milljón í sekt Örn Garðarsson fyrrverandi framkvæmdastjóri og stjórnarformaður Brasserie Borgar var í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdur í sjö mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða rúmlega 121 milljón króna í sekt fyrir rúmlega sextíu milljóna króna skattsvik. 13.10.2004 00:01
Vildu fimmfalt hærri en hæstu sekt Hæsta sekt vegna ólöglegs samráðs fyrirtækja á Íslandi nemur einu prósenti af ársveltu. Samkeppnisstofnun bauð olíufélögunum að greiða fimmfalt hærri sekt. Lögmaður segir sektir Samkeppnisstofnunar alltaf lækka fyrir dómstólum. </font /></b /> 13.10.2004 00:01
Rússar segjast vera á flugæfingu Fjögur af rússnesku herskipunum sem eftir voru á Þistilfjarðargrunni fóru ekki á brott í gær eins og til stóð. Aftur eru skipin orðin sjö. Gunnar Snorri Gunnarsson, ráðuneytisstjóri hjá utanríkisráðuneytinu, segir ráðuneytið ekki telja ástæðu til að gera of mikið úr veru herskipanna. 13.10.2004 00:01
Sekt lækkuð um 85% í hæstarétti Þórunn Guðmundsdóttir lögmaður fór með mál Mata í grænmetismálinu svokallaða er Sölufélagið, Ágæti og Mata voru dæmd fyrir ólöglegt samráð. 13.10.2004 00:01
Geðlæknar hópast utan í boðsferðir Á annan tug íslenskra geðlækna koma heim í dag frá Stokkhólmi, þar sem þeir dvöldust í boði lyfjafyrirtækja. Sömu geðlæknar ávísa sjúklingum lyf frá þeim fyrirtækjum sem buðu þeim í ferðina. Geðlæknaskortur hefur verið á Landspítalanum vegna ferðalagsins. Lyfjafyrirtæki eru sögð hafa greitt geðlæknum laun í sólarlandaferðum. 13.10.2004 00:01
Sex stórfyrirtæki hafa sent nefnd Sex erlend stórfyrirtæki hafa sent sendinefndir hingað til lands á þessu ári til að kanna kosti þess að hefja hér stóriðju. Fimm þeirra áforma að reisa álver en eitt leitar að lóð undir manganverksmiðju. 13.10.2004 00:01
Áttunda sæti í samkeppnishæfni Ísland er í áttunda sæti yfir samkeppnishæfustu ríki heims. Það hefur færst upp um fjögur sæti frá því í fyrra, meira en nokkurt annað ríki í Vestur-Evrópu. 13.10.2004 00:01
Stimpilgjöld felld niður? Geir Haarde fjármálaráðherra segist reiðubúinn að endurskoða hvort lækka eigi eða jafnvel fella niður stimpilgjöld vegna endurfjármögnunar lána. Hann segir núverandi fyrirkomulag geta mismunað fjármálafyrirtækjum. 13.10.2004 00:01
Rússarnir komnir aftur Algjör óvissa ríkir enn um hversu lengi rússnesku herskipin verða hér við land. Skipstjórar þeirra gefa misvísandi upplýsingar og þau skip sem farin voru eru komin aftur. Rússneskir blaðamenn vita ekkert um æfinguna við Íslandsstrendur en jafnan er fjallað ítarlega um æfingar hersins í rússneskum fjölmiðlum. 13.10.2004 00:01
Afturför á íslenskum vinnumarkaði Nýr formaður Starfsgreinasambands Íslands verður kosinn á ársfundi þess á morgun. Halldór Björnsson, fráfarandi formaður, segir að átökin um Sólbak og uppsagnir flugliða hjá Iceland Express séu dæmi um áratuga afturför á íslenskum vinnumarkaði. 13.10.2004 00:01
Eiríkur gáttaður á sveitarfélögum "Ég á ekki til orð um hvað þeim er alveg sama um skólann," segir Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, sem er hneykslaður á framgöngu sveitarstjórnarmanna í kjaradeilu kennara. "Maður er farinn að trúa því sem maður hefur neitað hingað til, að þeir líti á þetta sem góða leið til að spara peninga." 13.10.2004 00:01
Hækkuðu boð sitt verulega Samningarnefnd sveitarfélaga setti fram hugmyndir að lausn kjaradeilu kennara í síðustu viku sem gerðu ráð fyrir talsvert meiri kostnaðaraukningu fyrir sveitarfélögin en sem nam tilboði þeirra þegar verkfallið hófst, segir Birgir Björn Sigurjónsson, formaður samninganefndar sveitarfélaga. 13.10.2004 00:01
Samþykktu eina undanþágubeiðni Einungis ein undanþágubeiðni var samþykkt á fundi undanþágunefndar kennara og sveitarfélaga í gær. Nítján beiðnum var hins vegar hafnað án umfjöllunar og einni beiðni, sem var frestað á fundi nefndarinnar 1. október, var frestað áfram. 13.10.2004 00:01
Heimasíða með nöfnum dópsala Maður í Breiðholti hefur sett upp heimasíðu þar sem hann nafngreinir tuttugu og fimm menn og heldur því fram að þeir séu viðriðnir eiturlyfjasölu. Maðurinn sem stendur á bak við síðuna segir handrukkara hafa rænt syni hans og upp úr því hafi hann farið að safna sér upplýsinga um eiturlyfjasala. 13.10.2004 00:01
Sjöundi maðurinn í gæsluvarðhald Karlmaður sem var handtekinn í Reykjavík í fyrradag vegna rannsóknar á smygli mikils magns fíkniefna með Dettifossi var í gær úrskurðaður í gæsluvarðhald til 25. október næstkomandi. Hann er sjöundi maðurinn sem er handtekinn og dæmdur í gæsluvarðhald vegna málsins. Tveimur þeirra hefur verið sleppt. 13.10.2004 00:01
Álitshnekkir fyrir Hæstarétt Kjartan Ásmundsson segir það sorglegt að menn þurfi að fara út fyrir landsteinana til að leita réttar síns gagnvart íslenskum stjórnvöldum. Mannréttindadómstóll Evrópu dæmdi íslenska ríkið til að greiða honum bætur í gær eftir að Héraðsdómur og Hæstiréttur höfðu dæmt Kjartani í óhag. Kjartan segir dóm Mannréttindadómstólsins álitshnekki fyrir Hæstarétt. 13.10.2004 00:01
Hafnfirðingar vilja nýja sundhöll Hafnfirðingar kölluðu á íbúaþingi sem haldið var síðasta laugardag eftir úrbætum vegna langra biðlista í tónlistarnámi. Einnig var kallað eftir nýrri sundhöll og bættri aðstöðu til iðkunar vetraríþrótta. 13.10.2004 00:01
Vökufólk afgreiði ekki Sólbak Stjórn Verkalýðsfélagsins Vöku beinir þeim tilmælum til félagsmanna sinna að afgreiða ekki Sólbak EA-7 komi skipið til hafnar á Siglufirði. 13.10.2004 00:01
Fordæmir vinnubrögð Brims "Reynt er að brjóta samstöðu sjómanna á bak aftur með stuðningi yfirvalda og lögreglunni sigað á verkfallsmenn, sem lýsir best útgerðarauðvaldi sem svífst einskis í samskiptum við launafólk," segir í yfirlýsingu Eflingar-stéttarfélags um vinnubrögð Útgerðarfélagsins Brims hf. í samskiptum við sjómenn. 13.10.2004 00:01
Ósáttur við hærri gjöld Ágúst Einarsson, prófessor við viðskiptafræðiskor Háskóla Íslands, gagnrýnir harðlega fyrirætlanir þær sem fram koma í fjárlagafrumvarpi næsta árs um að skrásetningargjöld við háskólann hækki í 45 þúsund krónur. Gjöldin eru nú 32.500 krónur. 13.10.2004 00:01
Ómetanleg landkynning Kynning á landi og þjóð á borð við þá sem nýverið fór fram í Frakklandi þar sem ísjaki úr Jökulsárlóni var fluttur til Parísar styrkir ímynd landsins og er ómetanleg fyrir markaðssetningu ferðaþjónustunnar, segir í ályktun Samtaka ferðaþjónustunnar. 13.10.2004 00:01
Sjávarhiti mildar norðanáttina Þjóðtrú segir að vetur verði mildur ef rignir þrisvar fyrir jól. Hlýrri sjór fyrir norðan land hitar vindinn þannig að fremur rignir en snjóar. Miklar sveiflur í hita sjávar valda loftslagsbreytingum á norðurhveli sem jafnast á við gróðurhúsaáhrif. 13.10.2004 00:01
Veikir skulu á sjóinn Í nýjum ráðningarsamningi sem útgerðarfélagið Þorbjörn-Fiskanes á Suðurnesjum hefur boðið sjómönnum er ákvæði um að "ekkert mæli á móti því" að veikur maður haldi út á sjó með skipi sínu ef ljóst má vera að hann verði orðinn vinnufær innan örfárra daga. 13.10.2004 00:01
Vilja landið af viljuga listanum Þjóðarhreyfingin - með lýðræði segir Alþingi hafa verið sýnd óvirðing með ákvörðun forsætis- og utanríkisráðherra um að setja Ísland á lista stuðningsþjóða innrásarinnar í Írak án þess að ákvörðunin væri borin undir utanríkismálanefnd Alþingis. 13.10.2004 00:01
Hafnargerð hófst í sumar Næstu tvö ár vinnur hafnasjóður Fjarðarbyggðar við gerð álvershafnar við Hraun í Reyðarfirði. "Bryggjan verður 380 metra löng með 14,3 metra dýpi, en það er mesta dýpi sem þekkist við bryggju hér á landi," segir í tilkynningu bæjarfélagsins. 13.10.2004 00:01
Meintir dópsalar taldir upp <strong><a href="http://dopsalar.blogspot.com">Vefsíða</a></strong> með lista yfir nöfn meintra eiturlyfjasala hefur verið sett upp á netinu. Fyrir síðunni stendur Björn Sigurðsson og lýsir hann þar ástæðum þess að hún var sett upp. 13.10.2004 00:01
Teflt á tæpasta vað Formaður samninganefndar sveitarfélaga segir teflt á tæpasta vað með tilboði í kennaradeilunni þar sem gengið sé lengra en í nokkrum öðrum samningum. Hann sakar kennara um óbilgirni í kjaraviðræðunum. Formaður Félags grunnskólakennara vísar því á bug. Næsti samningafundur í deilunni er ekki fyrr en á mánudaginn kemur. 13.10.2004 00:01
4 skip eftir Þrjú rússnesk herskip, sem verið hafa við æfingar fyrir austan land undanfarna daga, héldu í átt frá landinu í gærdag og eru þá fjögur skip eftir. Skipherrann á beitiskipinu Pétri mikla, tilkynnti skipherra á skipi Landhelgisgæslunnar í gær, að hann hygðist einnig halda frá Íslandi í kvöld, ásamt þremur síðustu skipunum. 12.10.2004 00:01
Yfir 80% nota netið 81% kvenna og 84% karla notuðu netið síðastliðna þrjá mánuði, samkvæmt athugun Hagstofunnar, sem þykir mikið í alþjóðlegum samanburði. Sem dæmi um vaxandi not af netinu má nefna að í síðustu viku voru seldir flugmiðar með Flugfélagi Íslands fyrir yfir einn milljarð króna, sem er met, en aðeins þrjú ár eru síðan að fólki gafst fyrst kostur á að kaupa farseðla með félaginu á netinu. 12.10.2004 00:01
Félag Sólbaks fer fram á lögbann Útgerðarfélag togarans Sólbaks hefur farið fram á lögbann gegn Sjómannasambandinu, Sjómannafélagi Eyjafjarðar, Farmanna- og fiskimannasambandinu, Vélstjórafélaginu og Einingu-Iðju, til að koma í veg fyrir að að menn á þeirra vegum trufli, eða komi í veg fyrir löndun úr togaranum, eins og gerðist í síðustu viku. 12.10.2004 00:01
Bíll skemmdist í vatnselg Bíll skemmdist en engan sakaði, þegar honum var ekið ofan í mikinn vatnselg, sem myndaðist undir umferðarbrúnni á mótum Kársnesbrautar og Nýbýlavegar upp úr klukkan fjögur í nótt. Kaldavatnsleiðsla í brekkunni fyrir ofan sprakk svo vatn flæddi niður hlíðina og safnaðist undir brúnna, þar sem niðurföll höfðu ekki undan. 12.10.2004 00:01
5 með sjálfbæra ferðaþjónustu Öll sveitarfélögin fimm á Snæfellsnesi og þjóðgarðurinn Snæfellsjökull, hafa fyrst sveitarfélaga á norðurhveli jarðar, uppfyllt skilyrði Green Globe 21 umhverfismerkingarinnar um sjálfbæra ferðaþjónustu. Þetta er sjötta svæðið í heiminum sem uppfyllir skilyrðin. Vottunin verður kynnt á ráðstefnu Alþjóðaferðamálaráðsins í næstu viku 12.10.2004 00:01
Sýslumaður tekur málið fyrir Það ræðst í dag hvort sýslumaður á Akureyri fellst á lögbannsbeiðni útgerðarfélags togarans Sólbaks á samtök sjómanna, til að koma í veg fyrir truflanir við löndun úr togaranum, sem er væntanlegur til lands í fyramálið. 12.10.2004 00:01
3 skip farin, 4 eftir Þrjú rússnesk herskip, sem verið hafa við æfingar fyrir austan land undanfarna daga, héldu í átt frá landinu í gærdag og eru þá fjögur skip eftir. Skipherrann á beitiskipinu Pétri mikla, tilkynnti skipherra á skipi Landhelgisgæslunnar í gær, að hann hygðist einnig halda frá Íslandi í kvöld, ásamt þremur síðustu skipunum. 12.10.2004 00:01
Höfðu öll tilskilin réttindi Forsvarsmenn Ferðabatterísins This is Iceland sem skipulögðu jeppaferð sem endaði með banaslysi á sunnudaginn, segjast hafa haft öll tilskilin leyfi fyrir ferðinni og rekstri fyrirtækisins. 12.10.2004 00:01
Hagnaðurinn nálgast 12 milljarða Hagnaður af rekstri KB banka á þriðja ársfjórðungi nam rúmlega fimm og hálfum milljarði króna og hagnaður bankans fyrstu níu mánuði ársins nemur 11,7 milljörðum króna. Það er hagnaður upp á vel á annan milljarð króna á mánuði. Arðsemi eigin fjár fyrstu níu mánuðina nam 32,5%. 12.10.2004 00:01
Esso og Skeljungur hækka Olíufélögin Essó og Skeljungur hækkuðu verð á bensíni í morgun og tóku þar með til baka lækkunina fyrir helgi og gott betur. Almennt sjálfsafgreisðluverð hjá félögunum á Reykjavíkursvæðinu er nú 109 krónur og 50 aurar, eða 40 aurum hærra en áður en þau lækkuðu verðið óvænt upp úr miðri síðustu viku, í kjölfar hækkunar, nokkrum dögum áður. 12.10.2004 00:01
Vísitala neysluverðs hækkar Vísitala neysluverðs í þessum mánuði er 0,76 prósentum hærri en í síðasta mánuði. Hækkunina má að mestu rekja til verðhækkunar á fatnaði og húsnæði. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitalan hækkað um 1,2%, sem jafngildir 4,9% verðbólgu á einu ári. 12.10.2004 00:01
Fíkniefni og vopn gerð upptæk Lögreglan á Snæfellsnesi gerði töluvert af fíkniefnum og heilt vopnabúr upptækt á föstudagskvöld. Fíkniefnin og vopnin fundust á heimili karls og konu á fertugs- og fimmtugsaldri á Hellissandi. 12.10.2004 00:01