Fleiri fréttir

Þrír sluppu vel eftir bílveltu

Þrír menn sluppu ótrúlega vel þegar jeppi sem þeir voru í fór út af veginum við brúna yfir Laxá í Aðaldal á móts við Laxamýri í gær, valt að minnsta kosti eina veltu og hafnaði ofan í ánni. Þar lenti bíllinn á grynningum, skammt frá djúpum straumhörðum streng, sem hefði hrifið bílinn með sér.

Brotist inn í sumarbústaði

Þrír ungir menn hafa viðurkennt að hafa brotist inn í nokkra sumarbústaði við Úthlíð í Árnessýslu í fyrradag og stolið þaðan ýmsum verðmætum. Skömmu eftir að tilkynnt var um innbrotin stöðvaði lögreglan á Selfossi mennina og reyndist þá ýmis varningur í bíl þeirra sem þeir gátu ekki gefið eðlilegar skýringar á, meðal annars málverk.

Kvennaathvarf greiði 1600 þúsund

Erfingjar Einars Sigurðssonar stórútgerðarmanns í Ísfélagi Vestmannaeyja krefjast þess að Kvennatahvarfið greiði gjald fyrir þá mánuði sem samtökin voru í húsinu á Bárugötu 2 eftir að dómstólar dæmdu húsið af Kvennaathvarfinu og í hendur Ísfélagserfingjanna.</font /> Krafa Ísfélagsfjölskyldunnar nemur 1600 þúsund krónum fyrir um fjögurra mánaða tímabil. Sjá nánar í DV í dag.

Kennari kærður fyrir klámkjaft

Andrés Már Heiðarsson, grunnskólakennari og körfuknattleiksmaður, hefur verið kærður fyrir að beita sex unglingsstúlkur kynferðislegri áreitni. Þrjár þeirra eru fyrrum nemendur Andrésar við grunnskólann á Stykkishólmi. Andrés sagði upp störfum eftir að rannsókn á honum hófst. Stúlkurnar segja Andrés hafa sent þeim ósiðleg SMS-skilaboð á nóttunni og í kennslustundum. Ríkissaksóknari rannsakar málið. Sjá nánar í DV í dag.

Sjóðurinn dugar í tvo mánuði

Um 900 milljónir króna eru í verkfallssjóði kennara. Meðan á verkfalli stendur fá grunnskólakennarar í fullu starfi greiddar þrjú þúsund krónur á dag, eða um 90 þúsund krónur á mánuði. Þetta þýðir að sjóðurinn verður uppurinn þegar um 4300 kennarar í Félagi grunnskólakennara hafa fengið úr honum greitt í tvo mánuði.

Viku verkfall hið minnsta

Að minnsta kosti viku verkfall kennara blasir við í grunnskólum landsins eftir að slitnaði upp úr viðræðum samninganefnda kennara og sveitarfélaga á tíunda tímanum í gærkvöldi og verkfall skall á á miðnætti.

Aðgerðir gegn leikjanámskeiðum

Skipulögð starfsemi eins og leikjanámskeið á starfstíma kennara er verkfallsbrot að mati Kennarafélagsins. Búast má við aðgerðum, enda lítur félagið svo á að gengið sé inn á verksvið kennara.

Hótel Skaftafell opnað að nýju

Hótel Skaftafell að Freysnesi hefur verið opnað að nýju eftir veðurofsann sem gekk þar yfir í síðustu viku og olli tugmilljónatjóni. Margir hafa lagt hönd á plóginn og aðstoðað við að koma hótelinu aftur í stand og eru eigendur þess bjartsýnir á framhaldið.

Nýtt nafn og merki

Landssamtök hjartasjúklinga hafa tekið upp nýtt nafn og nýtt félagsmerki. Félagið heitir nú HjartaHeill og var nýtt nafn samþykkt á landsþingi samtakanna á laugardag.

Nemendur hunsa útivistartíma

Svo virðist sem nýhafið verkfall grunnskólakennara sé þegar farið að hafa áhrif á daglegt líf nemenda sem eru lengur úti á kvöldin þar sem enginn skóli er morguninn eftir. Í Víkurfréttum segir að um helgina hafi borið nokkuð á því að börn og unglingar á grunnskólaaldri væru úti seint að kvöldi í trássi við lög um útivistartíma.

Krefjast rannsóknar á vegruðningi

Náttúruverndarsamtök Íslands fara fram á að sýslumannsembættið á Selfossi hefji þegar í stað rannsókn á því hver ruddi veg sem nýlega hefur verið gerður í leyfisleysi upp í Gufudal, fyrir ofan Hveragerði, við bæinn Reykjakot. Samtökin segja ljóst að ruðningurinn hafi verið gerður með stórri jarðýtu án tilskilinna leyfa.

Verkfallsverðir á ferðinni

Fjölmörg dæmi eru um að fyrirtæki og stofnanir hafi skipulagt einhverskonar gæslu fyrir börn starfsmanna meðan verkfall grunnskólakennara varir. Verkfallsverðir hafa heimsótt fleiri en tuttugu skóla, stofnanir og fyrirtæki í dag til að kanna hvernig starfsemi það er sem börnunum er boðið upp á.

Eldur í vélageymslu

Vélageymsla við bæinn Skorrastað í Norðfjarðarsveit varð eldi að bráð um hádegisbil í dag. Ýmis tæki og tól sem tilheyra búskapnum að Skorrastað skemmdist illa, þar á meðal vinnuvélar og tvær bifreiðar. Skamma stund tók að ráða niðurlögum eldsins sem kviknaði þegar börn fiktuðu með eld í geymslunni.

Fundið að ársreikningnum

Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga hefur skrifað Mosfellsbæ bréf eftir athugun á ársreikningi síðasta árs. Mosfellsbær er eina sveitarfélagið á höfuðborgarsvæðinu sem fékk bréf samkvæmt Mosfellsfréttum.

Launin hafa hækkað um 20%

Grunnskólakennarar eru með að meðaltali tvö hundruð og fimmtíu þúsund krónur á mánuði í laun með yfirvinnu. Heildarlaunin hafa hækkað um tæp tuttugu prósent á síðustu þremur árum en hafa þó ekki hækkað jafn mikið og laun framhaldsskólakennara.

Ríkið verður að bregðast við

Nauðsynlegt er að hið opinbera draga saman seglin til að valda ekki aukinni þenslu í þjóðfélaginu að sögn Ólafs Darra Andrasonar, hagfræðings Alþýðusambands Íslands.

Ráðherra þrýsti á borgaryfirvöld

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins skorar á Sturlu Böðvarsson samgönguráðherra að þrýsta á borgaryfirvöld að fara í framkvæmd mislægra gatnamóta við Miklubraut og Kringlumýrarbraut á undan Sundabraut.

Ólafur Börkur skilaði séráliti

Allir dómarar Hæstaréttar nema einn eru sammála um að lagaprófessorarnir Eiríkur Tómasson og Stefán Már Stefánsson séu hæfastir umsækjenda um dómarastöðu við réttinn. Einn dómari, Ólafur Börkur Þorvaldsson, skilaði séráliti þar sem hann leggur áherslu á afburðaþekkingu Jóns Steinars Gunnlaugssonar á sviði lögfræði. 

Víðtækasta verkfall um árabil

Víðtækasta verkfall á Íslandi um langt árabil er brostið á. Vinnustöðvun 4300 kennara snertir með beinum hætti yfir þrjátíu þúsund fjölskyldur með börn á grunnskólaaldri.

Hjólreiðatúr bæjarstjóra

Í tilefni hjólreiðadags Evrópskrar samgönguviku hjóluðu fimm bæjarstjórar á höfuðborgarsvæðinu ásamt borgarstjóra frá Kópavogi í gegnum Fossvogsdal í Elliðaárdal.

Hver dagur púsluspil

"Það verður að taka einn dag í einu og púsla saman hverjum degi fyrir sig," Hanna Lára Steinsson, einstæð tveggja barna móðir, um stöðu margra á meðan kennaraverkfalli stendur.

Fá nýja rústamyndavél

Hjálparsveit skáta í Kópavogi hefur tekið í notkun nýja rústamyndavél og hlustunartæki en sveitin er hluti af Alþjóðabjörgunarsveitinni.

Fagnar sýrufundi

"Fagnaðarefni að efnið hafi náðst," segir Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, um mikið magn af LSD sem náðist í síðustu viku og maður um þrítugt hefur verið úrskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald út af.

Fáum ekki aðstoð verkfallssjóðs

Systurnar, Júlíana Ósk og Guðmunda Guðmundsdætur, segja barnapössun vegna kennaraverkfallsins bjargast fyrstu dagana en málið farið virkilega að vandast ef teygist á verfallinu. Sjötugur faðir systranna, Guðmundur Árni Bjarnason, ætlar að gæta fjögurra barnabarna sinna í verkfallinu en fyrir passar hann yngsta barnabarnið.

Barnagæslan verkfallsbrot

Kennarar segja skipulagða barnagæslu fyrirtækja á nokkrum stöðum meðan á verkfalli stendur vera verkfallsbrot. Þeir eru nú að íhuga til hvaða aðgerða á að grípa. Mjög mikil aðsókn er í gæsluna og komast færri að en vilja.

Kennarar með 3.000 krónur á dag

Kennarar fá 3.000 krónur fyrir hvern virkan dag í verkfalli. Um 900 milljónir eru í verkfallssjóði Kennarasambands Íslands. Allir samningar sambandsins eru lausir og segir Árni Heimir Jónsson, formaður stjórnar Vinnudeilusjóðs KÍ, greiðslur úr sjóðnum verða endurskoðaðar, vari verkfall kennara lengur en fjórar vikur.

Lág laun leikskólakennara

Daglaun leikskólakennara eru um 30 þúsund krónum lægri en grunnskólakennara á mánuði. Leikskólakennarar setja fram kröfur um sambærileg laun fyrir sambærilega menntun í kjaraviðræðum við ríkið.

Kostnaður hækkar um 10 milljarða

Launakostnaður sveitarfélaganna vegna grunnskólakennara fer úr 16 í 26 milljarða króna á ári, ef gengið verður að kröfum kennara, samkvæmt útreikningum Launanefndar sveitarfélaganna. Enginn fundur verður í deilunni fyrr en á fimmtudag. 

Ekki fyrirboði stærri skjálfta

Engar vísbendingar eru um að jarðskjálftinn á Suðurlandi í gær sé fyrirboði stærri viðburða. Jarðskjálftinn, sem var að stærðinni 3,2 á Richter, varð í gær við Þjórsá og voru upptökin nokkru fyrir sunnan Urriðafoss. Um tíu eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið.

Ódýrara dreifikerfi en Símans

Lítil fjarskiptafyrirtæki segjast fullfær um að taka þátt í að koma upp dreifikerfi á landsbyggðinni, á skemmri tíma og á ódýrari hátt en Landssíminn. 

Sjómenn utan stéttarfélags

Útgerðarfyrirtækið Brim hefur stofnað sérstakt rekstrarfélag um ísfisktogarann Sólbak EA -7. Við breytinguna stendur skipið utan Landssambands íslenskra útvegsmanna. Sjómenn á skipinu starfa utan stéttarfélaga sjómanna.

Símreikningar í markaðsstarfi

Starfsfólk skoðar símreikninga fólks hjá Og Vodafone og notar upplýsingarnar í viðleitni til að fá fólk til að gera lengri samninga við fyrirtækið. Fjarskiptalög kveða á um samþykki viðskiptavina fyrir slíkri notkun trúnaðarupplýsinga. </font /></b />

Ágreiningur í Hæstarétti

Ólafur Börkur Þorvaldsson, hæstaréttardómari telur meirihluta hæstaréttar raða Jóni Steinari Gunnlaugssyni of aftarlega í hæfnisröð í umsögn um skipan hæstaréttadómara.

Samúð í veikindum Davíðs

Leiðtogar Samfylkingarinnar njóta minna trausts en leiðtogar helstu stjórnmálaafla. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar nýtur þó heldur minna trausts en Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður. Traust á henni hefur minnkað talsvert frá síðustu könnun eða úr rúmum 14 prósentum í 9 prósent og traust á Össuri virðist fara dvínandi.

Kúvent í afstöðu til Davíðs

Óvinsældir Davíðs Oddssonar snarminnka í skoðanakönnun Fréttablaðsins. 26 prósent treysta honum nú minnst stjórnmálamanna í stað 57 prósenta síðast. Steingrímur J. sækir enn í sig veðrið en þeim sem bera minnst traust til Halldórs Ásgrímssonar fjölgar mjög. </font /></b />

Fjölmiðlafrumvarpið smágleymist

Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórmálafræði telur að athyglisverðustu niðurstöður könnunar Fréttablaðsins á því hvaða stjórnmálamaður njóti mesta og minnsta trausts séu þær að vinsældir Davíðs Oddssonar virðist vera að aukast á ný þótt hann sé bersýnilega áfram umdeildur enda tróni hann á toppi beggja lista.

Þrír stöðvaðir fyrir ölvunarakstur

Þrír ökumenn voru stöðvaður grunaðir um ölvun við akstur í Hafnarfirði í nótt. Einn þeirra ók á ungan karlmann, gangandi vegfaranda, við Garðatorg í Garðabæ. Maðurinn mun að sögn lögreglu ekki hafa slasast alvarlega.

Andanefjur á ferð

Fjórar andanefjur sáust við Engey í gærkvöld. Skipið Elding var á leið úr hvalaskoðunarferð um kvöldmatarleytið í gær með hóp danskra eldri borgara þegar andanefjurnar sáust en samkvæmt upplýsingum voru þær á útleið. Andanefjan er stór tannhvalur með mjótt trýni og hátt og kúpt enni.

Enn fundað

Samninganefndir kennara og fulltrúar launanefndar sveitarfélaga voru að koma til fundar í húsnæði ríkissáttasemjara. Fundahöld síðustu daga hafa litlu skilað en enn er von á meðan deilendur ræða saman. Náist samningar ekki hefst verkfall hins vegar á miðnætti.  

Kommúnistar yngja upp

Yngri kynslóð hefur nú tekið við völdum í kínverska kommúnistaflokknum, en Jiang Zemin lét af síðasta embættinu sem hann gegndi í morgun. Lítið er vitað um eftirmanninn Hu Jintao, sem er nú valdamesti maður Kína.

Lokahrina viðræðna hafin

Reyna á til þrautar að ná samkomulagi í kjaradeilu grunnskólakennara og launanefndar sveitarfélaga í dag. Samninganefndir komu til fundar í húsnæði ríkissáttasemjara um tíu leytið í morgun og segja menn að enn sé von á meðan deilendur ræða saman.

Hættir Baugur við?

Baugur gæti hætt við yfirtöku á bresku verslunarkeðjunni Big Food Group vegna hárra lífeyrisskulda fyrirtækisins. Mikið hefur verið fjallað um mögulega yfirtöku Baugs á þessu fyrirtæki sem veltir meira en tvöföld íslensku fjárlögin í breskum fjölmiðlum undanfarna daga.

Hættir Baugur við?

Baugur gæti hætt við yfirtöku á bresku verslunarkeðjunni Big Food Group vegna hárra lífeyrisskulda fyrirtækisins. Mikið hefur verið fjallað um mögulega yfirtöku Baugs á þessu fyrirtæki sem veltir meira en tvöföld íslensku fjárlögin í breskum fjölmiðlum undanfarna daga.

Skjálfti við Þjórsá

Skjálfti sem mældist 3.2 á Richter varð við Þjórsá, um 5 km suðvestan við Ásahverfi í Holtum, uppúr klukkan fjögur í nótt Um 10 eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið. Þeir eru allir minni en 1.5 að stærð. Ekki er vitað til þess að fólk hafi fundið fyrir skjálftanum í nótt. Skjálftar eru ekki óalgengir á þessum slóðum.

Austfirðingum fækkar

Fyrstu átta mánuði ársins fengu ríflega 400 útlendingar atvinnuleyfi hér á landi í tengslum við virkjanaframkvæmdir við Kárahnjúka. Hins vegar voru brottfluttir Austfirðingar 62 fleiri en aðfluttir frá janúar til júní.

Sjá næstu 50 fréttir