Fleiri fréttir

Ágúst Einarsson í rektorsframboð

Ágúst Einarsson prófessor hefur ákveðið að gefa kost á sér til embættis rektors Háskóla Íslands, en nafn hans hefur verið nokkuð í umræðunni síðan Páll Skúlason tilkynnti að hann sæktist ekki eftir endurkjöri.

Engum sagt upp

Fundur verður haldinn í dag með þeim 25 starfsmönnum fiskverkunarhússins Klumbu í Ólafsvík, sem brann til kaldra kola aðfaranótt laugardags, þar sem framtíð fólksins verður rædd.

Gunnlaugur situr víðsvegar

Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson formaður útvarpsráðs situr einnig í framkvæmdastjórn stofnunarinnar sem einkum sinnir fjármálum hennar. Eins og Stöð 2 hefur greint frá hefur fréttastofan traustar heimildir fyrir því að hann hafi beitt sér í kaupum Símans í Skjá einum og enska boltanum.

Þriggja bíla árekstur

Þriggja bíla árekstur varð á Suðurlandsvegi við Hafravatnsveg rétt upp úr klukkan sex. Ekki fást upplýsingar enn sem komið er um slys á fólki, en sjúkralið og lögregla eru enn að störfum á vettvangi. Suðurlandsvegur er lokaður sem stendur og umferð beint annað.

Verkfallið vofir yfir

Fátt virðist geta komið í veg fyrir að kennarar fjörutíu og fimm þúsund grunnskólanema fari í verkfall á morgun. Ríkissáttasemjari segir það ráðast á næstu klukkustundum hvort deilendur nái saman, en enn sé langt á milli þeirra.

Ráðamenn geta ekki gleymt fortíð

Íslenskir ráðamenn voru stoltir af stuðningi Íslendinga við stríðið í Írak þegar vel virtist ganga, og því geta þeir ekki nú sagst horfa til framtíðar, aðspurðir um ábyrgð Íslendinga á gangi mála í Írak.

Orkuhjón varasöm

Tómatar, farsímar og jafnvel burðarbitar í loftum geta ógnað heilsu fólks, að sögn bandarískra hjóna sem segjast lækna sjúkdóma og kenna Íslendingum að koma í veg fyrir orkuleka í sjálfum sér með því að bera á sér steina.

Nætursýningar í Reykjavík

Næturhrafnar Reykjavíkur lentu í bíósjóræningjum um helgina, sem sýndu kvikmyndir utandyra hvar sem þeim datt í hug, víðsvegar um borgina. Aðfararnótt föstudags og laugardags læddust þrír ungir listnemar um borgina og sýndu kvikmyndir á húsveggjum og í skúmaskotum.

Næsland frumsýnd 1.október

Kvikmyndin Næsland, sem er nýjasta mynd Friðrik Þórs Friðrikssonar, gerð eftir handriti Huldars Breiðfjörð, verður frumsýnd í Háskólabíói 1.október næstkomandi.

Hefur ekki áhyggjur af þenslu

Sturla Böðvarsson samgönguráðherra telur af og frá að hætta þurfi við einstakar framkvæmdir vegna hættu á þenslu í hagkerfinu.

Allir snúa baki við Kattakonunni

Kattakonan Guðrún Stefánsdóttir stígur nú fram og segir sína hlið á hinni skrautlegu sögu sem rakin hefur verið í DV í sumar. Börn Guðrúnar og sægur af hundum og köttum hefur verið tekinn af henni. Hún segir bæði ættingja og vini hafa snúið við sér baki og almenning veitast að sér með fúkyrðum. Hún þrái aðeins fá börnin sín aftur og búa með dýrum í sveitinni.

Fundum lokið og verkfall skellur á

Samningafundi grunnskólakennara og launanefndar sveitarfélaga lauk nú fyrir stundu í húsakynnum sáttasemjara. Ekkert samkomulag er í sjónmáli og verkfall skellur því á nú á miðnætti. Næsti fundur er ekki boðaður fyrr en á fimmtudag.

Kennaraverkfall hafið

Rúmlega 43 þúsund grunnskólabörn þurfa að sitja heima í dag og næstu daga þar sem ekki tókst að leysa kjaradeilu kennara og sveitarfélaga. Samningafundi grunnskólakennara og launanefndar sveitarfélaga var slitið á tíunda tímanum í gærkvöld og hófst boðað verkfall 4.500 grunnskólakennara um land allt á miðnætti. Samningafundur er boðaður á fimmtudag.

Fylgi við stjórnarflokkana eykst

Samkvæmt könnun Fréttablaðsins bæta stjórnarflokkarnir við sig fylgi frá því í júlí. Framsókn nær tvöfaldar fylgi sitt. Flokkarnir hafa þó ekki náð sama fylgi og í síðustu kosningum og gætu ekki myndað ríkisstjórn ef gengið yrði til kosninga nú. Meirihluti segist andvígur ríkisstjórninni.

Þorgerður áhyggjufull

Verkfall kennara var rætt á ríkisstjórnarfundi í gær. "Þetta mál er á valdi sveitarfélaganna en ráðherrar í ríkisstjórninni létu í ljósi áhyggjur af yfirvofandi verkfalli," sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í gær.

1321 umferðarlagabrot myndað í ár

Eftirlitsmyndavélar lögreglu á nokkrum fjölförnum gatnamótum Reykjavíkur hafa margsannað gagn sitt. Frá ársbyrjun og fram til síðustu helgar höfðu 799 ökumenn fengið sektartilkynningar vegna hraðakstursbrota og 523 vegna aksturs gegn rauðu ljósi.

Mannekla veldur töfum

Embætti ríkislögreglustjóra hefur ekki tekið formlega ákvörðun um hvaða stefna verði tekin í rannsókn á máli Eignarhaldsfélagsins DB ehf., sem átti helmings hlut í Frjálsri fjölmiðlun.

Bruni í Ólafsvík

Frystihúsið Klumba í Ólafsvík brann til kaldra kola í nótt og er tjón metið á vel yfir hundrað milljónir króna. Tilkynning um eld í austurhluta hússins barst um hálf tvö í nótt en þegar slökkvilið kom á staðinn logaði mikill eldur í húsinu og breiddist hann hratt út.

Hjólandi innbrotsþjófur á ferð

Maður var handtekinn skömmu eftir miðnætti í nótt eftir að hafa brotist inn í sjö bíla í og við miðbæ Reykjavíkur. Maðurinn fór um á hjóli við iðju sína, en það var árvökull vegfarandi sem tilkynnti um brot hans. Maðurinn gistir nú fangageymslur og verður yfirheyrður eftir hádegi.

Miðborgarskemmtun í dag

Það verður fjölbreytt dagskrá í miðborg Reykjavíkur í dag í tilefni Evrópskrar samgönguviku. Dagskráin stendur yfir frá hádegi og til klukkan fjögur. Meðal annars ætla Mikki refur og Lilli klifurmús að æfa sig í að fylgja umferðarreglunum ásamt krökkunum sem taka þátt í Umferðarskóla í húsakynnum Borgarbókasafnsins.

Stórfellt smygl á LSD

Lögreglu og tollgæslu hefur tekist að koma upp um stórfellt smygl á LSD ofskynjunarlyfinu. Karlmaður um þrítugt var handtekinn í Vestmannaeyjum vegna málsins og verður gæsluvarðhalds krafist yfir honum í dag.

Bruni í Klumba í Ólafsvík

Gríðarlegt tjón varð þegar fiskverkun Klumba í Ólafsvík brann til grunna í nótt Tjónið er talið nema vel yfir hundrað milljónum króna. Leifur Halldórsson, sem er einn eiganda Klumba þar sem 25 manns störfuðu, segir þetta geysilegt áfall fyrir aðstandendur fiskverkunarinnar, byggðarlagið allt og fólkið sem unnið hafi við verknunina.

Á sjúkrahús eftir stuð úr myndavél

Drengur á sautjánda ári var í gær fluttur á sjúkrahúið á Selfossi með hjartsláttartruflanir eftir að jafnaldrar hans notuðu einnota myndavél til þess að gefa honum rafstuð. Drengurinn var síðar fluttur til Reykjavíkur á Barnaspítala Hringsins, en hefur nú verið útskrifaður þaðan.

Umfangsmikið LSD smygl upplýst

Karlmaður á þrítugsaldri var úrskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald í dag í tengslum við umfangsmikið smygl á LSD ofskynjunarlyfinu.

Á spítala eftir rafstuð

Drengur á sautjánda ári frá Selfossi var í gær fluttur á Barnaspítala Hringsins með hjartsláttartruflanir eftir að jafnaldrar hans tóku í sundur einnota myndavél og gáfu honum rafstuð. Fikt með einnota myndavélar er orðið algengt meðal unglinga og getur það reynst stórhættulegt að sögn lögreglu.

Aldrei stóð til að TM keypti

Forstjóri Tryggingamiðstöðvarinnar segir aldrei hafa staðið til að fyrirtækið fjárfesti í Skjá einum. Framkvæmdastjóri Skjás eins segist hafa átt fundi með Gunnlaugi Sævari Gunnlaugssyni stjórnarformanni TM vegna hugsanlegra kaupa, en aldrei fund með Gunnlaugi Sævari Gunnlaugssyni formanni útvarpsráðs Ríkisútvarpsins.

Umsækjendur fá ekki umsögn

Umsækjendur um stöðu hæstaréttardómara hafa enn ekki fengið umsögn Hæstaréttar í hendur. Hæstiréttur sendi dómsmálaráðuneytinu í gær umsögn sína um hæfi umsækjenda. Að minnsta kosti einn umsækjenda, Eiríkur Tómasson, hefur farið fram á að fá þá umsögn í hendur, en hann sagðist í dag ekki hafa fengið hana.

Allt stefnir í verkfall

Allt útlit er fyrir að verkfall grunnskólakennara skelli á eftir rúman sólarhring. Samninganefndir hafa setið á fundi í allan dag. Menntamálaráðherra óttast að skelli verkfall á, verði það langvinnt.

Auðvelt að komast að fjölda

Tiltölulega einfalt er að átta sig á því hversu margir bíða eftir plássi í framhaldsskólum og eins hvort að viðkomandi hafi sótt um í fleiri en einum skóla. Menntamálaráðherra virðist hins vegar ekki hafa áttað sig á því, en hún segir helstu ástæðu þess að ekki sé búið leysa úr vanda allra nemanda að upplýsingar liggi ekki fyrir.

Kona í Þjóðleikhússtjórann?

Helga Hjörvar og Viðar Eggertsson ættu einnig að vera á óskalista Þjóðleikhúsráðs yfir næsta Þjóðleikhússtjóra, að mati leiklistargagnrýnanda. Mestar líkur eru taldar á að kona verði valin, og að ráðherra telji sig ekki eins bundinn af óskum ráðsins, fyrst það valdi sex umsækjendur en ekki einn.

Bruni í Klumba

Um tvö hundruð milljóna króna tjón varð þegar fisksverkunin Klumba á Ólafsvík gjöreyðilagðist í eldi í nótt. Tuttugu og fimm manns misstu vinnuna, sem er um einn tíundi vinnandi fólks á Ólafsvík. Eigendur stefna ótrauðir að því að byggja fyrirtækið upp aftur. Brunavarnir í húsinu voru ófullnægjandi miðað við nútímakröfur.

Um 76% á móti verkfalli

Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins eru 75,9 prósent þjóðarinnar andvíg boðuðu verkfalli grunnskólakennara, en einungis 24,1 prósent eru fylgjandi.

Getur ekki flúið fortíðina

Stjórnarandstæðingar furða sig á orðum forsætisráðherra um að tal um lögmæti innrásar í Írak tilheyri fortíðinni. Viðurkenning hans um að hafa fengið rangar upplýsingar kallar á rannsókn á Íraksmálinu, segja þeir. </font /></b />

Stórbruni í Ólafsvík

Fiskverkunarhúsið Klumba í Ólafsvík brann til kaldra kola í fyrrinótt. Talið er að tjónið nemi um 100 milljónum króna. Um 25 manns unnu hjá vinnslunni. Ævar Sveinsson, rekstrarstjóri Klumbu, segir brunann áfall.

Merki berast frá hrefnum

Merki eru farin að berast frá tveimur hrefnum af fimm sem gervihnattasendar voru settir á í því skyni á fylgjast með ferðum þeirra.

Lyfjaauglýsingar stöðvaðar

Lyfjastofnun hefur stöðvað sjónvarpsauglýsingar frá lyfjafyrirtækinu Glaxo-Smith-Kline um bólusetningar. Einungis er heimilt að auglýsa lausasölulyf, en þó skiptir máli í hvaða miðlum slíkar auglýsingar eru birtar.

Umferðarmet í Ártúnsbrekku

Nýtt umferðarmet hefur verið slegið á fjölförnustu götu landsins, Ártúnsbrekku. Um áttatíu og fimm þúsund bílar hafa ekið hana á einum sólarhring. Meðalhraði í götunni er talsvert yfir löglegum mörkum.

Íslenska óperan gefur blóð

Blóðsúthellingar eru áberandi í óperutryllinum um Sweeney Todd sem Íslenska óperan frumsýnir í byrjun október. Söngvarar óperunnar vildu ekki láta sitt gæðablóð fara til spillis á sýningunum og heimsóttu Blóðbankann í dag.

Tjón á kornökrum

Mikið tjón varð víða á kornökrum á Suðurlandi í óveðrinu í fyrrinótt, einkum í uppsveitum. Þar eru dæmi um að bændur hafi misst allt að helming uppskerunnar þar sem þroskuð öxin fuku hreinlega út í buskann.

Samþykkt að selja í Eyjum

Meirihluti bæjastjórnar í Vestmannaeyjum samþykkti á fundi sínum undir miðnætti að selja átta fasteignir bæjarins, sem meðal annars hýsa skóla og íþróttafélög, og leigja þau aftur af kaupandanum til þrjátíu ára.

Fundað fram á nótt

Samningafundur í deilu kennara við sveitarstjórnir stóð langt fram á nótt í húsakynnum Ríkissáttasemjara. Ekki er ljóst hverjar lyktir fundarins urðu eða hvert verður framhald viðræðnanna. Boðað verkfall kennara kemur til framkvæmdar á mánudagsmorgun, náist ekki samkomulag um helgina.

Gæsluvarðhald framlengt

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur framlengt gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni, sem var handtekinn í Leifsstöð snemma sumars með eitt kíló af amfetamíni og eitt kíló af kókaíni í fórum sínum, til 3. nóvember, eða þar til dómur gengur í máli hans. Þetta er í fjórða skipti sem gæsluvarðhaldsúrskurður er framlengdur yfir honum.

Tilkynning frá Vísi

Vegna tæknilegra vandkvæða hafa verið örðugleikar við að halda Vísi gangandi. Ekki liggur fyrir hver ástæðan er en unnið er að viðgerð. Óvíst er hvenær henni lýkur en vandræðin gætu varað fram eftir degi í dag, föstudag.

Verðbólga hærri hér en í Evrópu

Verðbólga, mæld með vísitölu neysluverðs, hefur verið mun meiri hér á landi síðastliðna tólf mánuði en að meðaltali á Evrópska efnahagssvæðinu. Samræmd neysluvísitala í ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins hækkaði um 0,2% í ágúst frá mánuðinum á undan en lækkaði hér á landi um 0,2% á sama tíma.

Kajakmenn heim á ný

Kajakræðrarnir fjórir, sem lentu í sjávarháska við Austurströnd Grænlands í fyrradag, eru væntanlegir til landsins í kvöld, nokkrum dögum fyrr en áætlað var. Þeir komast með leiguflugi Flugfélags Íslands frá Narsarsuak til Reykjavíkur.

Sjá næstu 50 fréttir