Fleiri fréttir

Tyrkir áttu lægsta boð

Átta tilboð hafa borist í gerð burðarvirkis háspennulínanna Fljótsdalslína 3 og 4 og Sultartangalínu 3. Annars vegar er um að ræða háspennulínur sem flytja eiga rafmagn úr Kárahnjúkavirkjun í Reyðarfjörð og hins vegar úr Sultartanga niður í Hvalfjörð.

Rúmlega sjötíu kindur dauðar

63 kindur drápust og tíu þurfti að lóga eftir að fjárflutningabíll fór út af veginum og valt við Grímu í Reyðarfirði laust fyrir klukkan ellefu í gærmorgun. 253 kindur voru í bílnum, sem sérsniðinn er til fjárflutninga, en að sögn lögreglunnar á Eskifirði er staflað í bílinn á þremur hæðum.

Sundabrautin sett í forgang

Ekki verður ráðist í gerð mislægra gatnamóta við Kringlumýrarbraut og Miklubraut á næstu árum. Árni Þór Sigurðsson, borgarfulltrúi R-listans og formaður samgöngunefndar, segir að Sundabrautin verði sett í forgang.

Sjálfstæðismenn ósáttir

Sjálfstæðismenn í borgarstjórn Reykjavíkur eru ósáttir við þá ákvörðun R-listans að setja Sundabrautina í forgang og fresta gerð mislægra gatnamóta við Miklubraut og Kringlumýrarbraut um óákveðinn tíma.

Alþjóðasamfélagið hefur brugðist

Sendiherra Rússlands á Íslandi segir viðbrögð Vesturlanda við hryðjuverkaárásum á Rússland einkennast af skilningsleysi. Hann gagnrýnir Bandaríkjastjórn og segir íslensk stjórnvöld geta veitt aðstoð.</b />

20 börn í aðgerð árlega

Allt að því tuttugu börn eru lögð inn á skurðdeild Barnadeildar Landspítalans ár hvert vegna brunasára og eru langflest þeirra yngri en fjögurra ára. Þá eru ótalin þau sem sækja meðferð á göngudeild vegna brunasára.

Brot á samþykktum Símans

Steingrímur J. Sigfússon alþingismaður segir það brot á samþykktum Símans ef stjórnendur hafi ákveðið að kaupa hlut í Skjá einum og sýningarrétt á enska boltanum án vitundar og vilja hluthafans, sem er ríkið. Hann krefst þess sem hluthafi að boðaður verði hluthafafundur vegna málsins.

Var grunaður um morð

Nígeríski skreiðarkaupmaðurinn Noel Chuckvukere segist hafa verið handtekinn í Nígeríu og yfirheyrður af Interpol grunaður um að hafa myrt Ragnar Sigurjónsson fisksala. Ragnar er ákærður fyrir að hafa svikið fimm milljónir út úr Chuckvukere og sakaði hann um að hafa hótað sér lífláti á Hótel Sögu.

Sænsku konungshjónin í heimsókn

Sænsku konungshjónin og krónprinsessan komu í opinbera heimsókn hingað til lands í morgun. Þau fóru víða, meðal annars heimsótti drottningin Barnaspítala Hringsins þar sem börnunum fannst hún fín en ekki drottningarleg, þau lögðu grunninn að íslensku hönnunarsafni og hittu síðan Svía búsetta hér á landi.

Öryrkinn skuldar leigu frá 1989

Jóhannes G. Bjarnason, "krabbameinssjúki öryrkinn", sem Ögmundur Jónasson, varaformaður Vinstri grænna, skrifaði um á heimasíðu sinni að hefði verið borinn með lögregluvaldi úr íbúð sinni, skuldaði 15 ár í leigu.

Viðtal við Forest Whitaker

Nýjasta kvikmynd Baltasars Kormáks, A Little Trip to Heaven, skartar hinum heimsfræga leikara, Forest Whitaker. Hann segist hafa hrifist af handriti Baltasars og fyrri verkum hans og því ákveðið að slá til og leika í myndinni. Whitaker vonast eftir breyttum tímum í Bandaríkjunum eftir forsetakosningarnar í nóvember. 

Íslenskt er ódýrara

Samkvæmt verðkönnun sem gerð var fyrir Samtök iðnaðarins í fjórum matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu 22. júlí er meðalverð íslenskra vara um 10,3% lægra en þeirra erlendu.

Smituðust af Noro-veiru

Leikmenn íslenska ungmennalandsliðsins í knattspyrnu sem hafa barist við kviðverki, niðurgang og uppköst síðustu daga töpuðu fyrir liði Ungverja í Búdapest í dag, 1-0l. Sóttvarnarlæknir segir þá hafa smitast af svokallaðri Noro-veiru.

Börn og foreldrar áhyggjufull

Verkfall kennara veldur kvíða og óvissu skólabarna, segir Baldur Kristjánsson, dósent í uppeldis- og þroskasálfræði við Kennaraháskóla Íslands. Móðir drengs á fyrsta skólaári segir foreldra hafa miklar áhyggjur af stöðu kjaraviðræðna kennara og sveitarfélaga.

Ari Þór hlýtur styrk

Ari Þór Vilhjálmsson fiðluleikari hlaut í gær viðurkenningu úr styrktarsjóði Önnu Karólínu Nordal, fimm hundruð þúsund krónur. Sjóðnum er ætlað að styrkja efnilega tónlistarnema í „söng og fíólínspili“, eins og Anna Karólína orðaði það sjálf. Verðlaunahafinn þreytir svo frumraun sína sem einleikari í Salnum í Kópavogi í nóvemberlok.

Hver í sinni skotgröf

"Ég er svartsýnni á að deilan leysist nú eftir fundinn en fyrir," sagði Finnbogi Sigurðsson, formaður Félags grunnskólakennara, eftir kjarafund kennara og sveitarfélaganna í gær.

Vilja einkavæða skóla

Hægt væri að komast hjá verkföllum kennara ef einkavæðing yrði meiri á sviði menntunar, segir Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífisins.

Einstæðir illa úti

Verði af verkfalli kennara kemur það einstaklega illa niður á þeim sem eru einir með börn, segir Ingimundur Sveinn Pálsson, formaður Félags einstæðra foreldra. Hann segir stöðu einstæðra þó æði misjafna.

Kirkjuna skortir umboð að ofan

Kirkjuna skortir umboð að ofan til að veita samkynhneigðum kirkjulega hjónavígslu. Þetta segir prestur í Kópavogi. Annar vill að kirkjan standi við hlið þeirra í því lífsmynstri sem þeir velja sér. </font /></b />

Vinna allta að átján tíma á dag

Um eitt þúsund íbúar Hafnarfjarðar eru af erlendum uppruna. Samkvæmt nýrri úttekt nýta þeir sér lítið þjónustu Alþjóðahúss og telja íslenskukennslu á villigötum. </font /></b />

Hiti yfir meðallagi í 29 mánuði

Meðalhiti í Reykjavík í ágústmánuði var 12,6 stig, eða 2,3 stigum ofan við meðallag, samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Mánaðarhiti hefur nú verið yfir meðallagi í Reykjavík í 29 mánuði samfellt.

Eldurinn slökktur í Austurbrún

Búið er að slökkva eld sem kom upp í fjölbýlishúsi við Austurbrún 6 í Reykjavík á tólfta tímanum. Eldurinn var í íbúð á þriðju hæð hússins og lagði reyk um allt húsið. Slökkviliðsmenn eru nú að reykræsta húsið.

2 ár frá fyrstu húsleit hjá Baugi

Rétt um tvö ár eru liðin frá því að húsleit var fyrst gerð í höfuðstöðvum Baugs, 28. ágúst 2002, vegna meintra fjársvika Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar gagnvart Baugi. Síðan þá virðist sem rannsóknin hafi vafið upp á sig.

Eldur í Bílskúr á Patreksfirði

Eldur kviknaði í bílskúr við Strandgötu á Patreksfirði á sunnudagskvöld. Húsráðendur urðu eldsins varir, en bílskúrinn og íbúðarhúsið sem stendur aðeins um metra frá skúrnum, eru úr timbri. Talið er að eldurinn hafi kviknað vegna þess að börn hafi verið að fikta með eldspýtur.

Erlendir ökumenn valda hækkunum

Þegar erlendir ferðamenn á bílaleigubílum lenda í slysum er tjónið á ábyrgð bílaleigunnar vegna slysatrygginga. Bílaleigur vilja að kerfinu verði breytt í samræmi við það sem er algengast erlendis. Framkvæmdastjóri FÍB segir núverandi fyrirkomulag skila sér í hækkun iðgjalda. </font /></b />

Strokufangi af Litla Hrauni

28 ára gamall fangi á Litla Hrauni slapp þaðan í gær um kvöldmatarleyti. Samkvæmt upplýsingum lögreglu er maðurinn um það bil 160 sentímetrar á hæð, grannur og krúnurakaður.

Annar mannanna lést

Kanadískur maður um fimmtugt lést en tæplega tvítugur bróðursonur hans lifði af þegar skúta þeirra sökk í Faxaflóa í gærkvöldi. Þyrla Landhelgisgæslunnar fann mennina klukkan kortér yfir sex í gærkvöldi eftir tæplega klukkustundar leit.

Eldur í blokk

Eldur kom upp á 3. hæð í 12 hæða blokk að Austurbrún 6 í Reykjavík í gærkvöldi. Slökkviliðið var kallað á staðinn um klukkan 23 eftir að nágrannar íbúðarinnar sáu eld út um gluggann.

Var ekki lífgjöfinni feginn

Það var heldur vanþakklát lífgjöf sem sjúkralið á sjúkrahúsi Ísafjarðar veittu manni aðfaranótt laugardags. Klukkan fjögur um nóttina var tilkynnt um líkamsárás fyrir framan veitingahúsið Sjallan. Áður en lögreglan komst úr húsi voru slagsmálahundarnir tveir mættir á stöðina, annar þeirra greinilega í andnauð.

Ljósanótt um helgina

Ljósanótt, menningar- og fjölskylduhátíð í Reykjanesbæ verður haldin í fimmta sinn fyrstu helgina í september. Fjöldi viðburða verður alla helgina og hefjast þeir strax á morgun með setningu hátíðarinnar og hagyrðingakvöldi.

Brotið fyrir sex nýjum gluggum

Gamla Mjólkursamlagshúsið verður fært nær upphaflegu formi þegar brotið verður fyrir sex nýjum glukkum á framhlið hússins sem snýr út að Snorrabraut í dag. Húsið sem hýsir nú Söngskóla Reykjavíkur var byggt árið 1930, teiknað af Einari Erlendssyni.

Eins og leit að nál í heystakki

Kanadískur maður um fimmtugt lést en 17 ára bróðursonur hans lifði af þegar skútan þeirra sökk á Faxaflóa í gærkvöld. Sigmaður Landhelgisgæslunnar segir aðstæður til leitar hafa verið afar erfiðar og mennina hafa fundist fyrir tilviljun.

Strokufangi gaf sig fram

Fangi sem strauk af Litla Hrauni í gærkvöld hringdi í morgun í Fangelsismálastofnun og skilaði sér skömmu síðar í Hegningarhúsið. Deildarstjóri Fangelsismálastofnunar segir of snemmt að segja til um hvort öryggisreglur fangelsins verði hertar, en bendir á að afar fátítt sé að fangar strjúki úr fangelsum á Íslandi.

Ræða hringamyndun í atvinnulífi

Viðskiptaráðherra mun boða fréttamenn á fund síðar í dag til að ræða skýrslu nefndar um hringamyndum í atvinnulífinu. Skýrslan sem er 150 blaðsíður að lengd var rædd á ríkisstjórnarfundi í morgun

Leiðin inn í Þórsmörk lokuð

Leiðin inn í Þórsmörk er lokuð með öllu vegna gífurlegra vatnavaxta. Lögreglan á Hvolsvelli ráðleggur fólki að leggja alls ekki leið sína inn í mörkina. Starfsmenn sem vinna í Þórsmörk fóru inneftir í morgun á stórum trukk en hann flaut upp strax í fyrstu ánni.

Lífkenni í íslensk vegabréf

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur skipað starfshóp til að gera tillögur að innleiðingu lífkenna í íslensk vegabréf í samræmi við alþjóðlegar kröfur. Jafnframt er starfshópnum falið að semja tillögur um útgáfu kennivottorða fyrir íslenska ríkisborgara, sem jafnframt gætu nýst sem ferðaskilríki áSchengen svæðinu.

Bænastund fyrir Pétur

Bænastund verður haldin í kvöld, til að biðja fyrir Pétri Kristjánssyni söngvara sem háir baráttu upp á líf og dauða á sjúkrahúsi eftir hjartaáfall í síðustu viku. Bænastundin hefst klukkan 20:00 í Grafarvogskirkju.

Dorrit í Straumsvík

"Ég er til í að gera hvað sem er til að aðstoða íslensk fyrirtæki sem eftir því óska", segir Dorrit Moussaief. Hún heimsótti í dag álverið í Straumsvík og sagði þar mikið um góðan kvenkost.

Þjóðminjasafnið opnar á morgun

Þjóðminjasafnið verður opnað á morgun, en þá verða sex ár liðin frá því að endurbætur á húsnæði safnsins hófust. Ljóst er að gera þarf ögn meira en að skúra, áður en menntamálaráðherra opnar safnið á nýjan leik á morgun því enn átti eftir að ganga frá ýmsum lausum endum þegar fréttastofu bar að garði í dag.

Leita langt yfir skammt

Skondnast af öllu er að nefnd um viðskiptalífið hafi sótt spillingardæmi tengd markaðsvæðingu út fyrir landsteinana, af þeim eru ærin dæmi hér," segir Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður Vinstri-grænna.

Jákvætt að mörgu leyti

"Mér finnst þetta að mörgu leyti jákvætt. Ég tel að það sé áhugavert að vinna að málinu á þeim nótum sem þarna er lagt upp með," segir Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, um skýrslu nefndar sem viðskiptaráðherra um viðskiptaumhverfið. Guðjón tók þó fram að hann hefði ekki haft tök á að kynna sér skýrsluna til hlítar.

Svíakonungur til Íslands

Svíar vænta þess að opinber heimsókn sænsku konungshjónanna og krónprinsessunnar til Íslands í næstu viku efli bæði menningarleg og viðskiptaleg tengsl landanna. Svíakonungur, sem er mikill náttúrudýrkandi, segist vona að farið sé varlega í hvalveiðar og drottningin vill að frændþjóðirnar sameinist gegn kynferðisbrotum gegn börnum.

Skaði samkeppnisstöðu

Nefnd ráðherra um íslenskt viðskiptaumhverfi leggur til að Samkeppnisstofnun fái heimild til að stokka upp fyrirtæki brjóti þau gegn samkeppnislögum. Viðskiptaráðherra segir að tillögurnar muni styrkja íslenskt efnahagslíf verði þær að lögum. </font /></b />

Óþarfa hávaði í stjórninni

"Langmerkasta niðurstaða skýrslunnar er að það er óþarft að setja sérstök lög um hringamyndun. Það hlýtur að teljast merkilegt í ljósi þess hávaða sem hefur verið innan ríkisstjórnarflokkanna um að vondir auðhringir séu að leggja undir sig ekki aðeins fjölmiðla heldur land og miðin," segir Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingar.

Uppstokkunarheimild heftir

Einn nefndarmanna auk fulltrúa atvinnulífsins og Kauphallarinnar segja samkeppnisstöðu íslenskra fyrirtækja skerðast verði sett lög sem heimili Samkeppnisstofnun að stokka upp fyrirtæki brjóti þau gegn samkeppnislögum. Viðskiptaráðherra segir þessar áhyggjur byggðar á misskilningi. </font /></b />

Sjá næstu 50 fréttir