Innlent

Aðstoðar skólakrakka í Þórsmörk

Tveir hópar barna úr Rimaskóla og Borgarholtsskóla lentu í vandræðum við að komast yfir Steinholtsá á leið heim úr skólaferðalagi til Þórsmerkur í morgun. Unglingarnir í Borgarholtsskóla voru á leið inneftir en komust ekki yfir ánna. Flugbjörgunarsveitin er nú á leið til að aðstoða börnin sem hafa verið föst í rútunni á milli Steinsholtsár og Hvannár. Þá eru frönsk hjón föst í bílaleigubíl í einhverri á á Sprengissandsleiðinni og er björgunarsveitin líka á leið til að aðstoða þá.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×