Fleiri fréttir Bregðast þurfi við í samstarfi við nágrannaþjóðir Félagsmálaráðherra segir að íslensk stjórnvöld geti ekki brugðist við stöðunni í Afganistan öðruvísi en í samstarfi við aðrar nágrannaþjóðir. Staðan sé afar flókin enda engin hefðbundin flóttamannamóttaka þar ytra lengur og ekkert hefðbundið flug. 23.8.2021 13:08 CDU og Jafnaðarmenn mælast jöfn í könnunum Fylgi CDU, flokks Angelu Merkel Þýskalandskanslara, og Jafnaðarmannaflokksins SDP mælist nú jafnt í könnunum, nú þegar um fimm vikur eru til kosninga til sambandsþings þar í landi. 23.8.2021 12:59 Anton Kristinn játar brot og fær 175 þúsund króna sekt Aðalmeðferð í máli Antons Kristins Þórarinssonar fór fram í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Anton játaði brot í tveimur af þremur ákæruliðum og var þar dæmdur til að greiða 175 þúsund króna sekt fyrir að hafa brotið fíkniefna- og vopnalagabrot. 23.8.2021 12:50 Hægt að kjósa utankjörfundar í Smáralind og Kringlunni Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fyrir Alþingiskosningar á höfuðborgarsvæðinu fer nú fram í verslunarmiðstöðvunum Smáralind og Kringlunni. 23.8.2021 12:33 Verkföll eru það síðasta sem ferðaþjónustan þarf á að halda Verkföll hjá flugumferðarstjórum væru það síðasta sem ferðaþjónusta og flugiðnaður landsins þarf á að halda að sögn Birgis Jónssonar, forstjóra PLAY. Félag íslenskra flugumferðarstjóra (FÍF) ákveður í dag hvort ráðist verði í verkfallsaðgerðir á þriðjudaginn í næstu viku og skoða hvort greiða eigi atkvæði um frekari verkfallsaðgerðir á næstunni. 23.8.2021 12:02 Fleiri foreldrar sem hringi og vilja koma börnum fyrr að Bólusetningar hjá tólf til fimmtán ára börnum hófust í Laugardalshöll í morgun. Básar hafa verið settir upp fyrir börn sem kvíða sprautinni og sjúkrarúmum fjölgað vegna hættu á yfirliði. Skólahjúkrunarfræðingar sjá um bólusetninguna. 23.8.2021 12:00 Talibanar segjast hafa unnið aftur norðurhéruð Talsmaður talibana í Afganistan segir að þeir hafi náð aftur þremur héruðum í norðanverðu landinu sem uppreisnarhersveitir tóku í síðustu viku. Hersveitir andsnúnar talibönum eru enn í Panjshir-dal í Norður-Afganistan. 23.8.2021 11:44 Skoðar hvort tilefni sé til að rýmka reglur Sóttvarnalæknir er með minnisblað í smíðum til heilbrigðisráðherra varðandi samkomutakmarkanir á Íslandi. 23.8.2021 11:44 Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Flóttamannanefnd hefur sent félagsmálaráðherra tillögur um hvernig tekið skuli á móti flóttafólki frá Afganistan. Boðað er til kröfufundar vegna málsins á Austurvelli í dag. 23.8.2021 11:42 Réðst að öryggisverði vopnaður grjóti Öryggisvörður verslunar í miðbæ Reykjavíkur var fluttur á slysadeild í morgun eftir að maður réðst að honum vopnaður grjóti. 23.8.2021 11:29 Loka mötuneyti nemenda vegna smits í umhverfi starfsmanna Mötuneyti nemenda Fjölbrautaskólans í Garðabæ hefur verið lokað eftir að smit kom upp í nærumhverfi starfsmanna þar og þeir sendir í sóttkví. Skólameistari FG segir að koma verði í ljós hvort reglur um sóttkví og einangrun muni valda miklu raski í skólastarfinu. 23.8.2021 11:26 Liechtensteinprinsessa látin Stjórnvöld í Liechtenstein hafa lýst yfir sjö daga þjóðarsörg vegna fráfalls Maríu, prinsessu af Liechtenstein og eiginkonu Hans-Adam II, sem lést á laugardag, 81 árs að aldri. 23.8.2021 11:05 62 greindust með veiruna innanlands í gær 62 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 27 þeirra sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, en 35 utan sóttkvíar. 23.8.2021 10:47 Telja ekki að árásin á þinghúsið hafi verið þaulskipulögð Fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar segjast hafa fundið fáar vísbendingar um að árás hóps stuðningsmanna Donalds Trump á bandaríska þinghúsið í janúar hafi verið skipulögð til þess að snúa við úrslitum forsetakosninganna í nóvember. 23.8.2021 10:45 Skutu fjölda hunda á leið í athvarf Eftirlitsstofnun sveitarfélaga í Ástralíu rannsakar nú lítið sveitarfélag þar í landi, eftir að ákvörðun var tekin um að skjóta fjölda hunda sem biðu þess að komast í dýraathvarf. Ástæðan virðist vera hræðsla embættismanna sveitarfélagsins við útbreiðslu Covid-19. 23.8.2021 10:35 Veikur skipverji sóttur með þyrlu Gæslunnar Laust fyrir átta í morgun var óskað eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar vegna veikinda skipverja á skipi sem statt er rúmar 20 sjómílur austur af Vattarnesi. 23.8.2021 10:35 Þú getur nálgast niðurstöðu um smitið áður en símtalið berst Undanfarinn mánuð hafa á bilinu eitt þúsund til sex þúsund manns farið í sýnatöku vegna einkenna eða sóttkvíar hjá heilsugæslum víða um land. Biðin eftir niðurstöðu getur reynst mörgum löng. Þeir sem reynast smitaðir eiga möguleika á að vita niðurstöðuna nokkru áður en símtalið berst frá göngudeild Landspítalans. 23.8.2021 10:30 Talíbanar segja ekki koma til greina að fresta brottför erlendra hersveita Talibanar segja ekki koma til greina að framlengja þann frest sem allt herlið NATO þjóða hefur að vera hverfa á brott frá Afganistan, það er til 31. ágúst, eða á þriðjudag í næstu viku. 23.8.2021 09:49 Örvunarskammtar draga verulega úr smithættu í Ísrael Þriðji skammturinn af bóluefni Pfizer dró verulega úr líkum á smiti og alvarlegum veikindum hjá sextugu fólki og eldra borið saman við þá sem fengu tvo skammta samkvæmt upplýsingum ísraelskra heilbrigðisyfirvalda. 23.8.2021 09:14 Framlög til mannúðaraðstoðar vegna stöðunnar í Afganistan Sameinuðu þjóðirnar hafa ítrekað mikilvægi þess að mannúðaraðgerðir haldi áfram í landinu 23.8.2021 09:03 Vestrænt herlið í skotbardaga við flugvöllinn í Kabúl Til skotbardaga kom á milli óþekktra vígamanna annars vegar og vestrænnra og afganskra hersveita hins vegar við flugvöllinn í Kabúl í morgun. Einn afganskur öryggisvörðu er sagður liggja í valnum en þrír aðrir særðust. 23.8.2021 08:39 Ákvörðunin um að yfirgefa Afganistan byggð á „hálfvitalegum“ pólitískum frasa Ákvörðun Bandaríkjamanna um að yfirgefa Afganistan var röng og drifin af „hálfvitalegum“ pólitískum frasa um að binda enda á svokölluð „eilífðarstríð“ (e. forever wars). Þetta segir Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands. 23.8.2021 08:24 Líst ekki vel á sjálfsprófin Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur lýst efasemdum um ágæti svokallaðra sjálfsprófa sem verkfæri í baráttunni við kórónuveiruna. Hann segist hafa séð margar rannsóknir á þessum prófum og því miður sé næmið á þeim ekki nógu gott. 23.8.2021 08:24 Þúsundir án rafmagns og milljónir í viðbragðsstöðu Rúmlega 120 þúsund heimili í norðausturhluta Bandaríkjanna eru án rafmagns eftir að hitabeltisstormurinn Henri gekk yfir Rhode Island. 23.8.2021 07:43 Skilar líklega tillögum sínum varðandi móttöku flóttamanna í dag Flóttamannanefnd hyggst að öllum líkindum skila minnisblaði með tillögum sínum varðandi móttöku flóttamanna frá Afganistan til Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, í dag. 23.8.2021 07:38 Útgöngubann í aðdraganda heimsóknar Kamölu Harris Yfirvöld í Víetnam hafa sett á útgöngubann í ákveðnum hverfum í Ho Chi Minh, höfuðborg landsins, frá og með deginum í dag, degi áður en Kamala Harris varaforseti Bandaríkjanna kemur þangað í tveggja daga opinbera heimsókn. 23.8.2021 07:34 Starfsmaður Hringekjunnar smitaður Verslunin Hringekjan í Þórunnartúni í Reykjavík verður lokuð í dag eftir að starfsmaður verslunarinnar greindist smitaður af kórónuveirunni. 23.8.2021 07:23 Aflífun 154 katta vekur sorg og reiði í Taívan Mikil reiði greip um sig á samfélagsmiðlum í Taívan eftir að yfirvöld greindu frá því að 154 kettir hefðu verið aflífaðir eftir að þeir fundust á fiskibát. Um var að ræða hreinræktaða ketti sem smygla átti inn í landið. 23.8.2021 07:20 Spáð hvössum vindstrengjum við fjöll á Snæfellsnesi Spáð er hvössum vindstrengjum við fjöll á norðanverðu Snæfellsnesi í kvöld sem getur verið varasamt fyrir ökutæki sem eru viðkvæm fyrir vindi. 23.8.2021 07:07 Myndband: Porsche Taycan 4S Cross Turismo fer frá 0-248 km/klst Porsche Taycan 4S Cross Turismo er fjórhjóladrifinn rafbíll sem hefur 93,4 kWh drifrafhlöðu. Hann er rétt rúmlega fjórar sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km/klst. Bíllinn fór frá kyrrstöðu í 200 km/klst á tæpum 13 sekúndum. 23.8.2021 07:01 Gripið til aðgerða til að flýta brottflutningi fólks Joe Biden forseti Bandaríkjanna segir að gripið hafi verið til aðgerða til að flýta flutningi flóttafólks frá Afganistan og hafi bandarískar hersveitir útvíkkað öryggissvæði í kring um flugvöllinn í Kabúl í því augnamiði. 23.8.2021 06:36 Bólusetningar barna hefjast í Laugardalshöll Bólusetningar barna á aldrinum 12 til 15 ára hefjast í Laugardalshöll í dag en áætlað er að um 10 þúsund börn á höfuðborgarsvæðinu verði bólusett þar í dag og á morgun. 23.8.2021 06:30 Finnst koma til greina að ríkið dreifi sjálfsprófum á heimili Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, ber því hraðprófafyrirkomulagi vel söguna sem ríkisstjórnin skoðar hvort hægt sé að taka upp á Íslandi til að leyfa stærri samkomur. Hann mætti í veislu í gær þar sem allir veislugestir voru skimaðir fyrir Covid-19 með hraðprófum áður en þeir fengu að fara inn í veislusalinn. 22.8.2021 23:45 Gætu boðað til verkfalls á mánudag Ekki náðist sátt um vinnutíma flugumferðarstjóra á sáttafundi félags þeirra og Isavia hjá ríkissáttasemjara í dag. Félag íslenskra flugumferðarstjóra hefur út mánudaginn til að boða til verkfalls sem félagsmenn hafa þegar samþykkt að fara í. 22.8.2021 22:52 Minnst 22 látnir eftir flóð í Tennessee Minnst 22 hafa látist í flóðum eftir fordæmalausar rigningar í Humphrey-sýslu í miðju Tennessee-fylki í Bandaríkjunum. Margra er enn saknað en flóðin fóru víða yfir vegi og felldu síma- og fjarskiptamöstur í gær. Í mörgum tilfellum hefur fólk því ekki náð sambandi við ástvini sína til að athuga hvort sé í lagi með þá. 22.8.2021 22:12 Hleyptu af skotum fyrir utan flugvöllinn Hermenn Talibana beittu valdi og skutu skotum úr rifflum sínum upp í loft til að ná stjórn á aðstæðum við flugvöllinn í Kabúl í dag. Þúsundir Afgana reyna að komast úr landi í gegn um völlinn til að flýja undan stjórn Talibana sem náðu völdum í Afganistan í byrjun vikunnar. 22.8.2021 20:14 Á um 15 þúsund servíettur í Vestmannaeyjum Eygló Ingólfsdóttir í Vestmannaeyjum eru mögnuð kona, sem hefur gaman af allskonar söfnunum en hún á til dæmis fimmtán þúsund servíettur og engin þeirra er eins. Þá hefur Eygló gaman af allskonar handverki. 22.8.2021 20:06 Framtakssamir krakkar reka sjoppur í kofum í Úlfarsárdal Framtakssamir krakkar reka nú sjoppur í kofum í Úlfarsárdal. Þar má finna kaupmenn á hverju horni en hátt í tíu sjoppur hafa risið á síðustu dögum og þéna krakkarnir vel á sölunni. 22.8.2021 20:00 Borgin hefur lofað að drengurinn fái pláss í skóla Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar hefur fullvissað móður tólf ára drengs með þroskahömlun, sem hafði verið synjað um skólavist, að hann fái pláss í Brúarskóla. Móðir hans er viss um að málinu hefði ekki verið reddað á sunnudegi nema vegna þess að fjallað var um það í fjölmiðlum. 22.8.2021 19:09 Börn leitað til umboðsmanns vegna bólusetningar Börn hafa leitað til embættis umboðsmanns barna vegna bólusetninga sem hefjast á morgun. Umboðsmaður leggur áherslu á að börn og foreldrar gefi sér tíma til þess að ræða ávinning og áhættu bólusetninga til þess að unnt sé að taka upplýsta ákvörðun. 22.8.2021 18:46 Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Börn hafa leitað til umboðsmanns barna vegna skipulagðra bólusetninga sem hefjast í Laugardalshöll á morgun. Umboðsmaður segir brýnt að þau geti tekið upplýsta ákvörðun um bólusetningar. 22.8.2021 18:01 Varar við höfuðböndum eftir að sex vikna barn kafnaði næstum Sex vikna gömul stúlka kafnaði næstum því á dögunum eftir að höfuðband rann niður af höfði hennar og fyrir vitin. Hjúkrunarfræðingur segir þetta ekki einsdæmi og varar sterklega við því að foreldrar noti slík bönd á ungbörn. 22.8.2021 16:51 Íslensk fjölskylda fékk far með Dönum frá Afganistan Íslendingar voru meðal þeirra sem flugu á vegum danskra stjórnvalda frá Islamabad í Pakistan til Kaupmannahafnar í morgun. Utanríkisráðherra Danmerkur greindi frá þessu á Twitter fyrr í dag. 22.8.2021 16:04 Formaður sjúkrahússlækna segir ráðherrum að hætta að hlusta á forstjórann Theódór Skúli Sigurðsson, formaður sjúkrahússlækna, segir af og frá að mönnunarvandi sé eina vandamál Landspítalans en ekki fjármögnun. Það megi álykta af orðum ráðherra eftir fund með forstjóra Landspítalans. Theódór segir að sparnaðaraðgerðir hafi gengið svo langt að heilbrigðisstarfsmenn hafi hreinlega átt að hætta að hjúkra og lækna. Markmiðið væri að spara. 22.8.2021 15:31 Fær loksins að heita Kona Mannanafnanefnd samþykkti nýverið kvenkynseiginnafnið Kona og hefur það verið fært á mannanafnaskrá. Áður hafði nafninu verið hafnað með þeim rökum að það bryti í bága við íslenskt málkerfi en farið var fram á endurupptöku. 22.8.2021 15:00 Sjá næstu 50 fréttir
Bregðast þurfi við í samstarfi við nágrannaþjóðir Félagsmálaráðherra segir að íslensk stjórnvöld geti ekki brugðist við stöðunni í Afganistan öðruvísi en í samstarfi við aðrar nágrannaþjóðir. Staðan sé afar flókin enda engin hefðbundin flóttamannamóttaka þar ytra lengur og ekkert hefðbundið flug. 23.8.2021 13:08
CDU og Jafnaðarmenn mælast jöfn í könnunum Fylgi CDU, flokks Angelu Merkel Þýskalandskanslara, og Jafnaðarmannaflokksins SDP mælist nú jafnt í könnunum, nú þegar um fimm vikur eru til kosninga til sambandsþings þar í landi. 23.8.2021 12:59
Anton Kristinn játar brot og fær 175 þúsund króna sekt Aðalmeðferð í máli Antons Kristins Þórarinssonar fór fram í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Anton játaði brot í tveimur af þremur ákæruliðum og var þar dæmdur til að greiða 175 þúsund króna sekt fyrir að hafa brotið fíkniefna- og vopnalagabrot. 23.8.2021 12:50
Hægt að kjósa utankjörfundar í Smáralind og Kringlunni Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fyrir Alþingiskosningar á höfuðborgarsvæðinu fer nú fram í verslunarmiðstöðvunum Smáralind og Kringlunni. 23.8.2021 12:33
Verkföll eru það síðasta sem ferðaþjónustan þarf á að halda Verkföll hjá flugumferðarstjórum væru það síðasta sem ferðaþjónusta og flugiðnaður landsins þarf á að halda að sögn Birgis Jónssonar, forstjóra PLAY. Félag íslenskra flugumferðarstjóra (FÍF) ákveður í dag hvort ráðist verði í verkfallsaðgerðir á þriðjudaginn í næstu viku og skoða hvort greiða eigi atkvæði um frekari verkfallsaðgerðir á næstunni. 23.8.2021 12:02
Fleiri foreldrar sem hringi og vilja koma börnum fyrr að Bólusetningar hjá tólf til fimmtán ára börnum hófust í Laugardalshöll í morgun. Básar hafa verið settir upp fyrir börn sem kvíða sprautinni og sjúkrarúmum fjölgað vegna hættu á yfirliði. Skólahjúkrunarfræðingar sjá um bólusetninguna. 23.8.2021 12:00
Talibanar segjast hafa unnið aftur norðurhéruð Talsmaður talibana í Afganistan segir að þeir hafi náð aftur þremur héruðum í norðanverðu landinu sem uppreisnarhersveitir tóku í síðustu viku. Hersveitir andsnúnar talibönum eru enn í Panjshir-dal í Norður-Afganistan. 23.8.2021 11:44
Skoðar hvort tilefni sé til að rýmka reglur Sóttvarnalæknir er með minnisblað í smíðum til heilbrigðisráðherra varðandi samkomutakmarkanir á Íslandi. 23.8.2021 11:44
Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Flóttamannanefnd hefur sent félagsmálaráðherra tillögur um hvernig tekið skuli á móti flóttafólki frá Afganistan. Boðað er til kröfufundar vegna málsins á Austurvelli í dag. 23.8.2021 11:42
Réðst að öryggisverði vopnaður grjóti Öryggisvörður verslunar í miðbæ Reykjavíkur var fluttur á slysadeild í morgun eftir að maður réðst að honum vopnaður grjóti. 23.8.2021 11:29
Loka mötuneyti nemenda vegna smits í umhverfi starfsmanna Mötuneyti nemenda Fjölbrautaskólans í Garðabæ hefur verið lokað eftir að smit kom upp í nærumhverfi starfsmanna þar og þeir sendir í sóttkví. Skólameistari FG segir að koma verði í ljós hvort reglur um sóttkví og einangrun muni valda miklu raski í skólastarfinu. 23.8.2021 11:26
Liechtensteinprinsessa látin Stjórnvöld í Liechtenstein hafa lýst yfir sjö daga þjóðarsörg vegna fráfalls Maríu, prinsessu af Liechtenstein og eiginkonu Hans-Adam II, sem lést á laugardag, 81 árs að aldri. 23.8.2021 11:05
62 greindust með veiruna innanlands í gær 62 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 27 þeirra sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, en 35 utan sóttkvíar. 23.8.2021 10:47
Telja ekki að árásin á þinghúsið hafi verið þaulskipulögð Fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar segjast hafa fundið fáar vísbendingar um að árás hóps stuðningsmanna Donalds Trump á bandaríska þinghúsið í janúar hafi verið skipulögð til þess að snúa við úrslitum forsetakosninganna í nóvember. 23.8.2021 10:45
Skutu fjölda hunda á leið í athvarf Eftirlitsstofnun sveitarfélaga í Ástralíu rannsakar nú lítið sveitarfélag þar í landi, eftir að ákvörðun var tekin um að skjóta fjölda hunda sem biðu þess að komast í dýraathvarf. Ástæðan virðist vera hræðsla embættismanna sveitarfélagsins við útbreiðslu Covid-19. 23.8.2021 10:35
Veikur skipverji sóttur með þyrlu Gæslunnar Laust fyrir átta í morgun var óskað eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar vegna veikinda skipverja á skipi sem statt er rúmar 20 sjómílur austur af Vattarnesi. 23.8.2021 10:35
Þú getur nálgast niðurstöðu um smitið áður en símtalið berst Undanfarinn mánuð hafa á bilinu eitt þúsund til sex þúsund manns farið í sýnatöku vegna einkenna eða sóttkvíar hjá heilsugæslum víða um land. Biðin eftir niðurstöðu getur reynst mörgum löng. Þeir sem reynast smitaðir eiga möguleika á að vita niðurstöðuna nokkru áður en símtalið berst frá göngudeild Landspítalans. 23.8.2021 10:30
Talíbanar segja ekki koma til greina að fresta brottför erlendra hersveita Talibanar segja ekki koma til greina að framlengja þann frest sem allt herlið NATO þjóða hefur að vera hverfa á brott frá Afganistan, það er til 31. ágúst, eða á þriðjudag í næstu viku. 23.8.2021 09:49
Örvunarskammtar draga verulega úr smithættu í Ísrael Þriðji skammturinn af bóluefni Pfizer dró verulega úr líkum á smiti og alvarlegum veikindum hjá sextugu fólki og eldra borið saman við þá sem fengu tvo skammta samkvæmt upplýsingum ísraelskra heilbrigðisyfirvalda. 23.8.2021 09:14
Framlög til mannúðaraðstoðar vegna stöðunnar í Afganistan Sameinuðu þjóðirnar hafa ítrekað mikilvægi þess að mannúðaraðgerðir haldi áfram í landinu 23.8.2021 09:03
Vestrænt herlið í skotbardaga við flugvöllinn í Kabúl Til skotbardaga kom á milli óþekktra vígamanna annars vegar og vestrænnra og afganskra hersveita hins vegar við flugvöllinn í Kabúl í morgun. Einn afganskur öryggisvörðu er sagður liggja í valnum en þrír aðrir særðust. 23.8.2021 08:39
Ákvörðunin um að yfirgefa Afganistan byggð á „hálfvitalegum“ pólitískum frasa Ákvörðun Bandaríkjamanna um að yfirgefa Afganistan var röng og drifin af „hálfvitalegum“ pólitískum frasa um að binda enda á svokölluð „eilífðarstríð“ (e. forever wars). Þetta segir Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands. 23.8.2021 08:24
Líst ekki vel á sjálfsprófin Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur lýst efasemdum um ágæti svokallaðra sjálfsprófa sem verkfæri í baráttunni við kórónuveiruna. Hann segist hafa séð margar rannsóknir á þessum prófum og því miður sé næmið á þeim ekki nógu gott. 23.8.2021 08:24
Þúsundir án rafmagns og milljónir í viðbragðsstöðu Rúmlega 120 þúsund heimili í norðausturhluta Bandaríkjanna eru án rafmagns eftir að hitabeltisstormurinn Henri gekk yfir Rhode Island. 23.8.2021 07:43
Skilar líklega tillögum sínum varðandi móttöku flóttamanna í dag Flóttamannanefnd hyggst að öllum líkindum skila minnisblaði með tillögum sínum varðandi móttöku flóttamanna frá Afganistan til Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, í dag. 23.8.2021 07:38
Útgöngubann í aðdraganda heimsóknar Kamölu Harris Yfirvöld í Víetnam hafa sett á útgöngubann í ákveðnum hverfum í Ho Chi Minh, höfuðborg landsins, frá og með deginum í dag, degi áður en Kamala Harris varaforseti Bandaríkjanna kemur þangað í tveggja daga opinbera heimsókn. 23.8.2021 07:34
Starfsmaður Hringekjunnar smitaður Verslunin Hringekjan í Þórunnartúni í Reykjavík verður lokuð í dag eftir að starfsmaður verslunarinnar greindist smitaður af kórónuveirunni. 23.8.2021 07:23
Aflífun 154 katta vekur sorg og reiði í Taívan Mikil reiði greip um sig á samfélagsmiðlum í Taívan eftir að yfirvöld greindu frá því að 154 kettir hefðu verið aflífaðir eftir að þeir fundust á fiskibát. Um var að ræða hreinræktaða ketti sem smygla átti inn í landið. 23.8.2021 07:20
Spáð hvössum vindstrengjum við fjöll á Snæfellsnesi Spáð er hvössum vindstrengjum við fjöll á norðanverðu Snæfellsnesi í kvöld sem getur verið varasamt fyrir ökutæki sem eru viðkvæm fyrir vindi. 23.8.2021 07:07
Myndband: Porsche Taycan 4S Cross Turismo fer frá 0-248 km/klst Porsche Taycan 4S Cross Turismo er fjórhjóladrifinn rafbíll sem hefur 93,4 kWh drifrafhlöðu. Hann er rétt rúmlega fjórar sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km/klst. Bíllinn fór frá kyrrstöðu í 200 km/klst á tæpum 13 sekúndum. 23.8.2021 07:01
Gripið til aðgerða til að flýta brottflutningi fólks Joe Biden forseti Bandaríkjanna segir að gripið hafi verið til aðgerða til að flýta flutningi flóttafólks frá Afganistan og hafi bandarískar hersveitir útvíkkað öryggissvæði í kring um flugvöllinn í Kabúl í því augnamiði. 23.8.2021 06:36
Bólusetningar barna hefjast í Laugardalshöll Bólusetningar barna á aldrinum 12 til 15 ára hefjast í Laugardalshöll í dag en áætlað er að um 10 þúsund börn á höfuðborgarsvæðinu verði bólusett þar í dag og á morgun. 23.8.2021 06:30
Finnst koma til greina að ríkið dreifi sjálfsprófum á heimili Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, ber því hraðprófafyrirkomulagi vel söguna sem ríkisstjórnin skoðar hvort hægt sé að taka upp á Íslandi til að leyfa stærri samkomur. Hann mætti í veislu í gær þar sem allir veislugestir voru skimaðir fyrir Covid-19 með hraðprófum áður en þeir fengu að fara inn í veislusalinn. 22.8.2021 23:45
Gætu boðað til verkfalls á mánudag Ekki náðist sátt um vinnutíma flugumferðarstjóra á sáttafundi félags þeirra og Isavia hjá ríkissáttasemjara í dag. Félag íslenskra flugumferðarstjóra hefur út mánudaginn til að boða til verkfalls sem félagsmenn hafa þegar samþykkt að fara í. 22.8.2021 22:52
Minnst 22 látnir eftir flóð í Tennessee Minnst 22 hafa látist í flóðum eftir fordæmalausar rigningar í Humphrey-sýslu í miðju Tennessee-fylki í Bandaríkjunum. Margra er enn saknað en flóðin fóru víða yfir vegi og felldu síma- og fjarskiptamöstur í gær. Í mörgum tilfellum hefur fólk því ekki náð sambandi við ástvini sína til að athuga hvort sé í lagi með þá. 22.8.2021 22:12
Hleyptu af skotum fyrir utan flugvöllinn Hermenn Talibana beittu valdi og skutu skotum úr rifflum sínum upp í loft til að ná stjórn á aðstæðum við flugvöllinn í Kabúl í dag. Þúsundir Afgana reyna að komast úr landi í gegn um völlinn til að flýja undan stjórn Talibana sem náðu völdum í Afganistan í byrjun vikunnar. 22.8.2021 20:14
Á um 15 þúsund servíettur í Vestmannaeyjum Eygló Ingólfsdóttir í Vestmannaeyjum eru mögnuð kona, sem hefur gaman af allskonar söfnunum en hún á til dæmis fimmtán þúsund servíettur og engin þeirra er eins. Þá hefur Eygló gaman af allskonar handverki. 22.8.2021 20:06
Framtakssamir krakkar reka sjoppur í kofum í Úlfarsárdal Framtakssamir krakkar reka nú sjoppur í kofum í Úlfarsárdal. Þar má finna kaupmenn á hverju horni en hátt í tíu sjoppur hafa risið á síðustu dögum og þéna krakkarnir vel á sölunni. 22.8.2021 20:00
Borgin hefur lofað að drengurinn fái pláss í skóla Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar hefur fullvissað móður tólf ára drengs með þroskahömlun, sem hafði verið synjað um skólavist, að hann fái pláss í Brúarskóla. Móðir hans er viss um að málinu hefði ekki verið reddað á sunnudegi nema vegna þess að fjallað var um það í fjölmiðlum. 22.8.2021 19:09
Börn leitað til umboðsmanns vegna bólusetningar Börn hafa leitað til embættis umboðsmanns barna vegna bólusetninga sem hefjast á morgun. Umboðsmaður leggur áherslu á að börn og foreldrar gefi sér tíma til þess að ræða ávinning og áhættu bólusetninga til þess að unnt sé að taka upplýsta ákvörðun. 22.8.2021 18:46
Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Börn hafa leitað til umboðsmanns barna vegna skipulagðra bólusetninga sem hefjast í Laugardalshöll á morgun. Umboðsmaður segir brýnt að þau geti tekið upplýsta ákvörðun um bólusetningar. 22.8.2021 18:01
Varar við höfuðböndum eftir að sex vikna barn kafnaði næstum Sex vikna gömul stúlka kafnaði næstum því á dögunum eftir að höfuðband rann niður af höfði hennar og fyrir vitin. Hjúkrunarfræðingur segir þetta ekki einsdæmi og varar sterklega við því að foreldrar noti slík bönd á ungbörn. 22.8.2021 16:51
Íslensk fjölskylda fékk far með Dönum frá Afganistan Íslendingar voru meðal þeirra sem flugu á vegum danskra stjórnvalda frá Islamabad í Pakistan til Kaupmannahafnar í morgun. Utanríkisráðherra Danmerkur greindi frá þessu á Twitter fyrr í dag. 22.8.2021 16:04
Formaður sjúkrahússlækna segir ráðherrum að hætta að hlusta á forstjórann Theódór Skúli Sigurðsson, formaður sjúkrahússlækna, segir af og frá að mönnunarvandi sé eina vandamál Landspítalans en ekki fjármögnun. Það megi álykta af orðum ráðherra eftir fund með forstjóra Landspítalans. Theódór segir að sparnaðaraðgerðir hafi gengið svo langt að heilbrigðisstarfsmenn hafi hreinlega átt að hætta að hjúkra og lækna. Markmiðið væri að spara. 22.8.2021 15:31
Fær loksins að heita Kona Mannanafnanefnd samþykkti nýverið kvenkynseiginnafnið Kona og hefur það verið fært á mannanafnaskrá. Áður hafði nafninu verið hafnað með þeim rökum að það bryti í bága við íslenskt málkerfi en farið var fram á endurupptöku. 22.8.2021 15:00