Bílar

Myndband: Porsche Taycan 4S Cross Turismo fer frá 0-248 km/klst

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Porsche Taycan 4S Cross Turismo.
Porsche Taycan 4S Cross Turismo.

Porsche Taycan 4S Cross Turismo er fjórhjóladrifinn rafbíll sem hefur 93,4 kWh drifrafhlöðu. Hann er rétt rúmlega fjórar sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km/klst. Bíllinn fór frá kyrrstöðu í 200 km/klst á tæpum 13 sekúndum.

Þessar niðurstöður eru frá AutoTopNL og boða gott fyrir bílinn en auðvitað geta vellauðugir viðskiptavinir valið að kaupa sér Turbo eða Turbo S. Turbo S útgáfan af Taycan fer úr núll í hundrað á 2,9 sekúndum.

Þess má geta að hljóðið sem heyrist í myndbandinu er framleitt af bílnum, en er ekki raunverulega nauðsynlegt, gervihljóð sem sagt. Hljóðið er lagt ofan á raunverulegt hljóð bílsins og rafmótorsins.

Porsche Taycan 4S Cross Turismo á malarvegi.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×