Fleiri fréttir

Telja ekki að árásin á þinghúsið hafi verið þaulskipulögð

Fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar segjast hafa fundið fáar vísbendingar um að árás hóps stuðningsmanna Donalds Trump á bandaríska þinghúsið í janúar hafi verið skipulögð til þess að snúa við úrslitum forsetakosninganna í nóvember.

Skutu fjölda hunda á leið í athvarf

Eftirlitsstofnun sveitarfélaga í Ástralíu rannsakar nú lítið sveitarfélag þar í landi, eftir að ákvörðun var tekin um að skjóta fjölda hunda sem biðu þess að komast í dýraathvarf. Ástæðan virðist vera hræðsla embættismanna sveitarfélagsins við útbreiðslu Covid-19.

Þú getur nálgast niðurstöðu um smitið áður en símtalið berst

Undanfarinn mánuð hafa á bilinu eitt þúsund til sex þúsund manns farið í sýnatöku vegna einkenna eða sóttkvíar hjá heilsugæslum víða um land. Biðin eftir niðurstöðu getur reynst mörgum löng. Þeir sem reynast smitaðir eiga möguleika á að vita niðurstöðuna nokkru áður en símtalið berst frá göngudeild Landspítalans.

Örvunarskammtar draga verulega úr smithættu í Ísrael

Þriðji skammturinn af bóluefni Pfizer dró verulega úr líkum á smiti og alvarlegum veikindum hjá sextugu fólki og eldra borið saman við þá sem fengu tvo skammta samkvæmt upplýsingum ísraelskra heilbrigðisyfirvalda.

Vestrænt herlið í skotbardaga við flugvöllinn í Kabúl

Til skotbardaga kom á milli óþekktra vígamanna annars vegar og vestrænnra og afganskra hersveita hins vegar við flugvöllinn í Kabúl í morgun. Einn afganskur öryggisvörðu er sagður liggja í valnum en þrír aðrir særðust.

Líst ekki vel á sjálfs­prófin

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur lýst efasemdum um ágæti svokallaðra sjálfsprófa sem verkfæri í baráttunni við kórónuveiruna. Hann segist hafa séð margar rannsóknir á þessum prófum og því miður sé næmið á þeim ekki nógu gott.

Útgöngubann í aðdraganda heimsóknar Kamölu Harris

Yfirvöld í Víetnam hafa sett á útgöngubann í ákveðnum hverfum í Ho Chi Minh, höfuðborg landsins, frá og með deginum í dag, degi áður en Kamala Harris varaforseti Bandaríkjanna kemur þangað í tveggja daga opinbera heimsókn.

Starfs­maður Hring­ekjunnar smitaður

Verslunin Hringekjan í Þórunnartúni í Reykjavík verður lokuð í dag eftir að starfsmaður verslunarinnar greindist smitaður af kórónuveirunni.

Aflífun 154 katta vekur sorg og reiði í Taívan

Mikil reiði greip um sig á samfélagsmiðlum í Taívan eftir að yfirvöld greindu frá því að 154 kettir hefðu verið aflífaðir eftir að þeir fundust á fiskibát. Um var að ræða hreinræktaða ketti sem smygla átti inn í landið.

Gripið til aðgerða til að flýta brottflutningi fólks

Joe Biden forseti Bandaríkjanna segir að gripið hafi verið til aðgerða til að flýta flutningi flóttafólks frá Afganistan og hafi bandarískar hersveitir útvíkkað öryggissvæði í kring um flugvöllinn í Kabúl í því augnamiði.

Bólusetningar barna hefjast í Laugardalshöll

Bólusetningar barna á aldrinum 12 til 15 ára hefjast í Laugardalshöll í dag en áætlað er að um 10 þúsund börn á höfuðborgarsvæðinu verði bólusett þar í dag og á morgun.

Finnst koma til greina að ríkið dreifi sjálfs­prófum á heimili

Sigurður Ingi Jóhanns­son, sam­göngu- og sveita­stjórnar­ráð­herra, ber því hrað­prófa­fyrir­komu­lagi vel söguna sem ríkis­stjórnin skoðar hvort hægt sé að taka upp á Ís­landi til að leyfa stærri sam­komur. Hann mætti í veislu í gær þar sem allir veislu­gestir voru skimaðir fyrir Co­vid-19 með hrað­prófum áður en þeir fengu að fara inn í veislu­salinn.

Gætu boðað til verk­falls á mánudag

Ekki náðist sátt um vinnu­tíma flug­um­ferðar­stjóra á sátta­fundi fé­lags þeirra og Isavia hjá ríkis­sátta­semjara í dag. Fé­lag ís­lenskra flug­um­ferðar­stjóra hefur út mánu­daginn til að boða til verk­falls sem fé­lags­menn hafa þegar sam­þykkt að fara í.

Minnst 22 látnir eftir flóð í Tennes­see

Minnst 22 hafa látist í flóðum eftir for­dæma­lausar rigningar í Hump­hrey-sýslu í miðju Tennes­see-fylki í Banda­ríkjunum. Margra er enn saknað en flóðin fóru víða yfir vegi og felldu síma- og fjar­skipta­möstur í gær. Í mörgum til­fellum hefur fólk því ekki náð sam­bandi við ást­vini sína til að at­huga hvort sé í lagi með þá.

Hleyptu af skotum fyrir utan flugvöllinn

Her­menn Tali­bana beittu valdi og skutu skotum úr rifflum sínum upp í loft til að ná stjórn á að­stæðum við flug­völlinn í Kabúl í dag. Þúsundir Af­gana reyna að komast úr landi í gegn um völlinn til að flýja undan stjórn Tali­bana sem náðu völdum í Afgan­istan í byrjun vikunnar.

Á um 15 þúsund servíettur í Vestmannaeyjum

Eygló Ingólfsdóttir í Vestmannaeyjum eru mögnuð kona, sem hefur gaman af allskonar söfnunum en hún á til dæmis fimmtán þúsund servíettur og engin þeirra er eins. Þá hefur Eygló gaman af allskonar handverki.

Borgin hefur lofað að drengurinn fái pláss í skóla

Skóla- og frí­stunda­svið Reykja­víkur­borgar hefur full­vissað móður tólf ára drengs með þroska­hömlun, sem hafði verið synjað um skóla­vist, að hann fái pláss í Brúar­skóla. Móðir hans er viss um að málinu hefði ekki verið reddað á sunnu­degi nema vegna þess að fjallað var um það í fjöl­miðlum.

Börn leitað til umboðsmanns vegna bólusetningar

Börn hafa leitað til embættis umboðsmanns barna vegna bólusetninga sem hefjast á morgun. Umboðsmaður leggur áherslu á að börn og foreldrar gefi sér tíma til þess að ræða ávinning og áhættu bólusetninga til þess að unnt sé að taka upplýsta ákvörðun.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Börn hafa leitað til umboðsmanns barna vegna skipulagðra bólusetninga sem hefjast í Laugardalshöll á morgun. Umboðsmaður segir brýnt að þau geti tekið upplýsta ákvörðun um bólusetningar.

Formaður sjúkrahússlækna segir ráðherrum að hætta að hlusta á forstjórann

Theódór Skúli Sigurðsson, formaður sjúkrahússlækna, segir af og frá að mönnunarvandi sé eina vandamál Landspítalans en ekki fjármögnun.  Það megi álykta af orðum ráðherra eftir fund með forstjóra Landspítalans. Theódór segir að sparnaðaraðgerðir hafi gengið svo langt að heilbrigðisstarfsmenn hafi hreinlega átt að hætta að hjúkra og lækna. Markmiðið væri að spara.

Fær loksins að heita Kona

Mannanafnanefnd samþykkti nýverið kvenkynseiginnafnið Kona og hefur það verið fært á mannanafnaskrá. Áður hafði nafninu verið hafnað með þeim rökum að það bryti í bága við íslenskt málkerfi en farið var fram á endurupptöku.

Um 50 Íslendingar eru að læra dýralækningar

Um 50 íslenskir nemendur eru nú erlendis að læra dýralækningar, enda segir formaður Dýralækningafélags Íslands að starfið sé mjög skemmtilegt og gefandi þó álagið geti verið mikið.

Fjölgar um tvo á Landspítalanum

Nú liggja 24 sjúklingar inni á Landspítalanum vegna Covid-19 og hefur þeim fjölgað um tvo frá því í gær. Þar af liggja sjö á gjörgæsludeild og eru þrír þeirra óbólusettir. Fimm eru í öndunarvél. Sjö af sautján sjúklingum á bráðalegudeildum eru óbólusettir. Fjöldi á gjörgæslu og í öndunarvél stendur í stað milli daga. 

Ekki stefnan að selja moltu úr Gaju

Stjórnarformaður Sorpu hafnar því að ný gas- og jarðgerðarstöð borgi sig ekki. Kostnaður við gerð hennar hafi farið fram úr áætlunum en hún borgi sig margfalt umhverfislega séð.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Reiknað er með að yfir tíu þúsund börn verði bólusett í Laugardalshöll á morgun og hinn. Við ræðum við framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins um það sem foreldrar og börn mega búast við næstu daga. 

Hættir sem forsætisráðherra og formaður

Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar hyggst segja af sér embætti sem forsætisráðherra og sem formaður Jafnaðarmannaflokksins í haust. Þetta tilkynnti Löfven í ávarpi nú fyrir hádegi. 

54 greindust smitaðir af veirunni innan­lands

Að minnsta kosti 54 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Það eru töluvert færri en í gær, þegar 71 greindist smitaður. 33 af þeim sem greindust eru fullbólusettir og 21 óbólusettur.

Stýrislæsing var enn á vélinni sem steyptist til jarðar

Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur að flugmaður sem lést í banaslysi á Rangárvöllum sumarið 2019 hafi ekki framkvæmt nógu vandaða skoðun á vélinni fyrir flugtak og ekki gætt að því að stýrislæsing var á. Sætisbelti hafi verið notað sem stýrislæsing í vélinni sem samræmist ekki formlegum verkferlum eða gátlista vélarinnar.

Hræðast að íslamska ríkið ráðist á flug­völlinn í Kabúl

Bandaríkin hafa varað ríkisborgara sína við því að vera í nálægð við alþjóðaflugvöllinn í Kabúl. Þau hræðast nú að armur hryðjuverkasamtakanna, sem kenna sig við íslamskt ríki, í Afganistan beini spjótum sínum að flugvellinum.

Lengsti vegur Grænlands kominn í sextíu kílómetra

Mynd er farin að koma á nýja veginn milli Kangerlussuaq og Sisimiut sem ætlað er að verða lengsti þjóðvegur Grænlands. Búið er að leggja um það bil 60 kílómetra eða yfir þriðjung af 170 kílómetrum. Framkvæmdir halda áfram til loka september en þá verður gert hlé yfir veturinn.

Minnst átta látnir vegna felli­byls í Mexíkó

Minnst átta hafa látist svo vitað sé í fellibylnum Grace í austurhluta Mexíkó. Miklar hitabeltisrigningar og vindar hafa orðið til þess að víða er rafmagnslaust og flóð eru víða.

Sjá næstu 50 fréttir