Fleiri fréttir

Hand­leggs­brotinn eftir að hafa verið laminn með kylfum

Ráðist var á einstakling í miðborg Reykjavíkur og hann laminn með kylfum. Að sögn lögreglu er árásarþoli handleggsbrotinn og var hann fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Árásarmennirnir voru farnir af vettvangi þegar lögregla kom á staðinn og er þeirra leitað.

Mælt með að annað for­eldrið fari með barni í sótt­kví

Full­bólu­settir for­eldrar barna sem lenda í sótt­kví þurfa strangt til tekið ekki að fara í sótt­kví með þeim. Þeir mættu þó ekki um­gangast barnið eða vera í ná­vígi við það á meðan það tekur út sótt­kví sína.

Þjóðvegarykið að hverfa af norðausturhringnum

Íbúar norðausturhornsins fagna um þessar mundir stórum áfanga í lagningu bundins slitlags um Langanesströnd milli Þórshafnar og Bakkafjarðar. Núna vantar malbik á aðeins sex kílómetra bút til að klára norðausturhringinn.

Greiddu mútur svo R. Kel­ly gæti gifst 15 ára stúlku

Fyrr­verandi tón­leika­skipu­leggjandi söngvarans R. Kel­ly viður­kenndi fyrir rétti í gær að hann hefði mútað opin­berum starfs­manni til að falsa skil­ríki söng­konunnar Aali­yah þegar hún var 15 ára svo Kel­ly gæti gifst henni. Þau töldu þá að hún væri orðin ó­létt eftir hann.

Mælirinn fullur hjá drottningu: Vill höfða meið­yrða­mál gegn Harry og Meg­han

Elísa­bet Eng­lands­drottning hefur skipað starfs­mönnum hallarinnar að hefja undir­búning á mála­ferlum við her­toga­hjónin af Sus­sex, þau Harry Breta­prins og Meg­han Mark­le. Hún hefur fengið nóg af um­mælum þeirra um sig og konungs­fjöl­skylduna í við­tölum við fjöl­miðla vestan­hafs þar sem hjónin búa nú.

Hraun rennur aftur í Nátt­haga en langt í Suður­­stranda­rveg

Hraun er nú farið að renna niður í Nátt­haga úr eldstöðinni við Fagradalsfjall á ný. Þetta er í fyrsta skipti sem sjáan­legt rennsli er niður í dalinn síðan í lok júní. Hraunið á að renna yfir Suður­strandar­veg fljót­lega eftir að Nátt­haginn fyllist af hrauni en að sögn náttúru­vá­r­sér­fræðings hjá Veður­stofu Ís­lands eru margar vikur eða mánuðir í að það gerist, miðað við kraftinn í gosinu núna.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Færri nemendur munu þurfa í sóttkví en áður með nýjum reglum. Almannarnir harma mistök sem leiddu til þess að foreldrar voru ranglega skikkaðir í sóttkví.

Dæmd fyrir haturs­glæp fyrir að keyra á tvö þel­dökk börn

Kona frá Iowa hefur verið dæmd í 25 ára fangelsi fyrir að hafa framið hatursglæp. Konan gerðist sek um tilraun til manndráps gegn tveimur börnum af afrískum eða miðausturlenskum uppruna með því að keyra á þau viljandi. Konan hélt að börnin væru frá Mexíkó.

Blómstrandi atvinnulíf á Suðurlandi

Atvinnuástand á Suðurlandi hefur sjaldan eða aldrei verið eins gott og um þessar mundir. Víða vantar þó fólk til starfa eins og í ferðaþjónustu og við byggingaframkvæmdir.

Aðal­fundur Pírata

Aðalfundur Pírata í aðdraganda kosninga fer fram um helgina. Fundurinn hefst klukkan 13 í dag og lýkur klukkan 16:40 á morgun, sunnudag.

Slegist um hjálpar­gögn á Haítí

Vika er liðin frá því að öflugur jarðskjálfti skall á Haítí og hækkar tala látinna og slasaðra dag frá degi. Mikil ólga ríkir í landinu og dæmi um að örvæntingarfullir íbúar berjist um þær litlu neyðarbirgðir sem eru til skiptanna.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Þingmaður veltir því fyrir sér hversu mikil breyting verði á reglum um sóttkví í reynd. Ráðuneytið heldur þétt að sér spilunum um nýja reglugerð. Mikil óvissa hefur ríkt meðal almennings um nýjar reglur um sóttkví.

71 greindist smitaður af veirunni í gær

Að minnsta kosti 71 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. 37 af þeim sem greindust eru fullbólusettir, tveir hálfbólusettir og 31 óbólusettir. 36 þeirra voru í sóttkví og 35 utan sóttkvíar. 

Styrmir Gunnars­son er látinn

Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, er látinn 83 ára að aldri. Óhætt er að segja að þar sé genginn einn áhrifamesti fjölmiðlamaður okkar Íslendinga. Styrmir var þungavigtarmaður í þjóðmálaumræðunni um áratuga skeið, öflugur álitsgjafi og greinandi allt þar til undir það síðasta.

Hoppaði á þaki bifreiða og olli skemmdum

Einstaklingur var handtekinn skömmu fyrir tvö í nótt eftir að hafa hoppað á þaki tveggja bifreiða í miðbæ Reykjavíkur og valdið skemmdum. Einstaklingurinn er sagður hafa verið í annarlegu ástandi og var hann vistaður í fangaklefa.

Óviðunandi staða í málefnum Fossvogsskóla

Menntamálaráðherra segir að stöðuna í málefnum Fossvogsskóla vera óviðunandi. Óvissa ríkir enn um til­hög­un skóla­halds á næstu vik­um en kennsla á að hefjast næsta mánu­dag­.

Bongó á Norður- og Austurlandi í næstu viku

Spáð er allhvassri austanátt syðst á landinu í dag en annars mun hægari vindi. Bjart veður verður norðaustan- og austanlands með hita að 18 til 20 stigum, en skýjað í öðrum landshlutum og fer að rigna seinni partinn, fyrst sunnantil.

Kia EV6 dregur 528 km

Kia EV6 rafbíll mun hafa allt að 528 km drægni samkvæmt WLTP staðli. Þetta er enn meiri drægni en búist var við en upphaflega átti rafbíllinn að draga 510 km á rafhlöðunni. Nú er ljóst að það bætist við drægnina sem eru sannarlega góðar fréttir fyrir væntanlega kaupendur sem búast má við að verði margir enda er mikil eftirvænting eftir bílnum sem er þegar kominn í forsölu hjá Bílaumboðinu Öskju.

Vill að al­manna­varnir biðji for­eldra af­sökunar

Faðir stúlku á leikskóla, sem lenti í sóttkví eftir að smit kom upp hjá starfsmanni skólans, segir að almannavarnir hafi ranglega sent fullbólusetta foreldra barna skólans í sóttkví. Hann áttaði sig á því í gær að það stangaðist á við leiðbeiningar sóttvarnalæknis og þegar hann benti almannavörnum á það var honum sagt að hann þyrfti aðeins að vera í svokallaðri smitgát.

Ný bílastæði stytta göngu á útsýnisstaði á eldgosið

Þeir sem vilja ganga að eldstöðinni í Fagradalsfjalli hafa núna möguleika á að stytta gönguna með því að nýta sér ný bílastæði sem tekin hafa verið í notkun. Þá er í bígerð að lagfæra vinsælustu gönguleiðina upp á Langahrygg til að draga úr slysahættu.

Leita leiða til að hafa opið lengur í bænum

Ás­laug Arna Sigur­björns­dóttir dóms­mála­ráð­herra fundaði í dag með Sam­tökum fyrir­tækja í veitinga­rekstri (SVEIT), sem hafa lýst yfir mikilli ó­á­nægju með fram­tíðar­sýn sótt­varna­læknis. Hún ætlar að ræða hugmyndir að lausnum við ríkisstjórnina sem komu fram á fundinum til að hafa opið lengur í bænum.

Færu á hausinn ef klámið yrði í alvöru bannað

Íslendingar sem framleiða klámefni á vefþjónustunni OnlyFans taka fregnum af klámbanni miðilsins með jafnaðargeði. Þeir telja tilkynninguna sölubrellu frekar en grundvallarbreytingu á starfseminni.

Tekur ekki í mál að kenna frammi á gangi

Kennari í þriðja bekk í Foss­vogs­skóla tekur það ekki í mál að kenna börnum frammi á gangi í tengi­byggingu Víkings­heimilisins. Hún kveðst þó meira en til­búin til að kenna í hús­næði Hjálp­ræðis­hersins, sem bauð Reykja­víkur­borg af­not af byggingunni undir skóla­starfið í dag, og er bjartsýn á næstu vikur.

„Við vonum að þessir fundir gefi tóninn“

Fyrsti upplýsingafundur ungra umhverfissinna um stöðu loftslagsmála var haldin í Norræna húsinu í dag. Kallað er eftir því að gripið verði til víðtækra aðgerða strax og að yfirvöld lýsi yfir neyðarástandi í loftslagsmálum.

Um tíu konur kvarta til landlæknis og krefjast bóta

Lögmaður hefur kvartað til landlæknis og gert bótakröfu fyrir hönd hátt í tíu kvenna sem telja sig hafa orðið fyrir vanrækslu í tengslum við skimun eða sérskoðun á brjóstum. Einni konunni var synjað um læknisþjónustu vegna Covid og greindist síðar með brjóstakrabbamein og meinvörp, að sögn lögmanns.

For­eldrar fá þrjá val­­kosti frá borginni

Reykja­víkur­borg hefur gefið for­eldrum barna í 2. til 4. bekk í Foss­vogs­skóla þrjá val­mögu­leika í von um að leysa þann hús­næðis­vanda sem þar er kominn upp. For­eldrar lýstu í gær yfir ó­á­nægju sinni með borgina eftir að í ljós kom að kenna átti börnunum í tengi­byggingu Víkings­heimilisins, meðal annars frammi á gangi, fyrstu vikur skóla­ársins. Þeim þótti þetta með öllu ótæk ráð­stöfun.

Sjá næstu 50 fréttir