Fleiri fréttir Eldgosið tók við sér á ný eftir sjö stunda hlé Eldgígurinn í Fagradalsfjalli tók aftur við sér um miðnætti eftir stutt hlé. Þetta sýna jarðskjálftamælar Veðurstofunnar. Einnig hefur sést í jarðeld á vefmyndavélum þótt þoka hafi að mestu byrgt sýn í nótt. 18.7.2021 06:09 LungA að ná hápunkti sínum: Treystir því að gestirnir verði þægir Listahátíðin LungA á Seyðisfirði nær hápunkti sínum í kvöld og nótt þegar uppskeruhátíð hennar fer fram. Ball er haldið í félagsheimilinu Herðubreið þar sem nokkrar af vinsælustu hljómsveitum landsins koma fram. 17.7.2021 23:53 Gosvirkni aftur fallin niður í Fagradalsfjalli Eldstöðin í Fagradalsfjalli virðist aftur lögst í dvala eftir sólarhrings goshrinu. Jarðskjálftamælar Veðurstofunnar sýna að gosvirkni féll niður síðdegis. 17.7.2021 23:06 Þrennt lést í flugslysi í Þýskalandi Lítil flugvél brotlenti í Baden-Württemberg í Þýskalandi í dag. Í vélinni voru þrjár manneskjur sem létust allar. 17.7.2021 22:36 Líf og fjör um allt land Líf og fjör er í öllum landshlutum um helgina. Ögurhátíðin í Ísafjarðardjúpi nær hámarki með Ögurballi í kvöld, þar sem boðið verður upp á rabbarbaragraut með rjóma í danspásum. 17.7.2021 21:47 Héldu að þau yrðu örugg á Íslandi en eiginmaðurinn smitaðist samt Farþegi skemmtiferðaskipsins Viking Sky hefur ekki hugmynd um hvar eiginmaður hennar, einnig farþegi á skipinu, smitaðist af kórónuveirunni. Hún lætur vel af Íslandsdvölinni þrátt fyrir allt. Aðrir gestir farsóttarhússins taka í sama streng. 17.7.2021 20:00 Rússnesk kosning í Sýrlandi Bashar al-Assad sór embættiseið sem forseti Sýrlands í fjórða sinn í dag. Hann hlaut 95 prósent atkvæða. Erlend stjórnvöld efast um gildi kosninganna. 17.7.2021 19:21 Reikna með yfir fjögur hundruð í sóttkví eftir daginn Almannavarnir reikna með því að yfir fjögur hundruð manns verði komnir í sóttkví eftir daginn í dag. Þá hefur ekki tekist að tengja þá sem greindust með kórónuveiruna í gær við eldri smit, samkvæmt upplýsingum frá Hjördísi Guðmundsdóttur samskiptastjóra almannavarna. Það sé áhyggjuefni. 17.7.2021 19:07 Hent berbrjósta upp úr Sky Lagoon: „Ég er alltaf ber að ofan í sundi“ Diljá Sigurðardóttur var vísað upp úr Sky Lagoon í dag fyrir að vera ber að ofan. Hún segir starfsfólk lónsins mismuna fólki eftir kyni. 17.7.2021 18:02 Rannsaka möguleg tilfelli „Havana-heilkennis“ í Austurríki Bandarísk stjórnvöld rannsaka nú röð heilsufarstengdra atvika hjá erindrekum sínum í Vín, höfuðborg Austurríkis, og öðru starfsfólki á vegum utanríkisþjónustu Bandaríkjanna þar. 17.7.2021 16:56 Sló met í sínu fyrsta Laugavegshlaupi Andrea Kolbeinsdóttir kom í mark fyrst kvenna í Laugavegshlaupinu í dag, á óopinbera tímanum 4:55:55. Með því sló hún brautarmet í kvennaflokki, en gamla metið var 5:00:37. 17.7.2021 15:45 Þétt umferð á milli Reykjavíkur og Selfoss Mikil umferðarteppa er á þjóðveginum úr Reykjavík og yfir Hellisheiði. Frá miðnætti hafa meira en sex þúsund bílar keyrt yfir Hellisheiðina og rúmlega sjö þúsund keyrt um Sandskeið á sama tíma. 17.7.2021 14:42 Banna drónaflug í námunda við bandarískt herskip í Reykjavík Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið að leggja bann við flugi dróna og annarra fjarstýrðra loftfara á tilteknu svæði vegna komu bandaríska herskipsins USS Roosevelt hingað til lands. Skipið mun leggjast að Skarfabakka í Sundahöfn. 17.7.2021 14:26 Virknin komin á fullt eftir sólarhringshlé Púlsavirkni í eldgosinu við Fagradalsfjall er aftur komin á fullt eftir rúmlega sólarhrings goshlé nú fyrir helgi. Náttúruvársérfræðingur beinir því sérstaklega til fólks að fara ekki út á hraunið en talsvert hefur borið á slíku undanfarið. 17.7.2021 14:07 Andrew Douglas fyrstur í mark í Laugavegshlaupinu Breski hlauparinn Andrew Douglas kom fyrstur í mark í Laugavegshlaupinu á tímanum 4:10:38 nú um klukkan hálf tvö í dag. 17.7.2021 13:51 Heilbrigðisráðherra Bretlands smitaður af Covid Sajid Javid, heilbrigðisráðherra, hefur greinst smitaður af kórónuveirunni. Javid greinir frá þessu í myndbandi sem hann birti á Twitter, þar sem hann segist vera með væg einkenni Covid-19. 17.7.2021 13:45 Tónlist bönnuð á Mykonos vegna Covid Yfirvöld í Grikklandi tilkynntu í dag nýjar takmarkanir vagna kórónuveirufaraldursins. Takmarkanirnar eiga við grísku ferðamannaeyjuna Mykonos en þær fela í sér meðal annars bann við tónlist á veitingastöðum og krám. 17.7.2021 13:25 Segir samfélagsmiðla eiga þátt í „faraldri óbólusettra“ Joe Biden Bandaríkjaforseti segir að eini faraldurinn sem nú geisar í Bandaríkjunum sé faraldur kórónuveirunnar meðal samlanda hans sem ekki vilji láta bólusetja sig fyrir veirunni. Hann segir athæfi samfélagsmiðlarisa á borð við Facebook spila þar stórt hlutverk. 17.7.2021 13:24 Talsvert veikir í farsóttarhúsi þrátt fyrir bólusetningu Tólf greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, þar af sjö utan sóttkvíar. Mjög hefur fjölgað í farsóttarhúsi síðustu daga en á fjórða tug eru þar í einangrun vegna kórónuveirusmits. Forstöðumaður segir að fólkið sé talsvert veikt, þrátt fyrir bólusetningu. 17.7.2021 12:49 Afléttingar á Bretlandi eiga ekki við ferðalanga frá Frakklandi Frá og með næsta mánudegi munu fullbólusettir ferðamenn sem eru á leiðinni til Englands og Wales frá Frakklandi þurfa að fara í tíu daga sóttkví við komuna til landsins. Þetta gildir ekki um ferðalanga frá öðrum ríkjum en stjórnvöld hræðast að Beta-afbrigði veirunnar sé ónæmt fyrir bóluefninu. 17.7.2021 12:43 Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Tólf greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, sjö utan sóttkvíar. Mjög hefur fjölgað í farsóttarhúsi síðustu daga og fólk þar er talsvert veikt þrátt fyrir bólusetningu, að sögn forstöðumanns. Við fjöllum um stöðu faraldursins í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan tólf. 17.7.2021 11:50 Telja fyrrverandi starfsmann dómsmálaráðuneytisins hafa skipulagt morðið Lögregluyfirvöld í Kólumbíu telja að fyrrverandi starfsmaður dómsmálaráðuneytisins í Haítí hafi skipulagt og fyrirskipað morðið á Jovenel Moise, forseta Haítí. Moise var skotinn til bana í forsetahöllinni fyrir tíu dögum síðan af hópi árásarmanna. 17.7.2021 11:27 Tólf greindust með veiruna innanlands í gær Tólf greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Af þeim voru fimm í sóttkví en sjö utan sóttkvíar. 17.7.2021 10:54 Erlendir ferðamenn hasla sér völl á Akureyri Fjöldi erlendra ferðamanna á Akureyri þetta sumarið hefur aukist gífurlega miðað við síðasta sumar. Þetta segir bæði tjaldvörður á Akureyri og starfandi forstöðumaður Sundlaugarinnar á Akureyri. 17.7.2021 10:46 Ingó sendir sjötta kröfubréfið vegna nýrra ummæla Ingólfur Þórarinson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, hefur sent sjötta kröfubréfið vegna ummæla um hann á samfélags- eða fjölmiðlum. Þetta staðfestir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður Ingólfs í samskiptum við fréttastofu en Ríkisútvarpið greindi fyrst frá sendingu kröfunnar. Þá staðfestir Vilhjálmur að nýja krafan sé vegna ummæla sem birt voru eftir að fyrri kröfubréf voru send. 17.7.2021 10:17 Stefnir embættismönnum fyrir að hafa dreift myndbandi af morði dóttur sinnar Móðir sautján ára gamallar stúlku, sem var myrt árið 2019, hefur stefnt opinberum embættismönnum í New York fyrir að hafa deilt myndbandi, þar sem stúlkan sást stunda kynlíf og var síðar myrt, með fjölmiðlum. 17.7.2021 09:45 Biz Markie er látinn 57 ára að aldri Rapparinn Biz Markie er látinn, 57 ára að aldri. Markie var fæddur og uppalinn í New York og var þekktastur fyrir taktsmíði og framleiðslu. 17.7.2021 08:45 Björgunarsveitir í kapphlaupi við tímann: Hundruð enn saknað og keppst við að finna eftirlifendur Hundruð er enn saknað sem horfið hafa í flóðunum sem hafa riðið yfir vesturhluta Evrópu undanfarna daga. Meira en 150 hafa farist en björgunarsveitir vonast til þess að finna einhverja á lífi í rústunum sem vatnsflaumurinn hefur skilið eftir sig í Þýskalandi og Belgíu. 17.7.2021 08:18 Sólin lætur sjá sig í Reykjavík Svo virðist sem veðurguðirnir ætli að verða góðir við höfuðborgarbúa í dag en útlit er fyrir fyrsta sólardaginn í talsverðan tíma. Sólin hefur nær alveg fært sig á vestur- og suðurhorn landsins í dag, annað en verið hefur undanfarin misseri. 17.7.2021 07:54 „Hollywood-morðinginn“ dæmdur til dauða Maður sem myrti tvær konur, og fékk viðurnefnið Hollywood Ripper, í byrjun aldarinnar hefur verið dæmdur til dauða. Hann var sakfelldur fyrir morðin, og tilraun til morðs, árið 2019 en vegna faraldursins var uppkvaðningu refsingar frestað þar til nú. 17.7.2021 07:53 Mikill erill vegna slagsmála á djamminu Mikill erill var í miðbæ Reykjavíkur undir morgun og þurfti lögregla nokkrum sinnum að stíga inn í slagsmál sem brutust út fyrir utan skemmtistaði. Tvisvar var sjúkrabíll kallaður út að skemmtistað í nótt eftir að gestur datt og meiddi sig. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. 17.7.2021 07:14 Hafði upp á stærstum hluta þýfisins af sjálfsdáðum Gunnar Sean Eggertsson, vélfræðingur á Patreksfirði, dó ekki ráðalaus þegar BMW Alpina B-10 bíll hans frá árinu 1991 var strípaður í upphafi árs. Hann lagðist í mikla rannsóknarvinnu sem varð til þess að hann endurheimti stóran hluta þýfisins þótt þjófurinn hafi bíllykilinn enn í sínum fórum. Kom hann lögreglu á snoðir um það sem virkar sem umfangsmikinn þjófnað og útflutning á þýfi. 17.7.2021 07:01 Dæmdur fyrir morðið á þrettán ára syni sínum Mark Redwine var í dag dæmdur fyrir morðið Dylan Redwine, þrettán ára gömlum syni sínum. Dylan hvarf sporlaust árið 2012, skömmu eftir að hann hafði fundið myndir af föður sínum í kvenmannsnærfötum að borða saur upp úr bleyju. 16.7.2021 23:57 Alvarlegt ástand í Afríku: „Sökin er alfarið ríku landanna“ Ástandið vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar versnar sífellt í Afríku en í síðustu viku fjölgaði dauðsföllum um 43 prósent í heimsálfunni. Heilbrigðiskerfi margra ríkja eru að þrotum komin en ekkert útlit er fyrir að lát verði þar á. 16.7.2021 21:44 Eiffel-turninn opnaður á ný Einn allra vinsælasti ferðamannastaður Frakklands, Eiffel turninn í París, var opnaður að nýju í dag eftir níu mánaða lokun vegna kórónuveirufaraldursins. Turninn var opnaður þrátt fyrir að sóttvarnaraðgerðir hafi verið hertar nokkuð í vikunni vegna Delta-afbrigðisins. 16.7.2021 21:32 Telur þörf á úrræði fyrir þolendur utan réttarvörslukerfisins Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, telur að þörf gæti verið á einhvers konar borgaralegu úrræði fyrir þolendur vægari kynferðisbrota eða annarrar ámælisverðrar hegðunar. Margir þolendur veigri sér við að leita réttar síns og þeir sem það geri telji sig oft hlunnfarna þegar máli þeirra er lokið. 16.7.2021 20:46 Segir nauðsynlegt að stjórnvöld grípi til aðgerða á landamærum Yfirlæknir ónæmisfræðideildar á Landspítalanum segir nauðsynlegt að stjórnvöld grípi til aðgerða á landamærum vegna nýrrar stöðu í faraldri kórónuveirunnar hér á landi. Hann telur sterkar líkur á að fólk þurfi endurbólusetningu gegn nýjum afbrigðum á borð við hið bráðsmitandi delta afbrigði. 16.7.2021 19:30 Ómótstæðilegir hvolpar sem ekki hafa sést hér á landi áður Hundaheimurinn á Íslandi verður sífellt fjölbreyttari og fyrir skemmstu komu í heiminn fimm ómótstæðilegir hvolpar sem ekki hafa sést hér á landi áður. 16.7.2021 19:29 „Greinilega er maður ekki alveg hólpinn með bólusetningunni“ Eyjólfur Ásberg Halldórsson, sem hafði verið bólusettur gegn Covid-19, segist hafa fagnað of snemma en hann greindist með veiruna eftir að hann kom heim frá Spáni fyrr í mánuðinum. Hann hvetur fólk til að fara varlega áfram. 16.7.2021 18:43 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum okkar á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan hálf sjö segjum við frá því að sóttvarnalæknir ætlar að leggja það til að sóttvarnaaðgerðir verði hertar á landamærum á ný í ljósi fjölgunar tilfella síðustu daga. 16.7.2021 18:02 Tveir bílar skullu saman á Mývatnsöræfum Tveir bílar skullu saman á Mývatnsöræfum í dag. Átta munu hafa verið í bílunum en við fyrstu fregnir virðist slysið ekki hafa verið eins alvarlegt og talið var í fyrstu. 16.7.2021 16:34 „Kraftaverk“ að allir lifðu flugslysið af í Rússlandi Allir sem voru um borð í flugvél sem hvarf af ratsjám yfir Rússlandi í morgun lifðu af. Neyðarsendir flugvélarinnar fór í gang þegar henni var brotlent á akri í Síberíu. Það að þau átján sem voru um borð hafi öll lifað af og bara meitt sig lítillega hefur verið lýst sem kraftaverki. 16.7.2021 16:17 Smit um borð í Viking Jupiter og engum hleypt í land Eitt smit hefur verið staðfest um borð í skemmtiferðaskipinu Viking Jupiter sem liggur við höfn á Akureyri. 16.7.2021 15:53 Úthlutun styrkja til þróunarsamvinnuverkefna íslenskra félagasamtaka Fjórtán félagasamtök fá styrki frá utanríkisráðuneytinu. 16.7.2021 15:12 Uppnám innan Miðflokksins eftir að Þorsteinn neitaði að víkja Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Miðflokksins neitaði að beygja sig undir þau áform, sem honum höfðu verið kynnt, að vera ekki stillt upp sem oddvita flokksins í Reykjavík fyrir komandi alþingiskosningar. 16.7.2021 14:36 Sjá næstu 50 fréttir
Eldgosið tók við sér á ný eftir sjö stunda hlé Eldgígurinn í Fagradalsfjalli tók aftur við sér um miðnætti eftir stutt hlé. Þetta sýna jarðskjálftamælar Veðurstofunnar. Einnig hefur sést í jarðeld á vefmyndavélum þótt þoka hafi að mestu byrgt sýn í nótt. 18.7.2021 06:09
LungA að ná hápunkti sínum: Treystir því að gestirnir verði þægir Listahátíðin LungA á Seyðisfirði nær hápunkti sínum í kvöld og nótt þegar uppskeruhátíð hennar fer fram. Ball er haldið í félagsheimilinu Herðubreið þar sem nokkrar af vinsælustu hljómsveitum landsins koma fram. 17.7.2021 23:53
Gosvirkni aftur fallin niður í Fagradalsfjalli Eldstöðin í Fagradalsfjalli virðist aftur lögst í dvala eftir sólarhrings goshrinu. Jarðskjálftamælar Veðurstofunnar sýna að gosvirkni féll niður síðdegis. 17.7.2021 23:06
Þrennt lést í flugslysi í Þýskalandi Lítil flugvél brotlenti í Baden-Württemberg í Þýskalandi í dag. Í vélinni voru þrjár manneskjur sem létust allar. 17.7.2021 22:36
Líf og fjör um allt land Líf og fjör er í öllum landshlutum um helgina. Ögurhátíðin í Ísafjarðardjúpi nær hámarki með Ögurballi í kvöld, þar sem boðið verður upp á rabbarbaragraut með rjóma í danspásum. 17.7.2021 21:47
Héldu að þau yrðu örugg á Íslandi en eiginmaðurinn smitaðist samt Farþegi skemmtiferðaskipsins Viking Sky hefur ekki hugmynd um hvar eiginmaður hennar, einnig farþegi á skipinu, smitaðist af kórónuveirunni. Hún lætur vel af Íslandsdvölinni þrátt fyrir allt. Aðrir gestir farsóttarhússins taka í sama streng. 17.7.2021 20:00
Rússnesk kosning í Sýrlandi Bashar al-Assad sór embættiseið sem forseti Sýrlands í fjórða sinn í dag. Hann hlaut 95 prósent atkvæða. Erlend stjórnvöld efast um gildi kosninganna. 17.7.2021 19:21
Reikna með yfir fjögur hundruð í sóttkví eftir daginn Almannavarnir reikna með því að yfir fjögur hundruð manns verði komnir í sóttkví eftir daginn í dag. Þá hefur ekki tekist að tengja þá sem greindust með kórónuveiruna í gær við eldri smit, samkvæmt upplýsingum frá Hjördísi Guðmundsdóttur samskiptastjóra almannavarna. Það sé áhyggjuefni. 17.7.2021 19:07
Hent berbrjósta upp úr Sky Lagoon: „Ég er alltaf ber að ofan í sundi“ Diljá Sigurðardóttur var vísað upp úr Sky Lagoon í dag fyrir að vera ber að ofan. Hún segir starfsfólk lónsins mismuna fólki eftir kyni. 17.7.2021 18:02
Rannsaka möguleg tilfelli „Havana-heilkennis“ í Austurríki Bandarísk stjórnvöld rannsaka nú röð heilsufarstengdra atvika hjá erindrekum sínum í Vín, höfuðborg Austurríkis, og öðru starfsfólki á vegum utanríkisþjónustu Bandaríkjanna þar. 17.7.2021 16:56
Sló met í sínu fyrsta Laugavegshlaupi Andrea Kolbeinsdóttir kom í mark fyrst kvenna í Laugavegshlaupinu í dag, á óopinbera tímanum 4:55:55. Með því sló hún brautarmet í kvennaflokki, en gamla metið var 5:00:37. 17.7.2021 15:45
Þétt umferð á milli Reykjavíkur og Selfoss Mikil umferðarteppa er á þjóðveginum úr Reykjavík og yfir Hellisheiði. Frá miðnætti hafa meira en sex þúsund bílar keyrt yfir Hellisheiðina og rúmlega sjö þúsund keyrt um Sandskeið á sama tíma. 17.7.2021 14:42
Banna drónaflug í námunda við bandarískt herskip í Reykjavík Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið að leggja bann við flugi dróna og annarra fjarstýrðra loftfara á tilteknu svæði vegna komu bandaríska herskipsins USS Roosevelt hingað til lands. Skipið mun leggjast að Skarfabakka í Sundahöfn. 17.7.2021 14:26
Virknin komin á fullt eftir sólarhringshlé Púlsavirkni í eldgosinu við Fagradalsfjall er aftur komin á fullt eftir rúmlega sólarhrings goshlé nú fyrir helgi. Náttúruvársérfræðingur beinir því sérstaklega til fólks að fara ekki út á hraunið en talsvert hefur borið á slíku undanfarið. 17.7.2021 14:07
Andrew Douglas fyrstur í mark í Laugavegshlaupinu Breski hlauparinn Andrew Douglas kom fyrstur í mark í Laugavegshlaupinu á tímanum 4:10:38 nú um klukkan hálf tvö í dag. 17.7.2021 13:51
Heilbrigðisráðherra Bretlands smitaður af Covid Sajid Javid, heilbrigðisráðherra, hefur greinst smitaður af kórónuveirunni. Javid greinir frá þessu í myndbandi sem hann birti á Twitter, þar sem hann segist vera með væg einkenni Covid-19. 17.7.2021 13:45
Tónlist bönnuð á Mykonos vegna Covid Yfirvöld í Grikklandi tilkynntu í dag nýjar takmarkanir vagna kórónuveirufaraldursins. Takmarkanirnar eiga við grísku ferðamannaeyjuna Mykonos en þær fela í sér meðal annars bann við tónlist á veitingastöðum og krám. 17.7.2021 13:25
Segir samfélagsmiðla eiga þátt í „faraldri óbólusettra“ Joe Biden Bandaríkjaforseti segir að eini faraldurinn sem nú geisar í Bandaríkjunum sé faraldur kórónuveirunnar meðal samlanda hans sem ekki vilji láta bólusetja sig fyrir veirunni. Hann segir athæfi samfélagsmiðlarisa á borð við Facebook spila þar stórt hlutverk. 17.7.2021 13:24
Talsvert veikir í farsóttarhúsi þrátt fyrir bólusetningu Tólf greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, þar af sjö utan sóttkvíar. Mjög hefur fjölgað í farsóttarhúsi síðustu daga en á fjórða tug eru þar í einangrun vegna kórónuveirusmits. Forstöðumaður segir að fólkið sé talsvert veikt, þrátt fyrir bólusetningu. 17.7.2021 12:49
Afléttingar á Bretlandi eiga ekki við ferðalanga frá Frakklandi Frá og með næsta mánudegi munu fullbólusettir ferðamenn sem eru á leiðinni til Englands og Wales frá Frakklandi þurfa að fara í tíu daga sóttkví við komuna til landsins. Þetta gildir ekki um ferðalanga frá öðrum ríkjum en stjórnvöld hræðast að Beta-afbrigði veirunnar sé ónæmt fyrir bóluefninu. 17.7.2021 12:43
Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Tólf greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, sjö utan sóttkvíar. Mjög hefur fjölgað í farsóttarhúsi síðustu daga og fólk þar er talsvert veikt þrátt fyrir bólusetningu, að sögn forstöðumanns. Við fjöllum um stöðu faraldursins í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan tólf. 17.7.2021 11:50
Telja fyrrverandi starfsmann dómsmálaráðuneytisins hafa skipulagt morðið Lögregluyfirvöld í Kólumbíu telja að fyrrverandi starfsmaður dómsmálaráðuneytisins í Haítí hafi skipulagt og fyrirskipað morðið á Jovenel Moise, forseta Haítí. Moise var skotinn til bana í forsetahöllinni fyrir tíu dögum síðan af hópi árásarmanna. 17.7.2021 11:27
Tólf greindust með veiruna innanlands í gær Tólf greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Af þeim voru fimm í sóttkví en sjö utan sóttkvíar. 17.7.2021 10:54
Erlendir ferðamenn hasla sér völl á Akureyri Fjöldi erlendra ferðamanna á Akureyri þetta sumarið hefur aukist gífurlega miðað við síðasta sumar. Þetta segir bæði tjaldvörður á Akureyri og starfandi forstöðumaður Sundlaugarinnar á Akureyri. 17.7.2021 10:46
Ingó sendir sjötta kröfubréfið vegna nýrra ummæla Ingólfur Þórarinson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, hefur sent sjötta kröfubréfið vegna ummæla um hann á samfélags- eða fjölmiðlum. Þetta staðfestir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður Ingólfs í samskiptum við fréttastofu en Ríkisútvarpið greindi fyrst frá sendingu kröfunnar. Þá staðfestir Vilhjálmur að nýja krafan sé vegna ummæla sem birt voru eftir að fyrri kröfubréf voru send. 17.7.2021 10:17
Stefnir embættismönnum fyrir að hafa dreift myndbandi af morði dóttur sinnar Móðir sautján ára gamallar stúlku, sem var myrt árið 2019, hefur stefnt opinberum embættismönnum í New York fyrir að hafa deilt myndbandi, þar sem stúlkan sást stunda kynlíf og var síðar myrt, með fjölmiðlum. 17.7.2021 09:45
Biz Markie er látinn 57 ára að aldri Rapparinn Biz Markie er látinn, 57 ára að aldri. Markie var fæddur og uppalinn í New York og var þekktastur fyrir taktsmíði og framleiðslu. 17.7.2021 08:45
Björgunarsveitir í kapphlaupi við tímann: Hundruð enn saknað og keppst við að finna eftirlifendur Hundruð er enn saknað sem horfið hafa í flóðunum sem hafa riðið yfir vesturhluta Evrópu undanfarna daga. Meira en 150 hafa farist en björgunarsveitir vonast til þess að finna einhverja á lífi í rústunum sem vatnsflaumurinn hefur skilið eftir sig í Þýskalandi og Belgíu. 17.7.2021 08:18
Sólin lætur sjá sig í Reykjavík Svo virðist sem veðurguðirnir ætli að verða góðir við höfuðborgarbúa í dag en útlit er fyrir fyrsta sólardaginn í talsverðan tíma. Sólin hefur nær alveg fært sig á vestur- og suðurhorn landsins í dag, annað en verið hefur undanfarin misseri. 17.7.2021 07:54
„Hollywood-morðinginn“ dæmdur til dauða Maður sem myrti tvær konur, og fékk viðurnefnið Hollywood Ripper, í byrjun aldarinnar hefur verið dæmdur til dauða. Hann var sakfelldur fyrir morðin, og tilraun til morðs, árið 2019 en vegna faraldursins var uppkvaðningu refsingar frestað þar til nú. 17.7.2021 07:53
Mikill erill vegna slagsmála á djamminu Mikill erill var í miðbæ Reykjavíkur undir morgun og þurfti lögregla nokkrum sinnum að stíga inn í slagsmál sem brutust út fyrir utan skemmtistaði. Tvisvar var sjúkrabíll kallaður út að skemmtistað í nótt eftir að gestur datt og meiddi sig. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. 17.7.2021 07:14
Hafði upp á stærstum hluta þýfisins af sjálfsdáðum Gunnar Sean Eggertsson, vélfræðingur á Patreksfirði, dó ekki ráðalaus þegar BMW Alpina B-10 bíll hans frá árinu 1991 var strípaður í upphafi árs. Hann lagðist í mikla rannsóknarvinnu sem varð til þess að hann endurheimti stóran hluta þýfisins þótt þjófurinn hafi bíllykilinn enn í sínum fórum. Kom hann lögreglu á snoðir um það sem virkar sem umfangsmikinn þjófnað og útflutning á þýfi. 17.7.2021 07:01
Dæmdur fyrir morðið á þrettán ára syni sínum Mark Redwine var í dag dæmdur fyrir morðið Dylan Redwine, þrettán ára gömlum syni sínum. Dylan hvarf sporlaust árið 2012, skömmu eftir að hann hafði fundið myndir af föður sínum í kvenmannsnærfötum að borða saur upp úr bleyju. 16.7.2021 23:57
Alvarlegt ástand í Afríku: „Sökin er alfarið ríku landanna“ Ástandið vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar versnar sífellt í Afríku en í síðustu viku fjölgaði dauðsföllum um 43 prósent í heimsálfunni. Heilbrigðiskerfi margra ríkja eru að þrotum komin en ekkert útlit er fyrir að lát verði þar á. 16.7.2021 21:44
Eiffel-turninn opnaður á ný Einn allra vinsælasti ferðamannastaður Frakklands, Eiffel turninn í París, var opnaður að nýju í dag eftir níu mánaða lokun vegna kórónuveirufaraldursins. Turninn var opnaður þrátt fyrir að sóttvarnaraðgerðir hafi verið hertar nokkuð í vikunni vegna Delta-afbrigðisins. 16.7.2021 21:32
Telur þörf á úrræði fyrir þolendur utan réttarvörslukerfisins Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, telur að þörf gæti verið á einhvers konar borgaralegu úrræði fyrir þolendur vægari kynferðisbrota eða annarrar ámælisverðrar hegðunar. Margir þolendur veigri sér við að leita réttar síns og þeir sem það geri telji sig oft hlunnfarna þegar máli þeirra er lokið. 16.7.2021 20:46
Segir nauðsynlegt að stjórnvöld grípi til aðgerða á landamærum Yfirlæknir ónæmisfræðideildar á Landspítalanum segir nauðsynlegt að stjórnvöld grípi til aðgerða á landamærum vegna nýrrar stöðu í faraldri kórónuveirunnar hér á landi. Hann telur sterkar líkur á að fólk þurfi endurbólusetningu gegn nýjum afbrigðum á borð við hið bráðsmitandi delta afbrigði. 16.7.2021 19:30
Ómótstæðilegir hvolpar sem ekki hafa sést hér á landi áður Hundaheimurinn á Íslandi verður sífellt fjölbreyttari og fyrir skemmstu komu í heiminn fimm ómótstæðilegir hvolpar sem ekki hafa sést hér á landi áður. 16.7.2021 19:29
„Greinilega er maður ekki alveg hólpinn með bólusetningunni“ Eyjólfur Ásberg Halldórsson, sem hafði verið bólusettur gegn Covid-19, segist hafa fagnað of snemma en hann greindist með veiruna eftir að hann kom heim frá Spáni fyrr í mánuðinum. Hann hvetur fólk til að fara varlega áfram. 16.7.2021 18:43
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum okkar á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan hálf sjö segjum við frá því að sóttvarnalæknir ætlar að leggja það til að sóttvarnaaðgerðir verði hertar á landamærum á ný í ljósi fjölgunar tilfella síðustu daga. 16.7.2021 18:02
Tveir bílar skullu saman á Mývatnsöræfum Tveir bílar skullu saman á Mývatnsöræfum í dag. Átta munu hafa verið í bílunum en við fyrstu fregnir virðist slysið ekki hafa verið eins alvarlegt og talið var í fyrstu. 16.7.2021 16:34
„Kraftaverk“ að allir lifðu flugslysið af í Rússlandi Allir sem voru um borð í flugvél sem hvarf af ratsjám yfir Rússlandi í morgun lifðu af. Neyðarsendir flugvélarinnar fór í gang þegar henni var brotlent á akri í Síberíu. Það að þau átján sem voru um borð hafi öll lifað af og bara meitt sig lítillega hefur verið lýst sem kraftaverki. 16.7.2021 16:17
Smit um borð í Viking Jupiter og engum hleypt í land Eitt smit hefur verið staðfest um borð í skemmtiferðaskipinu Viking Jupiter sem liggur við höfn á Akureyri. 16.7.2021 15:53
Úthlutun styrkja til þróunarsamvinnuverkefna íslenskra félagasamtaka Fjórtán félagasamtök fá styrki frá utanríkisráðuneytinu. 16.7.2021 15:12
Uppnám innan Miðflokksins eftir að Þorsteinn neitaði að víkja Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Miðflokksins neitaði að beygja sig undir þau áform, sem honum höfðu verið kynnt, að vera ekki stillt upp sem oddvita flokksins í Reykjavík fyrir komandi alþingiskosningar. 16.7.2021 14:36