Fleiri fréttir

Trump og Pútin vilja hækka olíuverð

Forsetar Rússlands og Bandaríkjanna ræddu í dag leiðir til að hækka heimsmarkaðsverð á olíu. Verð á hráolíu hefur lækkað úr tæplega 70 dollurum á tunnu í janúar í rúmlega 30 dollara nú og það lækkaði aftur á mörkuðum í morgun. 

„Þótti ekki við hæfi að kona yrði þyrlulæknir“

„Mig langaði en það þótti ekki við hæfi að kona yrði þyrlulæknir,“ segir Alma Möller, landlæknir og fyrrverandi læknir landhelgisgæslunnar. „Sumir lögðust gegn því en Ólafur Jónsson yfirlæknir studdi mig. Úr varð að ég byrjaði á þyrlunni og það er sennilega með skemmtilegri störfum sem ég hef unnið.“

Kanna hreyfingu meðal almennings fyrir og eftir samkomubann

Vísindamenn við Háskólann í Reykjavík eru aðilar að Alþjóðlegum rannsóknarhópi um Covid-19 og hreyfingu sem stendur nú fyrir könnun á reglubundinni hreyfingu almennings fyrir og eftir samkomubann vegna kórónaveirunnar.

Svona var 41. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar

Upplýsingafundur almannavarna verður haldinn klukkan 14:00 í dag að Skógarhlíð 14. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, og Alma D. Möller, landlæknir, munu fara yfir stöðu mála með tilliti til COVID-19 hér á landi.

Læknar vilja aukna tryggingavernd vegna faraldursins

Læknafélag Íslands krefur ríkisstjórn Íslands að tryggja að læknar við störf í heilbrigðiskerfinu njóti aukinni tryggingarverndar á meðan glímt er við faraldur kórónuveirunnar. Læknafélagið birti ríkisstjórninni bréf þess efnis í dag.

Votviðri víða um land

Austanátt verður ríkjandi í vindi í dag, föstudaginn langa. Allhvass vindur eða hvassviðri verður undir Eyjafjöllum.

Ölvaður ökumaður hljóp undan lögreglu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði bifreið í hverfi 104 á þriðja tímanum í nótt. Eftir að hafa stöðvað bílinn tók ökumaðurinn upp á því að flýja undan lögreglunni og hljóp af stað.

McLaren smíðar bíl sem gengur fyrir manngerðu eldsneyti

Breski bílaframleiðandinn McLaren ætlar að halda áfram að þróa tilraunabíl sem á að ganga fyrir eldsneyti útbúnu á tailraunastofu. Með því vill McLaren lækka umhverfsáhrif aksturs niður fyrir það sem gengur og gerist við akstur hreinna rafbíla.

Versta kreppa í níutíu ár

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir kórónuveirufaraldurinn hafa haft gríðarlega slæm áhrif á hagkerfi heimsins

Óttast um líf og heilsu í faraldrinum

Bolvíkingur segir að íbúar séu óttaslegnir um líf og heilsu vina og vandamanna í faraldrinum sem þar geisar. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að nornaveiðar, um það hver hafi borið smit inn á heilbrigðisstofnun, séu engum til góðs.

Tíundi hver Bandaríkjamaður hefur misst vinnuna

Tíundi hver vinnufær Bandaríkjamaður hefur misst vinnuna síðan stjórnvöld þar í landi fóru í víðtækar aðgerðir til að hamla útbreiðslu kórónuveirunnar. Alls hafa 16,8 milljónir manna sótt um atvinnuleysisbætur á síðustu þremur vikum, samkvæmt tölum Vinnumálaráðuneytisins í Washington.

Rúm­lega 1,5 milljón hefur greinst með kórónu­veiruna

Alls hafa 1.502.618 kórónuveirutilfelli verið staðfest á heimsvísu í heildina. 340.112 einstaklingum hefur batnað af COVID-19 sjúkdómnum og 89.931 látist af völdum hans. Nú eru því 1.072.857 að glíma við veiruna.

Sjá næstu 50 fréttir