Fleiri fréttir

Yfir­maður banda­ríska sjó­hersins rekinn

Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna hefur rekið Richard Spencer vegna þess hvernig hann tók á málum sérsveitarhermanns sem var lækkaður í tign fyrir brot í starfi.

Sáttamiðlun ekki til að framlengja hjúskap

Sigrún Júlíusdóttir, prófessor emerita, segir að sáttamiðlun sé í eðli sínu gerð til að bæta samskiptin við og eftir skilnað. Rætt er um hvort fella eigi skyldu úr lögum en Sigrún óttast að barnafólk missi þá af fræðslu og stuðningi.

Útreiðartúr talinn til stuðnings við Andrés

Reiðtúr hinnar 93 ára gömlu Bretadrottningar og 59 ára gamals sonar hennar hefur umfjöllunar efni fjölmiðla í Bretlandi. Þykir drottingin hafa verið að senda skilaboð um stuðning við prinsinn.

Leita erlendra árásarmanna

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar að þremur erlendum mönnum í tengslum við fólskulega árás á þrjá dyraverði.

Sigraðist á áfenginu með fuglaljósmyndun

Árið 2017 setti Austfirðingurinn Aðalsteinn Pétur Bjarkason tappann í flöskuna og tók upp myndavélina í staðinn. Hann hafði lengi barist við áfengis- og fíkniefnadjöfulinn. Síðan þá hefur hann ljósmyndað fugla, bæði algenga og fágæta.

Aldrei nein óvissa með dótturfélag RÚV

Ríkisendurskoðandi segir að sú lagaskylda hafi hvílt á Ríkisútvarpinu að stofna sérstakt dótturfélag um samkeppnisrekstur. Um það hafi ekki verið nein óvissa. Stofnunin hafi því brotið lög frá því í byrjun síðasta árs með því að uppfylla ekki þessa skyldu sína.

Kílóið af humri á allt að tuttugu þúsund krónur

Kílóið af stórum íslenskum humri getur kostað allt að tuttugu þúsund krónur út úr búð. Þá hefur mikill aflabrestur orðið til þess að óvenjulítið af humri hefur ratað í fiskbúðir.

MDE tekur fyrir mál íslenska spilafíkilsins

Mannréttindadómstóll Evrópu mun taka fyrir mál Guðlaugs Jakobs Karlssonar sem höfðaði mál á hendur íslenska ríkinu til innheimtu bótanna vegna tjóns sem hann segist hafa orðið fyrir og rekja megi til þess að ríkinu sé heimilt að reka spilakassa í andstöðu við 183. grein almennra hegningarlaga sem fjalla um fjárhættuspil.

Sjö hundruð bíða meðferðar á Vogi

Síðustu tvö ár hafa um og yfir sjö hundruð manns verið á biðlista eftir meðferð á Vogi og þurft að bíða í allt að hálft ár. Þó greiðir SÁÁ um tvö hundruð milljónir á ári til að geta veitt hundruðum meðferð sem ríkið greiðir ekki með.

Þrennt látið eftir flóð í Frakklandi og á Ítalíu

Mikið rigndi í Frakklandi og á Ítalíu þessa helgina, rigningin olli flóðum víðsvegar um löndin tvö. Að minnsta kosti þrír eru látnir vegna flóðanna og þá hafa samgöngur orðið fyrir truflunum og skriður hafa fallið.

Spilling geri ríki alltaf fátækari

Spilling gerir samfélög alltaf fátækari segir fyrsti kvenforseti Máritíus. Ríkið kemur við sögu í Samherjaskjölunum en hún segist lítið þekkja til málsins.

Einn á slysadeild eftir árekstur

Enn var fluttur á slysadeild eftir tveggja bíla árekstur á gatnamótum Egilsgötu og Snorrabrautar á sjöunda tímanum í kvöld.

Skáldsagnarstórflóð og aukinn lestur

Þyngsta bókin á Bókamessunni í ár vegur tvö komma þrjú kíló og fjallar um Síldarárin. Óvenju mörg skáldverk koma út í ár og tilkynnt var um sölu á milljónustu bókinni hjá höfundi.

„Það er ákveðinn Trumpismi sem er að ganga“

Bæði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar þakka stefnufestu fyrir ágæta niðurstöðu í nýrri skoðanakönnun MMR. Þorgerður Katrín segir skoðanakönnuna sýna að "ákveðinn Trumpismi“ hafi náð hingað til lands.

Segir samfélagið á Seltjarnarnesi hafa brugðist sér

17 ára stúlka sem ólst ein upp hjá móður með geð- og áfengisvanda segir bæjar- og skólastarfsmenn, nágranna og fjölskyldu hafa ítrekað litið fram hjá vanrækslunni og heimilisofbeldinu sem hún varð fyrir af hendi móður sinnar.

Lögreglan leitar að eiganda bílhurðar

Lögreglan á Suðurnesjum hefur nú í fórum sínum bílhurð og í færslu á Facebook-síðu Lögreglustjórans á Suðurnesjum hefur nú verið auglýst eftir réttmætum eiganda hurðarinnar.

Bloomberg tilkynnir um forsetaframboð sitt

Fyrrverandi borgarstjóri New York borgar, Michael Bloomberg, hefur ákveðið að sækjast eftir tilnefningu Demókrataflokksins fyrir bandarísku forsetakosningarnar sem fara fram að ári.

Esau laus úr haldi lögreglu

Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, er laus úr haldi lögreglu eftir að samkomulag náðist um að ógilda handtökuskipun á hendur honum.

Segir ekki tilefni til að umbylta kerfinu

Það er ekkert sem bendir til þess að fiskveiðistjórnunarkerfið hafi með einhverjum hætti klikkað í aðdraganda Samherjamálsins. Þetta segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.

Sjá næstu 50 fréttir