Spilling geri ríki alltaf fátækari Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. nóvember 2019 19:30 Ameenah Gurib-Fakim var fyrsti kvenforseti Máritíus en henni var gert að láta af embætti í fyrra. Vísir/Friðrik Þór Spilling gerir samfélög alltaf fátækari segir fyrsti kvenforseti Máritíus. Ríkið kemur við sögu í Samherjaskjölunum en hún segist lítið þekkja til málsins. Sjálfri var henni gert að víkja úr embætti vegna meintra spillingarmála. Ameenah Gurib-Fakim var kjörin forseti Máritíus fyrst kvenna árið 2015 en hún var jafnframt sjötti forseti ríkisins. Hún var stödd hér á landi í tengslum við heimsþing kvenleiðtoga í síðustu viku. Henni var gert að segja af sér vegna ásakana um að hafa notað greiðslukort frá frjálsum félagasamtökum sem hún starfaði fyrir til að kaupa skartgripi og fatnað. „Ég var neydd til að láta af embætti í fyrra vegna ásakana um að hafa notað krítarkort, sem ég gerði en hafði endurgreitt allt einu ári fyrr. Jafnvel eftir að ég hafði endurgreitt og útskýrt allt var ég beðin að láta af embætti. Svo ég get með réttu sagt að ég sagði aldrei af mér en ég var neydd til að láta af embætti,“ sagði Gurib-Fakim, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Í umfjöllun Kveiks og Stundarinnar um Samherjaskjölin kom fram að Samherji hafi stofnað eignarhaldsfélag í skattaskjólinu Máritíus. Félagið hafi tekið við þóknunum frá dótturfélögum Samherja í Namibíu sem nemi nokkur hundruð milljónum króna á árunum 2013-2016. „Það eina sem ég hef heyrt eru fyrirsagnir um að nokkrir hafi sagt af sér í Namibíu og ég held að íslenskt útgerðarfélag hafi tengst því,“ segir Gurib-Fakim. Spurð um brotalamir í heimalandinu hvað varðar varnir gegn peningaþvætti segir Gurib-Fakim um stærri spurningu vera að ræða. „Öll spilling veikir stofnanir, veikir landið og gerir landið fátækara. Þetta er því grundvallarspurning sem við verðum að spyrja okkur. Og einnig: Hvar sem einhver spillir þá er einhver sem spillist svo þetta virkar í báðar áttir. Við verðum að ráðast gegn þessu. Því eins og ég hef sagt þá gerir öll spilling landið fátækara.“ Máritíus Samherjaskjölin Heimsþing kvenleiðtoga Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira
Spilling gerir samfélög alltaf fátækari segir fyrsti kvenforseti Máritíus. Ríkið kemur við sögu í Samherjaskjölunum en hún segist lítið þekkja til málsins. Sjálfri var henni gert að víkja úr embætti vegna meintra spillingarmála. Ameenah Gurib-Fakim var kjörin forseti Máritíus fyrst kvenna árið 2015 en hún var jafnframt sjötti forseti ríkisins. Hún var stödd hér á landi í tengslum við heimsþing kvenleiðtoga í síðustu viku. Henni var gert að segja af sér vegna ásakana um að hafa notað greiðslukort frá frjálsum félagasamtökum sem hún starfaði fyrir til að kaupa skartgripi og fatnað. „Ég var neydd til að láta af embætti í fyrra vegna ásakana um að hafa notað krítarkort, sem ég gerði en hafði endurgreitt allt einu ári fyrr. Jafnvel eftir að ég hafði endurgreitt og útskýrt allt var ég beðin að láta af embætti. Svo ég get með réttu sagt að ég sagði aldrei af mér en ég var neydd til að láta af embætti,“ sagði Gurib-Fakim, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Í umfjöllun Kveiks og Stundarinnar um Samherjaskjölin kom fram að Samherji hafi stofnað eignarhaldsfélag í skattaskjólinu Máritíus. Félagið hafi tekið við þóknunum frá dótturfélögum Samherja í Namibíu sem nemi nokkur hundruð milljónum króna á árunum 2013-2016. „Það eina sem ég hef heyrt eru fyrirsagnir um að nokkrir hafi sagt af sér í Namibíu og ég held að íslenskt útgerðarfélag hafi tengst því,“ segir Gurib-Fakim. Spurð um brotalamir í heimalandinu hvað varðar varnir gegn peningaþvætti segir Gurib-Fakim um stærri spurningu vera að ræða. „Öll spilling veikir stofnanir, veikir landið og gerir landið fátækara. Þetta er því grundvallarspurning sem við verðum að spyrja okkur. Og einnig: Hvar sem einhver spillir þá er einhver sem spillist svo þetta virkar í báðar áttir. Við verðum að ráðast gegn þessu. Því eins og ég hef sagt þá gerir öll spilling landið fátækara.“
Máritíus Samherjaskjölin Heimsþing kvenleiðtoga Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira