Fleiri fréttir

Fagna af­dráttar­lausri yfir­lýsingu um að frá­sögnum þeirra allra sé trúað

„Það er okkur öllum afskaplega mikilvægt að fá þessa afdráttarlausu niðurstöðu kirkjunnar að sögu okkar sé trúað. Það finnst mér vera það allra mikilvægasta í þessari yfirlýsingu,“ segir Elín Sigrún Jónsdóttir, ein kvennanna fimm sem kærðu áreitni séra Ólafs Jóhannssonar, sóknarprests í Grensáskirkju.

Hlaupið í Skaftá nú mjög lítið

Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir hlaupið í Skaftá nú mjög lítið. Það sem sýni skýr merki hlaups sé hækkuð rafleiðini. Vatnsyfirborð hefur lítið vaxið.

Spánverjar hafna framsalsbeiðni Bandaríkjanna

Spænskir dómstólar hafa úrskurðað að Hugo Armando Carvajal, fyrrverandi yfirmaður leyniþjónustu Venesúela, verði ekki framseldur til Bandaríkjanna þar sem hans bíða ákærur vegna eiturlyfjasmygls. Þess í stað hefur honum verið sleppt úr haldi.

Þröng staða fyrir Netanjahú

Ísraelar kjósa sér nýtt þing á morgun, í annað skipti á árinu. Kannanir benda til þess að Líkúd-flokkur Benjamíns Netanjahú forsætisráðherra fái álíka mörg sæti og hið bláa og hvíta bandalag miðjumanna. Stjórnarmyndun gæti því reynst erfið.

Ekkert nýtt frá Johnson

Breski forsætisráðherrann reynir að ná samningi við ESB en evrópskir leiðtogar eru sagðri efast um að hann setji nokkurn kraft í verkið.

Baulað á Johnson í Lúxemborg

Breski forsætisráðherrann hætti við sameiginlegan blaðamannafund með forsætisráðherra Lúxemborg vegna hóps mótmælenda sem gerði hróp að honum.

Halli Reynis látinn

Tónlistarmaðurinn Haraldur Reynisson, betur þekktur sem Halli Reynis, er fallinn frá.

„Oft erfitt að gera greinarmun á einmiðlum og fjölmiðlum,“ segir forsætisráðherra

Falsfréttir eru oft einfaldar, höfða til tilfinninga fólks og breiðast gjarnan út með ógnarhraða. Það getur haft gríðarleg áhrif á lýðræði og stjórnmálaumræðu segir forsætisráðherra og formaður þjóðaröryggisráðs. Framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar segir afar mikilvægt að kortleggja þær fjölþáttaógnir sem steðja að samfélaginu á netinu.

Ríkið fær Dynjanda að gjöf

RARIK hefur fært íslenska ríkinu Dynjanda við Arnarfjörð að gjöf í tilefni af 75 ára lýðveldisafmæli Íslands.

Viðræður í Venesúela runnar út í sandinn

Sex vikur eru síðan fulltrúar stjórnvalda sögðu sig frá viðræðum sem Norðmenn höfðu milligöngu um. Stjórnarandstaðan segir nú að útséð sé um að þeim verði haldið áfram.

Siðanefnd hafi „dæmt sig úr leik” með úrskurði sínum

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, nýr formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, telur ekkert athugavert við það að hún gegni formennsku í nefndinni þrátt fyrir að hún hafi verið fundin sek um brot á siðareglum.

Opinberuðu ekki árásir Kína af ótta við afleiðingar

Starfsmenn leyniþjónustu Ástralíu komust fyrr á þessu ári að þeirri niðurstöðu að Kína beri ábyrgð á tölvuárásum sem beindust gegn þingi ríkisins og þremur stærstu stjórnmálaflokkum þess skömmu fyrir þingkosningar í maí.

Alvarleg vannæring ógnar lífi barna í Mósambík

Tæplega ein milljón íbúa Mósambík býr við vannæringu og matarskort, þar af 160 þúsund börn yngri en fimm ára. Þetta segir í tilkynningu frá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF)

Hvassviðri framan af degi

Landsmenn mega eiga von á hvassviðri á landinu framan af degi en lægja mun síðdegis.

Viðræður í skötulíki

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hélt því fram í viðtali við Mail on Sunday að góður gangur væri í samningaumleitunum við Evrópusambandið um útgöngu Bretlands. Heimildarmenn dagblaðsins The Guardian innan ESB halda hins vegar öðru fram.

Sjá næstu 50 fréttir