Fleiri fréttir

Þurfa að afklæða fólk á göngunum: „Þetta er svo mikil vanvirðing“

Sjúklingar þurfa að ræða um viðkvæmar heilsufarsupplýsingar og fara úr að ofan á yfirfullum göngum Bráðamóttöku Landspítalans að sögn hjúkrunarfræðings. Brotið sé á rétti þeirra til friðhelgi einkalífs. Ástandið hafi aldrei verið verra og kallar hún eftir því að fjármálaráðherra heimsæki spítalann.

Undirritunardagurinn kom og fór

Félagsmenn aðildarfélaga BRSB eru orðnir óþreyjufullir vegna kjaraviðræðna og vonir eru bundnar við fundi komandi viku.

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Forsætisráðherra segir að ástandið innan lögreglunnar geti ekki gengið svona áfram. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að ef persóna Haraldar Johannessen, ríkislögreglustjóra, standi í vegi fyrir því að samskipti innan lögreglunnar séu í lagi eigi löggæslan í landinu að vega þyngra.

Segir innflutning á kjöti átakanlegan í landi sauðkindarinnar

Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, kallar eftir því að auðlindir jarðarinnar verði nýttar með ábyrgari hætti, enda sé náttúran komin að þolmörkum. Það muni þýða breyttar neysluvenjur og segir formaðurinn í því samhengi ótækt að Íslendingar flytji matvörur um langan veg.

Alvarlegt umferðarslys varð á Borgarfjarðarbraut

Í samtali við Vísi staðfesti Gísli Björnsson, yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands, að um mjög harðan árekstur hafi verið að ræða þar sem tveir bílar keyrðu beint framan á hvorn annan.

„Hið eina sem hún getur ekki er að láta eins og ekkert hafi gerst“

Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og þingmaður, kallar eftir því að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, bregðist við þeim ummælum sem Har­ald­ur Johann­essen rík­is­lög­reglu­stjóri lét falla í viðtali við Morgunblaðið sem birtist í gær.

Önnur haustlægð gengur yfir landið

Lægðin frá því í gær stjórnar ennþá landinu austast á landinu og nálgast önnur lægð nú landið úr vestri og gengur því vindur úr suðaustanátt yfir landið sem nær átta til þrettán metrum á sekúndu fyrir hádegi og fer að rigna. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings í morgun.

Segir Írani bera ábyrgð á drónaárásunum

Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, var ómyrkur í máli á Twitter fyrr í dag. Þar sakaði hann Írani um að standa að baki drónaárásum á tvær sádiarabískar olíuvinnslustöðvar.

Enn einn þingmaður genginn til liðs við Frjálslynda demókrata

Sam Gyimah, fyrrum þingmaður breska Íhaldsflokksins, gekk í dag til liðs við Frjálslynda demókrata. Hann er sjötti þingmaðurinn til þess að yfirgefa flokk sinn og ganga til liðs við Frjálslynda demókrata. Líkt og hinir hafði Gyimah vistaskipti vegna stefnu flokks síns í Brexit-málum.

Olíuframleiðsla í Sádi-Arabíu dregst saman eftir drónaárásir

Olíuframleiðsla í Sádi-Arabíu hefur dregist verulega saman í dag eftir drónaárásir á tvær af stærstu olíuframleiðslustöðvar landsins. Stöðvarnar eru í eigu ríkisfyrirtækisins Aramco, en hinir jemensku Húta-uppreisnarmenn hafa lýst yfir ábyrgð á árásunum.

Eitt til tvö börn fæðist árlega í fráhvörfum frá fíkniefnum

Talið er að eitt til tvö börn fæðist árlega á íslandi í fráhvörfum frá fíkniefnum, en hátt í tuttugu konur eru í neyslu hluta úr meðgöngu á hverju ári að sögn sérfræðiljósmóður. Það bráðvanti úrræði fyrir þær sem ekki ná að hætta á meðgöngu til að minnka skaðann fyrir þær og börnin. Þá eru þetta með erfiðari málum sem barnaverndaryfirvöld fást við að sögn forstjóra Barnaverndarstofu.

Byggingarverktakar kvíða ekki vetrinum

Bygginigaverktakar þurfa ekki að kvíða vetrinum ef marka má orð Gylfa Gíslasonar, framkvæmdastjóra Jáverks á Selfossi, sem er stærsta byggingafyrirtækið á Suðurlandi.

Arin­björn segist aldrei hafa séð annað eins innan lög­reglunnar

Formaður lögreglufélags Reykjavíkur segir að framkoma Haraldar Johannessen, ríkislögreglustjóra, í viðtali í Morgunblaðinu í dag, sé honum langt í frá til framdráttar. Þar komi fram óbeinar hótanir í garð starfsmanna lögregluembættanna sem eigi ekki að viðgangast.

Sjá næstu 50 fréttir