Fleiri fréttir

Stjórn Blaðamannafélagsins kvartar til umboðsmanns Alþingis

Stjórn Blaðamannafélags Íslands samþykkti í dag að kvarta til umboðsmanns Alþingis yfir stjórnsýslu fjölmiðlanefndar. Félagið hefur gagnrýnt að fjölmiðlanefndin beiti grein fjölmiðlalaga með þeim hætti sem skerði tjáningarfrelsi íslenskra fjölmiðla. Blaðamannafélagið telur að siðanefnd félagsins sé betur til þess fallin að fjalla um athugasemdir vegna umfjöllunar fjölmiðla.

Andlát: Sigrún Pálína Ingvarsdóttir

Sigrún Pálína Ingvarsdóttir þroskaþjálfi og brautryðjandi í baráttunni gegn kynferðisofbeldi á Íslandi, er látin, 63 ára að aldri. Hún lést á sjúkrahúsi í Danmörku 2. apríl eftir erfið veikindi.

Ræða verðtryggingu, vexti og skatta

Það ræðst á næstu klukkustundum hvort skrifað verði undir kjarasamninga í dag. Að öðrum kosti gætu viðræður dregist næstu tvo til þrjá daga. Stóru atriðin sem rætt er um í dag eru vextir og verðtrygging annars vegar og skattamál hins vegar.

Sigmundur Davíð braut ekki siðareglur með ummælum í viðtali

Forsætisnefnd Alþingis, skipuð þeim Steinunni Þóru Árnadóttur og Haraldi Benediktssyni, hefur komist að þeirri niðurstöðu að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hafi ekki brotið siðareglur Alþings með ummælum sem hann lét falla í viðtali í kvöldfréttum RÚV þann 3. desember á síðasta ári.

GQ fjallar ítarlega um Bitcoin-málið: „Ég vildi bara gefa þeim fingurinn“

Ítarlega umfjöllun um Bitcoin-málið svokallaða, einn stærsta þjófnað Íslandssögunnar, má finna í apríl-tölublaði bresku útgáfu tísku- og lífstíls tímaritsins GQ. Þar er meðal annars rætt við Sindra Þór Stefánsson, sem flúði fangelsi til Svíþjóðar er málið var til rannsóknar lögreglu.

Eigandi Heimkaups steinhissa á vel heppnuðu aprílgabbi

Óhætt er að segja að aprílgabb vefverslunarinnar Heimkaups hafi heppnast afar vel í gær en íslenskir fjölmiðlar gerðu sér margir mat úr falskri fréttatilkynningu þess efnis að verslunarrisinn Target hefði keypt verslunina.

Milljónir í bætur eftir tvífótbrot við handtöku

Þrítugur lögreglumaður hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness í gær fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi við handtöku fyrir utan Búlluna í Kópavogi árið 2017.

„Ekki koma með ræðu, komið með áætlun“

Efnt verður til leiðtogafundar um loftslagsmál á vettvangi Sameinuðu þjóðanna í haust, nánar tiltekið 23. september. António Guterres aðalframkvæmdastjóri SÞ hvetur þjóðarleiðtoga ekki aðeins til þess að sækja fundinn heldur til að kynna raunhæfar aðgerðir.

Segir nýtt geimrusl ógna geimstöðinni

Jim Bridenstine, yfirmaður Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna (NASA), segir brot úr gervihnetti sem Indverjar grönduðu í mars ógna öryggi geimfaranna í Alþjóðlegu geimstöðinni.

Spýttu í lófana í kjölfar gjaldþrots WOW air

Ekki er hægt að upplýsa neitt um efni samkomulags sem fallist var á í nótt í Karphúsinu en reynt verður til þrautar í dag að landa kjarasamningum í samráði við stjórnvöld.

Segir hægt að komast hjá útgöngu án samnings

Tíu dagar eru í að Bretar gangi úr Evrópusambandinu. Þingið felldi allar tillögur um valkosti í stöðunni í gær. Samningamaður ESB segir líkur á útgöngu án samnings aukast dag frá degi.

Kaldur og hræddur búinn að missa frá sér sleðann

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Eyjafirði eru á leið upp á hálendi til leitar að göngumanni. Unnið er að því að staðsetja svæðið sem maðurinn er á til að auðvelda leitaraðgerðir.

Mussolini karpar við Jim Carrey

Kanadíski stórleikarinn Jim Carrey átti væntanlega ekki von á því að fá viðbrögð frá barnabarni ítalska einræðisherrans Benito Mussolini þegar hann birti teikningu af Mussolini í snörunni um helgina.

Greiddu með hverjum farþega

Kostnaður Reykjavíkurborgar og Akraneskaupstaðar við hvern farþega í tilraun með siglingar þeirra á milli árið 2017 nam átta þúsund krónum.

Róbert kjörinn varaforseti MDE

Allir 47 dómarar réttarins tóku þátt í kosningunni en valið stóð milli hans og portúgalska dómarans Paulo Pinto de Albuquerque.

Eftir­lits­nefnd vill svör frá Reykja­víkur­borg

Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga vill fá svör frá Reykjavíkurborg um atriði sem koma ekki fram í Braggaskýrslunni. Oddviti Sjálfstæðisflokksins segir aðeins búið að bæta úr sex atriðum af þrjátíu á þremur árum.

Sjá næstu 50 fréttir