Fleiri fréttir

Bretar hætta flugi yfir Sínaí

Rússar og Egyptar segja viðbrögð Breta óþarflega harkaleg. Bíða eigi niðurstöðu rannsóknar áður en ályktanir eru dregnar um hrap farþegavélar yfir Sínaískaga um síðustu helgi. 224 fórust með flugvélinni.

Voru á vergangi í Grikklandi

Wael Aliyadah og Feryal Aldahash voru nauðbeygð til að sækja um hæli í Grikklandi. Aðbúnaður þar var slæmur og oft var fjölskyldan á vergangi. Þau flúðu til Íslands til að tryggja öryggi dætra sinna, Jönu og Joulu.

Nýta má orku Hverahlíðar á Hellisheiði

Orkustofnun hefur heimilað Orku náttúrunnar, dótturfélagi Orkuveitu Reykjavíkur, að nýta orku úr jarðhitageymi við Hverahlíð fyrir Hellisheiðarvirkjun. Heimildin var gefin út í byrjun mánaðarins, en svæðið bætist við önnur svæði á Hellisheiði sem virkjunin nýtir.

Ísland lifandi tilraunastofa í þrjú ár

Undanfarin þrjú ár hefur Evrópusambandið styrkt víðtækar jarðvísindarannsóknir á Íslandi um tæpar 850 milljónir króna. Yfir hundrað vísindamenn frá tíu löndum koma að verkefninu.

Mörg dæmi um sortuæxli vegna ljósabekkjanotkunar hér á landi

Íslensk kona, sem greindist í sumar með krabbamein sem hægt er að rekja til ljósabekkjanotkunar hennar á unglingsárum, biður fólk um að bjóða hættunni ekki heim með því að fara í ljós. Húðsjúkdómalæknir segir slík dæmi koma upp á hverju ári, en óvenjumörg sortuæxli greinast á Íslandi miðað við legu landsins

Hafnfirskir foreldrar æfir vegna lokunar leikskólans Kató

Til stendur að loka elsta leikskóla Hafnarfjarðarbæjar næsta vor. Foreldrar eru æfir út í bæjaryfirvöld og eru byrjaðir að safna undirskriftum í mótmælaskyni. Móðir barns í skólanum segir að slík skerðing á grunnþjónustu sé ótæk.

Eigandi hundsins Rjóma áfrýjar

Hilmar Egill Jónsson sakar Matvælastofnun um valdníðslu og vill ekki una niðurstöðu héraðsdóms sem kveður á um að hundurinn fái ekki að koma til Íslands.

Hallar á kennslu í norrænum tungumálum í grunnskóla

Sömu kröfur gerðar til hæfni allra í lok grunnskóla. Erfitt að verða við þeim ef kennslan er ekki jafnmikil. Getur munað 3 til 4 kennslustundum á viku, segir Brynhildur A. Ragnarsdóttir, deildarstjóri Tungumálavers.

Meintur nauðgari sendur í leyfi

Starfsmaður hótelsins Reykjavík Marina, sem grunaður er um aðild að hrottalegri nauðgun á konu í félagi við annan mann, hefur verið sendur í leyfi frá fyrirtækinu.

Nýr Mazda CX-9

Verður kynntur á bílsýningunni í Los Angeles sem hefst brátt.

Hetjan sem varð að skúrki

Eftir árslanga morðrannsókn hefur komið í ljós að bandarískur lögregluþjónn framdi sjálfsmorð eftir umfangsmikinn fjárdrátt til margra ára.

Skólastjórar lönduðu samningi

Fulltrúar Skólastjórafélags Íslands og samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga skrifuðu undir nýjan kjarasamning hjá ríkissáttasemjara um tíu leytið í gær.

Hálfs árs bið eftir niðurstöðu kærunefndar útlendingamála

"Ég get því miður ekki gefið upplýsingar um einstök mál. Mér sýnist að eins og er sé um 5-6 mánaða bið eftir niðurstöðu á hælismálum hjá okkur frá því að gögn um kæruna berast okkur,“ segir Hjörtur Bragi Sverrisson, formaður kærunefndar útlendingamála.

Mega rækta marijúana til einkaneyslu

Hæstiréttur Mexíkó hefur úrskurðað að það gangi gegn stjórnarskrá landsins að banna fólki að rækta marijúanaplöntur til einkaneyslu.

Mótmælin í Rúmeníu halda áfram

Enn var mótmælt á götum Búkarest, höfuðborgar Rúmeníu í nótt, þrátt fyrir að forsætisráðherra landsins hafi í gær tilkynnt um afsögn sína í kjölfar mikilla mótmæla síðustu daga. Um þrjátíu þúsund manns flykktust út á götur borgarinnar og kröfðust þess að þegar í stað yrði boðað til kosninga.

Sjá næstu 50 fréttir