Björgun Perlu frestast, næst reynt annaðkvöld Kristján Már Unnarsson skrifar 5. nóvember 2015 18:48 Tilraunir til að ná sanddæluskipinu Perlu af botni Reykjavíkurhafnar hafa reynst erfiðari en menn vonuðust til og nú er ljóst að næsta tilraun verður gerð í fyrsta lagi annað kvöld. Dælingin fór reyndar ágætlega af stað um áttaleytið í gærkvöldi og vakti mönnum bjartsýni um að skipið næðist fljótlega upp með því að dæla sjónum út og mynda þannig nægilegt loftrými inni í skipinu til að það flyti sjálft upp.Dælingin fór vel af stað í gærkvöldi og vakti mönnum bjartsýni um að skipið næðist fljótt á flot.Stöð 2/Einar Árnason.En þær vonir brugðust þegar sýnt þótti að sjór flæddi áfram inn í skipið og að dælurnar hefðu ekki undan. Ekki bætti úr skák að gluggar í brúnni brotnuðu undan þrýstingnum. Í dag var svo komin suðaustanátt með öldugangi í höfninni sem truflaði störf kafara og þrýsti flotgirðingunni óþægilega nálægt skipinu. Var því ákveðið nú undir kvöld að gera hlé á frekari aðgerðum og senda mannskapinn heim. Veðurspáin er skárri fyrir morgundaginn, sérstaklega fyrir seinnipartinn og annaðkvöld, og þá er líklegt að næsta tilraun verði gerð til að koma skipinu á flot.Perla að sökkva við Ægisgarð að morgni mánudags.Mynd/Faxaflóahafnir,Gísli Gíslason hafnarstjóri sendi nú í kvöld stöðuskýrslu þar sem fram kemur meðal annars að ráðgjafar Björgunar hefðu lagt til ákveðnar varúðarráðstafanir við þéttingu og loftun sem unnið hafi verið að í dag. Líklegt sé að þeim aðgerðum verði ekki lokið fyrr en á morgun. Öll loftop á olíutönkum væru lokuð þannig að ekki væri bráð hætta á að olía fari í sjóinn. Viðbragðsaðilar væru til taks ásamt dælubíl og öðrum búnaði ef á þyrfti að halda. Vakt yrði við skipið í nótt. Tengdar fréttir Er brugðið eftir ósköpin: „Við rétt komumst í land“ Fimmhundruð tonna sanddæluskip liggur nú á botni Reykjavíkurhafnar eftir að það sökk við bryggju í morgun skömmu eftir sjósetningu úr slippnum. 2. nóvember 2015 22:45 Sjórinn flæddi inn í Perlu og dælurnar höfðu ekki undan Bakslag kom í kvöld í björgun sanddæluskipsins Perlu af botni Reykjavíkurhafnar og var ákveðið laust fyrir klukkan ellefu að gera hlé á aðgerðum til morguns. 4. nóvember 2015 23:14 Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Sjá meira
Tilraunir til að ná sanddæluskipinu Perlu af botni Reykjavíkurhafnar hafa reynst erfiðari en menn vonuðust til og nú er ljóst að næsta tilraun verður gerð í fyrsta lagi annað kvöld. Dælingin fór reyndar ágætlega af stað um áttaleytið í gærkvöldi og vakti mönnum bjartsýni um að skipið næðist fljótlega upp með því að dæla sjónum út og mynda þannig nægilegt loftrými inni í skipinu til að það flyti sjálft upp.Dælingin fór vel af stað í gærkvöldi og vakti mönnum bjartsýni um að skipið næðist fljótt á flot.Stöð 2/Einar Árnason.En þær vonir brugðust þegar sýnt þótti að sjór flæddi áfram inn í skipið og að dælurnar hefðu ekki undan. Ekki bætti úr skák að gluggar í brúnni brotnuðu undan þrýstingnum. Í dag var svo komin suðaustanátt með öldugangi í höfninni sem truflaði störf kafara og þrýsti flotgirðingunni óþægilega nálægt skipinu. Var því ákveðið nú undir kvöld að gera hlé á frekari aðgerðum og senda mannskapinn heim. Veðurspáin er skárri fyrir morgundaginn, sérstaklega fyrir seinnipartinn og annaðkvöld, og þá er líklegt að næsta tilraun verði gerð til að koma skipinu á flot.Perla að sökkva við Ægisgarð að morgni mánudags.Mynd/Faxaflóahafnir,Gísli Gíslason hafnarstjóri sendi nú í kvöld stöðuskýrslu þar sem fram kemur meðal annars að ráðgjafar Björgunar hefðu lagt til ákveðnar varúðarráðstafanir við þéttingu og loftun sem unnið hafi verið að í dag. Líklegt sé að þeim aðgerðum verði ekki lokið fyrr en á morgun. Öll loftop á olíutönkum væru lokuð þannig að ekki væri bráð hætta á að olía fari í sjóinn. Viðbragðsaðilar væru til taks ásamt dælubíl og öðrum búnaði ef á þyrfti að halda. Vakt yrði við skipið í nótt.
Tengdar fréttir Er brugðið eftir ósköpin: „Við rétt komumst í land“ Fimmhundruð tonna sanddæluskip liggur nú á botni Reykjavíkurhafnar eftir að það sökk við bryggju í morgun skömmu eftir sjósetningu úr slippnum. 2. nóvember 2015 22:45 Sjórinn flæddi inn í Perlu og dælurnar höfðu ekki undan Bakslag kom í kvöld í björgun sanddæluskipsins Perlu af botni Reykjavíkurhafnar og var ákveðið laust fyrir klukkan ellefu að gera hlé á aðgerðum til morguns. 4. nóvember 2015 23:14 Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Sjá meira
Er brugðið eftir ósköpin: „Við rétt komumst í land“ Fimmhundruð tonna sanddæluskip liggur nú á botni Reykjavíkurhafnar eftir að það sökk við bryggju í morgun skömmu eftir sjósetningu úr slippnum. 2. nóvember 2015 22:45
Sjórinn flæddi inn í Perlu og dælurnar höfðu ekki undan Bakslag kom í kvöld í björgun sanddæluskipsins Perlu af botni Reykjavíkurhafnar og var ákveðið laust fyrir klukkan ellefu að gera hlé á aðgerðum til morguns. 4. nóvember 2015 23:14