Nýr Mazda CX-9 Finnur Thorlacius skrifar 5. nóvember 2015 11:00 Mazda CX-9 er stærsti farþegabíll fyrirtækisins. Mazda ætlar að kynna nýja gerð stóra CX-9 bílsins á bílasýningunni í Los Angeles sem hefst í þessum mánuði. Núverandi Mazda CX-9 er orðinn 9 ára gamall bíll, svo víst er að endurnýjunar var þörf. Mazda hefur ekki enn sent frá sér almennilegar myndir af bílnum, en þó þessa mynd sem lofar góðu hvað útlit hans varðar. Mazda CX-9 er 7 manna bíll með þrjár sætaraðir, eitthvað sem kaupendur í Bandaríkjunum eru ginkeyptir fyrir og þar hefur mest sala á þessum bíl verið og verður líklega áfram. Af útlínum nýs CX-9 að dæma fær hann að mjög miklu leiti útlit Koeru tilraunabílsins sem Mazda sýndi á bílasýningunni í Frankfürt í haust og ber því að fagna. Hvað vélbúnað bílsins varðar þá mun hann verða með Skyactive vélum sem framleiddar eru af Mazda sjálfum. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent
Mazda ætlar að kynna nýja gerð stóra CX-9 bílsins á bílasýningunni í Los Angeles sem hefst í þessum mánuði. Núverandi Mazda CX-9 er orðinn 9 ára gamall bíll, svo víst er að endurnýjunar var þörf. Mazda hefur ekki enn sent frá sér almennilegar myndir af bílnum, en þó þessa mynd sem lofar góðu hvað útlit hans varðar. Mazda CX-9 er 7 manna bíll með þrjár sætaraðir, eitthvað sem kaupendur í Bandaríkjunum eru ginkeyptir fyrir og þar hefur mest sala á þessum bíl verið og verður líklega áfram. Af útlínum nýs CX-9 að dæma fær hann að mjög miklu leiti útlit Koeru tilraunabílsins sem Mazda sýndi á bílasýningunni í Frankfürt í haust og ber því að fagna. Hvað vélbúnað bílsins varðar þá mun hann verða með Skyactive vélum sem framleiddar eru af Mazda sjálfum.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent