Innlent

Hafnfirskir foreldrar æfir vegna lokunar leikskólans Kató

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Til stendur að loka elsta leikskóla Hafnarfjarðarbæjar næsta vor. Um er að ræða leikskólann Brekkuhvamm við Hlíðarbraut sem flestir Hafnfirðingar þekka undir nafninu Kató.

Foreldrar eru æfir út í bæjaryfirvöld og eru byrjaðir að safna undirskriftum í mótmælaskyni. Anna María Axelsdóttir, móðir þriggja ára drengs í leikskólanum, segir að slík skerðing á grunnþjónustu sé ótæk. Loka á leikskólanum í sparnaðarskyni en búið er að finna þeim börnum sem fara ekki í skóla næsta haust annað leikskólapláss.

„Það horfir þannig við að við þurfum að fara með drenginn okkar í annað skólahverfi í leikskóla. Það þýðir að hann fær ekki að vera hérna í þessu hverfi og eignast vini í sínu hverfi og fara með þeim áfram upp í grunnskóla. Við viljum hafa þessa grunnþjónustu innan hverfis, það vill enginn búa í hverfi þar sem er enginn leikskóli,“ segir Anna.

Hún, auk fleiri foreldra barna í Kató, standa nú fyrir undirrkriftarsöfnun til að koma í veg fyrir að deildinni verði lokað. Þau hafa bæði gengið í hús og safnað undirsskriftum á netinu og eru þær nú orðnar um 500 talsins.

„Hjarta margra Hafnfirðinga slær fyrir Kató og fólk hefur verið hérna jafnvel margar kynslóðir. Ég er gríðarlega ósátt við þetta og mér finnst ekki íbúum bjóðandi að vera að loka þessari grunnþjónustu í hverfi,“ segir Anna sem segir fjölskylduna vera að velta fyrir sér flutningum, verði leikskólanum lokað

„Þetta mun hafa verulega slæm áhrif. Ég er ekkert eina foreldrið sem hugsar að kannski er bara tímabært að flytja, eftir 30 ára búsetu í Hafnarfirði. Kannski er bara betra að flytja eitthvert annað þar sem það er trygg grunnþjónusta í hverfinu,“ segir hún. 


Tengdar fréttir

Umbætur í Hafnarfirði

Niðurstöður ítarlegrar greiningar á fjárhag og rekstri stofnana Hafnarfjarðarbæjar liggja nú fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×