Innlent

Erfingjar Steingríms þurfa að greiða námslán sem hann var ábyrgur fyrir

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Frá aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Frá aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/GVA

Hæstiréttur hefur staðfest héraðsdóm í máli erfingja Steingríms Hermannssonar, fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins og forsætisráðherra, gegn Lánasjóði íslenskra námsmanna. 

Þau þurfa því að greiða lán sem Steingrímur gekkst í ábyrgð fyrir son sinn, Steingrím Neil, en eftir að Steingrímur eldri lést fór lánið í vanskil.

Sjá einnig: „Þessi dómur er með algjörum ólíkindum“

Lánið var tekið á árunum 1983-1988 þegar Steingrímur Neil var í tannlæknanámi. Faðir hans gekkst í ábyrgð fyrir lánið en það var í skilum allt til 2010. 

Lánið stóð í 12 milljónum króna og þurfa börn Steingríms eldri, þau Ellen Herdís, Guðmundur, Hermann, Hlíf og John Bryan, ekkja hans, Edda Guðmundsdóttir, og Steingrímur Neil sjálfur að greiða lánið til baka. 

Til viðbótar þurfa þau að greiða dráttarvexti frá því að málið var þingfest í héraði í desember árið 2013.

„Mér sýnist á þessu að veigamikil ákvæði í lögum um ábyrgðarmenn séu merkingarlaus og að ábyrgðarmenn hafi lítinn sem engan rétt gagnvart lánastofnunum og lánasjóðum,“ sagði Guðmundur Steingrímsson í samtali við fréttastofu en vildi að öðru leyti ekki tjá sig meira um málið. 


Tengdar fréttir

Erfingjar Steingríms Hermannssonar töpuðu fyrir LÍN

Erfingjar Steingríms Hermannssonar, fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins og forsætisráðherra, voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmd ábyrg fyrir láni sem Steingrímur gekkst í ábyrgð fyrir son sinn.

„Verið að koma aftan að látnu fólki“

Aðalmeðferð í máli Lánasjóðs íslenskra námsmanna gegn erfingjum Steingríms Hermannssonar, fyrrum forsætisráðherra og formanns Framsóknarflokksins, fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×