Eigandi hundsins Rjóma áfrýjar Jakob Bjarnar skrifar 5. nóvember 2015 16:19 Hilmar Egill og Rjómi. Baráttan við íslenska kerfið hefur reynst löng, ströng og dýr. En Hilmar ætlar ekki að gefast upp. Hilmar Egill Jónsson, eigandi hundsins Rjóma, ætlar ekki að una niðurstöðu dóms sem féll í héraði þess efnis að honum sé óheimilt að flytja til landsins hund sinn sem er að tegundinni English Bull Terrier. Vísir hefur fjallað ítarlega um málið. Hilmar Egill ritar harðort bréf þar sem hann sakar Matvælastofnun um valdníðslu, að lögmaður stofnunarinnar hafi ekki fært nein rök fyrir máli sínu en þrátt fyrir það hafi dómur í héraði fallið á þá leið að honum er meinað að flytja hund sinn Rjóma til landsins. „Mín ósk er að stofnunin verði látin svara fyrir sig í Hæstarétti, og því hef ég ákveðið að áfrýja niðurstöðu héraðsdóms þangað,“ segir Hilmar Egill og bætir því við að það geti vart „talist eðlilegt að lítil fjölskylda þurfi að berjast gegn geðþóttaákvörðun ríkisstofnunar, með miklum kostnaði. Það á ekki að vera mitt hlutverk að færa rök fyrir því að fjölskylduhundurinn sé öruggur, heldur auðvitað ríkisstofnunarinnar að færa haldbær rök fyrir því af hverju hann er ekki velkominn til Íslands.“Með grein sinni sendir Hilmar Egill myndir sem sýna muninn á þessum bull terrier-hundum: English og Pit.Matvælastofnun vísar til þess að reglur kveði á um að þessi tiltekna tegund megi ekki þrífast á Íslandi. Hún hefur verið talin árásargjörn en þetta segir Hilmar Egill hina mestu firru; þarna sé verið að rugla saman tegundunum English Bull Terrier og Pitt Bull Terrier, sem séu ólíkar tegundir. Reglurnar segir hann ekki styðjast við nein gögn, en sjálfur hefur hann lagst í ítarlegar rannsóknir sem sýna að English Bull Terrier-hundar séu síður en svo árásargjarnari en aðrar hundategundir. Hilmar Egill segist hafa lagt þau gögn fram en allt komi fyrir ekki. Einu gögnin sem hins vegar lögmaður Matvælastofnunar leggur fram er grein frá árinu 2000, af vef CNN, þar sem keur fram að English Bull Terrier-hundur hafi bitið einstakling.Eins og áður sagði hefur Vísir fjallað ítarlega um málið og hér má sjá umfjöllun um þessa hundategund. Tengdar fréttir Rjómi ekki til landsins Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í morgun Matvælastofnun og íslenska ríkið af kröfum karlmanns sem vildi flytja hund sinn, Rjóma, til Íslands. 2. nóvember 2015 16:09 Formaður HRFÍ: English Bull Terrier hugrakkur, fjörmikill og góður innan um fólk Hundurinn Rjómi fær ekki að koma til landsins með fjölskyldu sinni, samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. 3. nóvember 2015 12:50 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Fleiri fréttir Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Sjá meira
Hilmar Egill Jónsson, eigandi hundsins Rjóma, ætlar ekki að una niðurstöðu dóms sem féll í héraði þess efnis að honum sé óheimilt að flytja til landsins hund sinn sem er að tegundinni English Bull Terrier. Vísir hefur fjallað ítarlega um málið. Hilmar Egill ritar harðort bréf þar sem hann sakar Matvælastofnun um valdníðslu, að lögmaður stofnunarinnar hafi ekki fært nein rök fyrir máli sínu en þrátt fyrir það hafi dómur í héraði fallið á þá leið að honum er meinað að flytja hund sinn Rjóma til landsins. „Mín ósk er að stofnunin verði látin svara fyrir sig í Hæstarétti, og því hef ég ákveðið að áfrýja niðurstöðu héraðsdóms þangað,“ segir Hilmar Egill og bætir því við að það geti vart „talist eðlilegt að lítil fjölskylda þurfi að berjast gegn geðþóttaákvörðun ríkisstofnunar, með miklum kostnaði. Það á ekki að vera mitt hlutverk að færa rök fyrir því að fjölskylduhundurinn sé öruggur, heldur auðvitað ríkisstofnunarinnar að færa haldbær rök fyrir því af hverju hann er ekki velkominn til Íslands.“Með grein sinni sendir Hilmar Egill myndir sem sýna muninn á þessum bull terrier-hundum: English og Pit.Matvælastofnun vísar til þess að reglur kveði á um að þessi tiltekna tegund megi ekki þrífast á Íslandi. Hún hefur verið talin árásargjörn en þetta segir Hilmar Egill hina mestu firru; þarna sé verið að rugla saman tegundunum English Bull Terrier og Pitt Bull Terrier, sem séu ólíkar tegundir. Reglurnar segir hann ekki styðjast við nein gögn, en sjálfur hefur hann lagst í ítarlegar rannsóknir sem sýna að English Bull Terrier-hundar séu síður en svo árásargjarnari en aðrar hundategundir. Hilmar Egill segist hafa lagt þau gögn fram en allt komi fyrir ekki. Einu gögnin sem hins vegar lögmaður Matvælastofnunar leggur fram er grein frá árinu 2000, af vef CNN, þar sem keur fram að English Bull Terrier-hundur hafi bitið einstakling.Eins og áður sagði hefur Vísir fjallað ítarlega um málið og hér má sjá umfjöllun um þessa hundategund.
Tengdar fréttir Rjómi ekki til landsins Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í morgun Matvælastofnun og íslenska ríkið af kröfum karlmanns sem vildi flytja hund sinn, Rjóma, til Íslands. 2. nóvember 2015 16:09 Formaður HRFÍ: English Bull Terrier hugrakkur, fjörmikill og góður innan um fólk Hundurinn Rjómi fær ekki að koma til landsins með fjölskyldu sinni, samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. 3. nóvember 2015 12:50 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Fleiri fréttir Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Sjá meira
Rjómi ekki til landsins Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í morgun Matvælastofnun og íslenska ríkið af kröfum karlmanns sem vildi flytja hund sinn, Rjóma, til Íslands. 2. nóvember 2015 16:09
Formaður HRFÍ: English Bull Terrier hugrakkur, fjörmikill og góður innan um fólk Hundurinn Rjómi fær ekki að koma til landsins með fjölskyldu sinni, samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. 3. nóvember 2015 12:50