Fleiri fréttir

Ungverjar loka landamærunum að Serbíu

Fjölmennt lið lögreglu hefur nú komið sér fyrir á þeim stað þar sem girðingin á landamærum Ungverjalands og Serbíu hefur staðið opin.

Hafa fjórum sinnum bjargað ferðamönnum á viku

Björgunarsveitarmenn á Höfn í Hornafirði hafa farið í fjögur útköll á viku til að bjarga erlendum ferðamönnum. Í gær björguðu þeir tveimur erlendum ferðamönnum úr sjálfheldu við Fláajökul.

„Hendur okkar eru bundnar í bak og fyrir“

Formaður Landssambands lögreglumanna segir að félagsmenn sínir væru að öllum líkindum á leið í verkfallsaðgerðir hefðu þeir verkfallsrétt. Boðað er til baráttufundar í Háskólabíói á morgun.

Hreinsa til eftir átök gærdagsins 

Palestínufólk hreinsar upp brak í Al-Aqsa-moskunni í gamla bæjarhlutanum í Jerúsalem í gær eftir átök sem þar brutust út milli hópa Palestínumanna og ísraelskrar öryggislögreglu.

Ráðherrar ræða flóttamannavandann

Ráðherrar ESB hyggjast reyna að finna út hvernig hægt verði að fá allar þjóðir til að taka þátt í að takast á við flóttamannavandann í álfunni.

Mikil togstreita innan Evrópusambandsins

„Maður sér að Þjóðverjar eru að fara af miklum þunga fram á endursamning á öllu kerfinu. Þeir eru farnir að tala mjög harkalega í garð þeirra ríkja sem neita að taka þátt í því að koma upp kvótafyrirkomulagi,“ segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur.

Skógareldar eyðileggja tugi heimila

Skógareldar geisa enn á vesturströnd Bandaríkjanna og þurftu þúsundir Bandaríkjamanna að flýja heimili sín í gær vegna skógarelda norður af borginni San Francisco. Eldarnir höfðu í gær brennt rúma fjörutíu þúsund hektara af ræktarlandi, auk skóla, verslana og 81 heimilis til grunna. Fimm þúsund slökkviliðsmenn voru á svæðinu að reyna að ráða við aðstæður í gærdag.

Ráðlagt að segja ekki frá myglusvepp

Leigusala kom á óvart hve litla þekkingu hagsmunaaðilar fasteignaeigenda hafa á myglusvepp og var henni ráðlagt að leigja út íbúð án þess að segja frá myglusveppum.

Lögreglan lítur eitursölu án leyfis alvarlegum augum

Yfirmaður greiningardeildar ríkislögreglustjóra er hugsi yfir því að tugir manna hafi keypt mikið magn eiturefna án þess að framvísa tilskildu leyfi. Slík efni gætu valdið miklum skaða í höndum einstaklings sem hefði illt í huga.

Dýragarðurinn opnaður á ný

Dýragarðurinn í Tíblisi, höfuðborg Georgíu, var opnaður í gær eftir að hafa verið lokaður frá því í júní. Mikil flóð stórskemmdu dýragarðinn fyrir þremur mánuðum og dýr bæði sluppu og drápust. Þá fórust einnig nítján Georgíumenn í flóðunum.

Tugir drukknuðu á flótta sínum í gær

Yfir þrjátíu manns fórust, þar á meðal að minnsta kosti eitt barn, þegar trébáti með um 130 flóttamenn hvolfdi við gríska eyjaklasann Farmakonisi í gærmorgun. Daily Mail hafði um kvöldmatarleytið í gær eftir grísku strandgæslunni að 34 lík hefðu fundist.

Vilja vernda gróðurhúsin sem einkenni Hveragerðis

Tillaga fulltrúa S-lista í bæjarstjórn Hveragerðis um að láta meta varðveislugildi gróðurhúsa í bænum var felld af meirihlutanum. Samkvæmt tillögunni átti matið að verða grundvöllur verndunar einstakra gróðurhúsa í Hveragerði.

Sjá næstu 50 fréttir