Veittist að manni með riffli: „Eitthvert stundarbrjálæði bara“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 14. september 2015 14:16 "Á einhverjum tímapunkti kemur upp svona einhver ... skelfileg hræðslutilfinning hjá mér og mig minnir einhvern veginn en þetta er svona í minningunni og að ég þurfi að verja mig.“ vísir/gva Hæstiréttur hefur ómerkt sýknudóm Héraðsdóms Suðurlands yfir sjötugum karlmanni sem ákærður var fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í sumarhúsi í Grímsnesi árið 2012. Maðurinn var sakaður um að hafa slegið annan mann ítrekað með riffli, meðal annars í höfuðið. Taldi dómurinn að héraðsdómur hefði ekki fellt dóm á málið með tilliti til allra gagna og að líkur væru á að niðurstaða héraðsdóms um sönnunargildi munnlegs framburðar fyrir dómi væri röng svo að máli skipti um málaúrslit.Fannst hann þurfa að verja sigForsaga málsins er sú að mennirnir tveir sátu að sumbli í sumarhúsi ákærða í desember 2012. Báðir voru þeir töluvert ölvaðir umrætt kvöld en hvorugur man hvers vegna til átakanna kom. Þeim bar þó báðum saman um það að þeir hefðu farið í „sjómann“ um kvöldið. Ákærði bar fyrir sig minnisleysi en kvaðst, bæði hjá lögreglu og fyrir dómi, muna eftir að hafa fundið fyrir hræðslutilfinningu og hafa þurft að verja sig. Hann sagðist þó ekki geta gert grein fyrir tilefni hennar eða á hvaða tímapunkti sú tilfinning hafi gripið hann.Skelfileg hræðslutilfinning„Á einhverjum tímapunkti kemur upp svona einhver ... skelfileg hræðslutilfinning hjá mér og mig minnir einhvern veginn en þetta er svona í minningunni og að ég þurfi að verja mig en ég man ekki eftir að hann gæfi mér nokkuð tilefni til þess. Eins og ég segi ég man bara alveg ákaflega lítið eftir þessu, eitthvert stundarbrjálæði bara ... sem að heltekur mig þarna og man ekki atburðarásina því miður,“ sagði maðurinn fyrir dómi. Hann játaði verknaðinn því hvorki né neitaði en sagðist telja líkur á að hann hefði verið valdur að umræddum verknaði, þó svo hann muni það ekki. Maðurinn sem fyrir árásinni varð kjálkabrotnaði, hlaut mar víðs vegar um líkamann og þurfti að undirgangast aðgerð. Hann fór fram á rúmar tvær milljónir króna í bætur en var þeirri kröfu vísað frá í héraði. Árásarmaðurinn var sem fyrr segir sýknaður í héraði en dómurinn taldi að ákæruvaldið hefði ekki axlað sönnunarbyrði og að fullgild sönnun hefði ekki verið færð fram í málinu. Tengdar fréttir Sjötugur ákærður fyrir að hafa slegið mann með riffli Ríkissaksóknari hefur ákært sjötugan karlmann fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. 30. september 2014 17:29 Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Fleiri fréttir Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Sjá meira
Hæstiréttur hefur ómerkt sýknudóm Héraðsdóms Suðurlands yfir sjötugum karlmanni sem ákærður var fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í sumarhúsi í Grímsnesi árið 2012. Maðurinn var sakaður um að hafa slegið annan mann ítrekað með riffli, meðal annars í höfuðið. Taldi dómurinn að héraðsdómur hefði ekki fellt dóm á málið með tilliti til allra gagna og að líkur væru á að niðurstaða héraðsdóms um sönnunargildi munnlegs framburðar fyrir dómi væri röng svo að máli skipti um málaúrslit.Fannst hann þurfa að verja sigForsaga málsins er sú að mennirnir tveir sátu að sumbli í sumarhúsi ákærða í desember 2012. Báðir voru þeir töluvert ölvaðir umrætt kvöld en hvorugur man hvers vegna til átakanna kom. Þeim bar þó báðum saman um það að þeir hefðu farið í „sjómann“ um kvöldið. Ákærði bar fyrir sig minnisleysi en kvaðst, bæði hjá lögreglu og fyrir dómi, muna eftir að hafa fundið fyrir hræðslutilfinningu og hafa þurft að verja sig. Hann sagðist þó ekki geta gert grein fyrir tilefni hennar eða á hvaða tímapunkti sú tilfinning hafi gripið hann.Skelfileg hræðslutilfinning„Á einhverjum tímapunkti kemur upp svona einhver ... skelfileg hræðslutilfinning hjá mér og mig minnir einhvern veginn en þetta er svona í minningunni og að ég þurfi að verja mig en ég man ekki eftir að hann gæfi mér nokkuð tilefni til þess. Eins og ég segi ég man bara alveg ákaflega lítið eftir þessu, eitthvert stundarbrjálæði bara ... sem að heltekur mig þarna og man ekki atburðarásina því miður,“ sagði maðurinn fyrir dómi. Hann játaði verknaðinn því hvorki né neitaði en sagðist telja líkur á að hann hefði verið valdur að umræddum verknaði, þó svo hann muni það ekki. Maðurinn sem fyrir árásinni varð kjálkabrotnaði, hlaut mar víðs vegar um líkamann og þurfti að undirgangast aðgerð. Hann fór fram á rúmar tvær milljónir króna í bætur en var þeirri kröfu vísað frá í héraði. Árásarmaðurinn var sem fyrr segir sýknaður í héraði en dómurinn taldi að ákæruvaldið hefði ekki axlað sönnunarbyrði og að fullgild sönnun hefði ekki verið færð fram í málinu.
Tengdar fréttir Sjötugur ákærður fyrir að hafa slegið mann með riffli Ríkissaksóknari hefur ákært sjötugan karlmann fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. 30. september 2014 17:29 Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Fleiri fréttir Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Sjá meira
Sjötugur ákærður fyrir að hafa slegið mann með riffli Ríkissaksóknari hefur ákært sjötugan karlmann fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. 30. september 2014 17:29