Krafði Dolla um tvær milljónir: „What have you been smoking?“ Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 14. september 2015 10:00 Í tölvupósti til Wiktoriu segir Adolf Ingi að ekkert samkomulag hafi verið gert við hana um störf hennar á stöðinni. Fréttablaðið/Pjetur „Það komu aldrei skýr svör við neinu,“ segir Wiktoria Joanna Ginter, fyrrverandi starfsmaður Radio Iceland. Hún segir eiganda stöðvarinnar, Adolf Inga Erlingsson, gera allt sem í hans valdi stendur til að skaða starfsemi stöðvarinnar viljandi. „Mér þykir það mjög skrítið að okkur sé sagt að stöðin sé studd fjárhagslega af ákveðnum einstaklingi til áramóta en Adolf virðist eyðileggja allar tilraunir til að halda stöðinni gangandi,“ segir hún. Wiktoría kom fyrst inn á stöðina í apríl síðastliðnum en á þeim tíma voru rekstrarörðugleikar á stöðinni að hennar sögn. Hún segir að samkvæmt samkomulagi við Adolf Inga myndi hún vinna launalaust þar til að stöðin rétti úr kútnum. Í lok júní var greint frá því að Radio Iceland myndi hætta vegna fjárhagsörðugleika. „Ég sat heima og sá þá skyndilega tilkynningu á Facebook um að stöðinni ætti að loka á miðnætti. Mér þótti það mjög skrítið vegna þess að þeir létu ekki neinn starfsmannanna vita,“ segir hún. Yfirvofandi lokun stöðvarinnar varð þó skammlíf þar sem dularfullur styrktaraðili frá Svíþjóð hljóp undir bagga með stöðinni. Eftir fjárstuðninginn ákvað starfsfólkið að koma með hugmyndir um hvernig væri hægt að bæta ímynd stöðvarinnar og tryggja áframhaldandi rekstur hennar.Radio Iceland var hleypt af stokkunum í febrúar.Vísir/Ernir„Okkur var annt um rekstur stöðvarinnar og spurðum ítrekað um hver framtíð hennar yrði en við fengum engin svör. Til dæmis fann ég vefhönnuð sem var tilbúinn til að hanna nýja vefsíðu og fá greitt um leið og auglýsingatekjur kæmu í hús.“ Þrátt fyrir vilja vefhönnuðarins var honum vísað frá. „Fyrir nokkru spurði ég framkvæmdastjóra stöðvarinnar hvort framtíð stöðvarinnar væri örugg og hann sagði að við værum örugg fram að árslokum. Ég spurði hann þá hvort það væri ekki tímabært að ég fengi fastan samning við stöðina,“ en þá hafði Wiktoria unnið nær launalaust í fjóra mánuði. „En þegar plötusnúðarnir nálguðust Adolf og spurðu hann hvort stöðin væri örugg fram að áramótum hló hann bara að þeim.“ Hann mun hafa sagt þeim að hann ætlaði sér að selja stöðina á næstunni. Hún segir að þá hafi mælirinn orðið fullur en hún er hætt að vinna fyrir stöðina og hefur sent Adolf Inga reikning fyrir þeirri vinnu sem hún lagði fram en hún telur að óvissan um áframhaldandi rekstur og sölu á stöðinni hafi verið forsendubrestur á samkomulagi þeirra. Í svari við tölvupósti sem hún sendi Adolf Inga vegna kröfunnar, sem var upp á tvær milljónir, spyr hann hvað hún hafi eiginlega verið að reykja [e. What have you been smoking?] og að ekkert samkomulag hafi verið þeirra á milli. Í niðurlagi póstsins segir hann að hún megi „troða“ reikningnum [e. Take the invoices and shove them.]. Adolf Ingi Erlingsson vildi ekki tjá sig um málið. Tengdar fréttir Huldumaður kom Dolla til bjargar á elleftu stundu Radio Iceland, sem átti að hætta útsendingu á miðnætti, heldur starfsemi áfram eftir óvænt inngrip utanaðkomandi fjárfestis. 1. júlí 2015 00:02 Radio Iceland hættir: „Gat ekki réttlætt fyrir sjálfum mér og fjölskyldunni að halda áfram“ „Ég set ekkert í gjaldþrot. Ég geri upp við alla og dreg mig út með það tap sem komið er. Ég verð ekki með neinn hala,“ segir Adolf Ingi. 30. júní 2015 14:29 Dolli kallar Gylfa Ægis „has-been“ á BBC Adolf Ingi Erlingsson var meðal viðmælanda í innslagi um hinsegin fræðslu á Íslandi. 26. apríl 2015 10:29 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Fleiri fréttir Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Sjá meira
„Það komu aldrei skýr svör við neinu,“ segir Wiktoria Joanna Ginter, fyrrverandi starfsmaður Radio Iceland. Hún segir eiganda stöðvarinnar, Adolf Inga Erlingsson, gera allt sem í hans valdi stendur til að skaða starfsemi stöðvarinnar viljandi. „Mér þykir það mjög skrítið að okkur sé sagt að stöðin sé studd fjárhagslega af ákveðnum einstaklingi til áramóta en Adolf virðist eyðileggja allar tilraunir til að halda stöðinni gangandi,“ segir hún. Wiktoría kom fyrst inn á stöðina í apríl síðastliðnum en á þeim tíma voru rekstrarörðugleikar á stöðinni að hennar sögn. Hún segir að samkvæmt samkomulagi við Adolf Inga myndi hún vinna launalaust þar til að stöðin rétti úr kútnum. Í lok júní var greint frá því að Radio Iceland myndi hætta vegna fjárhagsörðugleika. „Ég sat heima og sá þá skyndilega tilkynningu á Facebook um að stöðinni ætti að loka á miðnætti. Mér þótti það mjög skrítið vegna þess að þeir létu ekki neinn starfsmannanna vita,“ segir hún. Yfirvofandi lokun stöðvarinnar varð þó skammlíf þar sem dularfullur styrktaraðili frá Svíþjóð hljóp undir bagga með stöðinni. Eftir fjárstuðninginn ákvað starfsfólkið að koma með hugmyndir um hvernig væri hægt að bæta ímynd stöðvarinnar og tryggja áframhaldandi rekstur hennar.Radio Iceland var hleypt af stokkunum í febrúar.Vísir/Ernir„Okkur var annt um rekstur stöðvarinnar og spurðum ítrekað um hver framtíð hennar yrði en við fengum engin svör. Til dæmis fann ég vefhönnuð sem var tilbúinn til að hanna nýja vefsíðu og fá greitt um leið og auglýsingatekjur kæmu í hús.“ Þrátt fyrir vilja vefhönnuðarins var honum vísað frá. „Fyrir nokkru spurði ég framkvæmdastjóra stöðvarinnar hvort framtíð stöðvarinnar væri örugg og hann sagði að við værum örugg fram að árslokum. Ég spurði hann þá hvort það væri ekki tímabært að ég fengi fastan samning við stöðina,“ en þá hafði Wiktoria unnið nær launalaust í fjóra mánuði. „En þegar plötusnúðarnir nálguðust Adolf og spurðu hann hvort stöðin væri örugg fram að áramótum hló hann bara að þeim.“ Hann mun hafa sagt þeim að hann ætlaði sér að selja stöðina á næstunni. Hún segir að þá hafi mælirinn orðið fullur en hún er hætt að vinna fyrir stöðina og hefur sent Adolf Inga reikning fyrir þeirri vinnu sem hún lagði fram en hún telur að óvissan um áframhaldandi rekstur og sölu á stöðinni hafi verið forsendubrestur á samkomulagi þeirra. Í svari við tölvupósti sem hún sendi Adolf Inga vegna kröfunnar, sem var upp á tvær milljónir, spyr hann hvað hún hafi eiginlega verið að reykja [e. What have you been smoking?] og að ekkert samkomulag hafi verið þeirra á milli. Í niðurlagi póstsins segir hann að hún megi „troða“ reikningnum [e. Take the invoices and shove them.]. Adolf Ingi Erlingsson vildi ekki tjá sig um málið.
Tengdar fréttir Huldumaður kom Dolla til bjargar á elleftu stundu Radio Iceland, sem átti að hætta útsendingu á miðnætti, heldur starfsemi áfram eftir óvænt inngrip utanaðkomandi fjárfestis. 1. júlí 2015 00:02 Radio Iceland hættir: „Gat ekki réttlætt fyrir sjálfum mér og fjölskyldunni að halda áfram“ „Ég set ekkert í gjaldþrot. Ég geri upp við alla og dreg mig út með það tap sem komið er. Ég verð ekki með neinn hala,“ segir Adolf Ingi. 30. júní 2015 14:29 Dolli kallar Gylfa Ægis „has-been“ á BBC Adolf Ingi Erlingsson var meðal viðmælanda í innslagi um hinsegin fræðslu á Íslandi. 26. apríl 2015 10:29 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Fleiri fréttir Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Sjá meira
Huldumaður kom Dolla til bjargar á elleftu stundu Radio Iceland, sem átti að hætta útsendingu á miðnætti, heldur starfsemi áfram eftir óvænt inngrip utanaðkomandi fjárfestis. 1. júlí 2015 00:02
Radio Iceland hættir: „Gat ekki réttlætt fyrir sjálfum mér og fjölskyldunni að halda áfram“ „Ég set ekkert í gjaldþrot. Ég geri upp við alla og dreg mig út með það tap sem komið er. Ég verð ekki með neinn hala,“ segir Adolf Ingi. 30. júní 2015 14:29
Dolli kallar Gylfa Ægis „has-been“ á BBC Adolf Ingi Erlingsson var meðal viðmælanda í innslagi um hinsegin fræðslu á Íslandi. 26. apríl 2015 10:29