Innlent

„Af hverju ætti ég að vilja skemma eigið fyrirtæki?“

Jakob Bjarnar skrifar
Adolf Ingi segir ásakanir Wiktoríu og kröfur algerlega fráleitar.
Adolf Ingi segir ásakanir Wiktoríu og kröfur algerlega fráleitar.
Adolf Ingi Erlingsson, eigandi Radio Iceland, vísar alfarið á bug ásökunum þess efnis að hann skuldi Wiktoria Joana Ginter laun. Hann segir kröfur hennar og ásakanir fráleitar. Konan sé ekki og hafi aldrei verið starfsmaður stöðvarinnar.

Fréttablaðið/Vísir, greindi frá því að hún hefði lagt fram kröfu um ógreidd laun sem nemur tveimur milljónum á hendur Radió Iceland útvarpsstöðinni. Wiktoria heldur því jafnframt fram að Adolf Ingi vilji skaða starfsemi stöðvarinnar. Þetta segir Adolf Ingi fráleitt.

„Hvernig og af hverju ætti ég að vilja skemma mitt eigið fyrirtæki. Þetta er bara bull,“ segir Adolf Ingi í samtali við DV um málið.

Adolf Ingi segir jafnframt að þessi kona hafi aldrei verið starfsmaður stöðvarinnar. Í máli Wiktoriu kemur fram að Adolf Ingi sé með stöðina í söluferli en Adolf Ingi vill ekki tjá sig um það, segir að ef svo væri sé það trúnaðarmál og yrði ekki gert opinbert fyrr en stöðin væri seld.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×