Enginn verið yfirheyrður vegna kattadauða í Hveragerði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. september 2015 11:06 Lögreglan á Suðurlandi hefur þrjá kattadauða til rannsóknar. Íbúar telja þá vera fleiri auk þess sem hundur hafi drepist og fugladauði aukist. Vísir/Getty Lögreglan á Suðurlandi hefur engan grunaðan vegna grunsamlegs kattadauða í Hveragerði undanfarnar vikur. Íbúar í Hveragerði telja margir hverjir ljóst að um skipulagt kattadráp sé að ræða. Frostlögur fannst í bláu fiskflaki í bænum sem grunur leikur á um að kettirnir hafi nartað í með þeim afleiðingum að þeir drápust. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir að hræ eins kattar, sem lögreglunni barst, hafi verið rannsakað. Ljóst sé að hann hafi drepist af fyrrnefndum orsökum. Gallinn sé hins vegar sá að ekki séu fleiri hræ til að rannsaka.Íbúi í Hveragerði hét á dögunum 20 þúsund krónum til hvers þess sem gæti gefið upplýsingar um hver væri að verki. Sveinn Kristján staðfestir að enginn hafi verið yfirheyrður og enginn liggi undir grun. Rannsókn lögreglu er ekki lokið að því leyti að vonast er eftir frekari ábendingum, nýjum upplýsingum, til að byggja frekari rannsókn á.Einnig kattadauði í Sandgerði Auk kattadauðans í Hveragerði greindi RÚV frá því í sumar að óvenju margir kettir hefðu horfið eða hlotið dularfullan dauðdaga í Sandgerði. Íbúar í bænum telja að minnst tíu kettir hafi týnst eða drepist á um tveggja ára tímabili. Dýralæknir sagði í samtali við RÚV að frostlagareitrun væri ekki óalgeng eitrun meðal katta en yfirleitt kæmust þeir sjálfir í frostlög sem læki úr bílum. Afar lítið magn þurfi til að kettir þrói með sér alvarlega nýrnabilun. „Þetta fer í miðtaugakerfið á þeim og í heilann og þeim líður djöfullega. Við vonumst auðvitað til að sá sem gerði þetta náist svo það verði hægt að sækja hann til saka,“ sagði Gunnar Þorkelsson, héraðsdýralæknir á Suðurlandi, í samtali við Vísi fyrir rúmum tveimur vikum. Tengdar fréttir Beðið eftir niðurstöðum vegna kattaeitrunar Ekkert hefur komið upp við rannsókn lögreglu sem bendir á einhvern sérstakan eða hvort að um viljaverk sé að ræða. 31. ágúst 2015 15:14 Köttunum í Hveragerði hefur liðið „djöfullega“ af eitrinu Krufning á einum ketti sem aflífa þurfti í Hveragerði leiddi í ljós að eitrað hafði verið fyrir honum. 29. ágúst 2015 11:15 „Skelfileg upplifun að horfa á dýrið sitt þjást“ Í götunni Laufskógum í Hveragerði hafa undanfarna daga kettir dáið á dularfullan hátt og hundar hafa veikst. 10. ágúst 2015 20:38 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum Sjá meira
Lögreglan á Suðurlandi hefur engan grunaðan vegna grunsamlegs kattadauða í Hveragerði undanfarnar vikur. Íbúar í Hveragerði telja margir hverjir ljóst að um skipulagt kattadráp sé að ræða. Frostlögur fannst í bláu fiskflaki í bænum sem grunur leikur á um að kettirnir hafi nartað í með þeim afleiðingum að þeir drápust. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir að hræ eins kattar, sem lögreglunni barst, hafi verið rannsakað. Ljóst sé að hann hafi drepist af fyrrnefndum orsökum. Gallinn sé hins vegar sá að ekki séu fleiri hræ til að rannsaka.Íbúi í Hveragerði hét á dögunum 20 þúsund krónum til hvers þess sem gæti gefið upplýsingar um hver væri að verki. Sveinn Kristján staðfestir að enginn hafi verið yfirheyrður og enginn liggi undir grun. Rannsókn lögreglu er ekki lokið að því leyti að vonast er eftir frekari ábendingum, nýjum upplýsingum, til að byggja frekari rannsókn á.Einnig kattadauði í Sandgerði Auk kattadauðans í Hveragerði greindi RÚV frá því í sumar að óvenju margir kettir hefðu horfið eða hlotið dularfullan dauðdaga í Sandgerði. Íbúar í bænum telja að minnst tíu kettir hafi týnst eða drepist á um tveggja ára tímabili. Dýralæknir sagði í samtali við RÚV að frostlagareitrun væri ekki óalgeng eitrun meðal katta en yfirleitt kæmust þeir sjálfir í frostlög sem læki úr bílum. Afar lítið magn þurfi til að kettir þrói með sér alvarlega nýrnabilun. „Þetta fer í miðtaugakerfið á þeim og í heilann og þeim líður djöfullega. Við vonumst auðvitað til að sá sem gerði þetta náist svo það verði hægt að sækja hann til saka,“ sagði Gunnar Þorkelsson, héraðsdýralæknir á Suðurlandi, í samtali við Vísi fyrir rúmum tveimur vikum.
Tengdar fréttir Beðið eftir niðurstöðum vegna kattaeitrunar Ekkert hefur komið upp við rannsókn lögreglu sem bendir á einhvern sérstakan eða hvort að um viljaverk sé að ræða. 31. ágúst 2015 15:14 Köttunum í Hveragerði hefur liðið „djöfullega“ af eitrinu Krufning á einum ketti sem aflífa þurfti í Hveragerði leiddi í ljós að eitrað hafði verið fyrir honum. 29. ágúst 2015 11:15 „Skelfileg upplifun að horfa á dýrið sitt þjást“ Í götunni Laufskógum í Hveragerði hafa undanfarna daga kettir dáið á dularfullan hátt og hundar hafa veikst. 10. ágúst 2015 20:38 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum Sjá meira
Beðið eftir niðurstöðum vegna kattaeitrunar Ekkert hefur komið upp við rannsókn lögreglu sem bendir á einhvern sérstakan eða hvort að um viljaverk sé að ræða. 31. ágúst 2015 15:14
Köttunum í Hveragerði hefur liðið „djöfullega“ af eitrinu Krufning á einum ketti sem aflífa þurfti í Hveragerði leiddi í ljós að eitrað hafði verið fyrir honum. 29. ágúst 2015 11:15
„Skelfileg upplifun að horfa á dýrið sitt þjást“ Í götunni Laufskógum í Hveragerði hafa undanfarna daga kettir dáið á dularfullan hátt og hundar hafa veikst. 10. ágúst 2015 20:38