Lögreglan lítur eitursölu án leyfis alvarlegum augum Svavar Hávarðsson skrifar 14. september 2015 07:00 Svokölluð útrýmingarefni eru ætluð til að drepa rottur, en 249 kíló af slíkum efnum voru seld til einstaklinga sem voru með útrunnin leyfi eða höfðu aldrei haft leyfi til að kaupa slík efni. vísir/gva „Þetta vekur mann til umhugsunar um hvort ástæða sé til að skoða þetta frekar, þó líklegast sé að þessi viðskipti hafi verið fullkomlega eðlileg,“ segir Ásgeir Karlsson, yfirmaður greiningardeildar ríkislögreglustjóra, um stórfelld kaup einstaklinga á ýmsum tegundum eiturs án tilskilinna leyfa árið 2014. Eins og Fréttablaðið greindi frá á miðvikudag sýndi könnun Umhverfisstofnunar að rúmlega helmingur þeirra 202 einstaklinga, sem keyptu ýmsar tegundir af eitri árið 2014 í tengslum við atvinnurekstur sinn til að uppræta óæskilegan gróður, skordýr eða meindýr, hafði ekki til þess tilskilin leyfi. Alls voru seld rúmlega tíu tonn af slíkum efnum til þessa hóps. Eftir að niðurstöður lágu fyrir taldi Umhverfisstofnun málið ekki þess eðlis að ástæða væri til að gera lögreglu viðvart – þrátt fyrir að 118 af 202 einstaklingum hefðu keypt eiturefnin án tilskilinna leyfa sem þeim ber að hafa undir höndum og eru útgefin af stofnuninni. Þó verða engin sérstök eftirmál fyrir þær átta verslanir sem seldu efnin án þess að þess væri gætt að kaupendur efnanna hefðu til þess leyfi, þvert á lög.Ásgeir KarlssonÁsgeir segir að ríkislögreglustjóri hafi ekki fjallað um mál sem þessi, en telur mikilvægt að þessar upplýsingar séu komnar fram. Hann tekur undir að þrátt fyrir að viðskiptin séu nær örugglega fullkomlega eðlileg, og tengd atvinnurekstri viðkomandi, þá sanni dæmin það að ekki þurfi nema einn einstakling sem hefur annað og verra í huga til að skaðinn verði mikill. „Slíkt gæti valdið skelfilegum skaða, þannig að mér finnst ástæða til að þetta sé skoðað. Upp í hugann koma efni sem hægt er að nota til sprengjugerðar; það eru ákveðnar kvaðir á þeim. Af hverju þá ekki eiturefnin, alveg eins?“ segir Ásgeir og bætir við að það eigi ekki síst við í ljósi þess að um mikið magn er að ræða. Samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun þá voru 249 kíló af svokölluðum útrýmingarefnum seld til leyfislausra einstaklinga, en tæp tvö tonn af plöntueitri, eða plöntuverndarvörum eins og þau eru einnig kölluð. Tengdar fréttir Seldu eitur án þess að leyfi væru fyrir hendi Könnun Umhverfisstofnunar leiddi í ljós að fjölmargir kaupa ýmsar tegundir eiturefna án tilskilinna leyfa. Engin eftirmál eru fyrir þær verslanir sem seldu eitrið til leyfislausra. Ekki þótti ástæða til að tilkynna lögreglu um viðskipti 10. september 2015 10:30 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum Sjá meira
„Þetta vekur mann til umhugsunar um hvort ástæða sé til að skoða þetta frekar, þó líklegast sé að þessi viðskipti hafi verið fullkomlega eðlileg,“ segir Ásgeir Karlsson, yfirmaður greiningardeildar ríkislögreglustjóra, um stórfelld kaup einstaklinga á ýmsum tegundum eiturs án tilskilinna leyfa árið 2014. Eins og Fréttablaðið greindi frá á miðvikudag sýndi könnun Umhverfisstofnunar að rúmlega helmingur þeirra 202 einstaklinga, sem keyptu ýmsar tegundir af eitri árið 2014 í tengslum við atvinnurekstur sinn til að uppræta óæskilegan gróður, skordýr eða meindýr, hafði ekki til þess tilskilin leyfi. Alls voru seld rúmlega tíu tonn af slíkum efnum til þessa hóps. Eftir að niðurstöður lágu fyrir taldi Umhverfisstofnun málið ekki þess eðlis að ástæða væri til að gera lögreglu viðvart – þrátt fyrir að 118 af 202 einstaklingum hefðu keypt eiturefnin án tilskilinna leyfa sem þeim ber að hafa undir höndum og eru útgefin af stofnuninni. Þó verða engin sérstök eftirmál fyrir þær átta verslanir sem seldu efnin án þess að þess væri gætt að kaupendur efnanna hefðu til þess leyfi, þvert á lög.Ásgeir KarlssonÁsgeir segir að ríkislögreglustjóri hafi ekki fjallað um mál sem þessi, en telur mikilvægt að þessar upplýsingar séu komnar fram. Hann tekur undir að þrátt fyrir að viðskiptin séu nær örugglega fullkomlega eðlileg, og tengd atvinnurekstri viðkomandi, þá sanni dæmin það að ekki þurfi nema einn einstakling sem hefur annað og verra í huga til að skaðinn verði mikill. „Slíkt gæti valdið skelfilegum skaða, þannig að mér finnst ástæða til að þetta sé skoðað. Upp í hugann koma efni sem hægt er að nota til sprengjugerðar; það eru ákveðnar kvaðir á þeim. Af hverju þá ekki eiturefnin, alveg eins?“ segir Ásgeir og bætir við að það eigi ekki síst við í ljósi þess að um mikið magn er að ræða. Samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun þá voru 249 kíló af svokölluðum útrýmingarefnum seld til leyfislausra einstaklinga, en tæp tvö tonn af plöntueitri, eða plöntuverndarvörum eins og þau eru einnig kölluð.
Tengdar fréttir Seldu eitur án þess að leyfi væru fyrir hendi Könnun Umhverfisstofnunar leiddi í ljós að fjölmargir kaupa ýmsar tegundir eiturefna án tilskilinna leyfa. Engin eftirmál eru fyrir þær verslanir sem seldu eitrið til leyfislausra. Ekki þótti ástæða til að tilkynna lögreglu um viðskipti 10. september 2015 10:30 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum Sjá meira
Seldu eitur án þess að leyfi væru fyrir hendi Könnun Umhverfisstofnunar leiddi í ljós að fjölmargir kaupa ýmsar tegundir eiturefna án tilskilinna leyfa. Engin eftirmál eru fyrir þær verslanir sem seldu eitrið til leyfislausra. Ekki þótti ástæða til að tilkynna lögreglu um viðskipti 10. september 2015 10:30