Lögreglan lítur eitursölu án leyfis alvarlegum augum Svavar Hávarðsson skrifar 14. september 2015 07:00 Svokölluð útrýmingarefni eru ætluð til að drepa rottur, en 249 kíló af slíkum efnum voru seld til einstaklinga sem voru með útrunnin leyfi eða höfðu aldrei haft leyfi til að kaupa slík efni. vísir/gva „Þetta vekur mann til umhugsunar um hvort ástæða sé til að skoða þetta frekar, þó líklegast sé að þessi viðskipti hafi verið fullkomlega eðlileg,“ segir Ásgeir Karlsson, yfirmaður greiningardeildar ríkislögreglustjóra, um stórfelld kaup einstaklinga á ýmsum tegundum eiturs án tilskilinna leyfa árið 2014. Eins og Fréttablaðið greindi frá á miðvikudag sýndi könnun Umhverfisstofnunar að rúmlega helmingur þeirra 202 einstaklinga, sem keyptu ýmsar tegundir af eitri árið 2014 í tengslum við atvinnurekstur sinn til að uppræta óæskilegan gróður, skordýr eða meindýr, hafði ekki til þess tilskilin leyfi. Alls voru seld rúmlega tíu tonn af slíkum efnum til þessa hóps. Eftir að niðurstöður lágu fyrir taldi Umhverfisstofnun málið ekki þess eðlis að ástæða væri til að gera lögreglu viðvart – þrátt fyrir að 118 af 202 einstaklingum hefðu keypt eiturefnin án tilskilinna leyfa sem þeim ber að hafa undir höndum og eru útgefin af stofnuninni. Þó verða engin sérstök eftirmál fyrir þær átta verslanir sem seldu efnin án þess að þess væri gætt að kaupendur efnanna hefðu til þess leyfi, þvert á lög.Ásgeir KarlssonÁsgeir segir að ríkislögreglustjóri hafi ekki fjallað um mál sem þessi, en telur mikilvægt að þessar upplýsingar séu komnar fram. Hann tekur undir að þrátt fyrir að viðskiptin séu nær örugglega fullkomlega eðlileg, og tengd atvinnurekstri viðkomandi, þá sanni dæmin það að ekki þurfi nema einn einstakling sem hefur annað og verra í huga til að skaðinn verði mikill. „Slíkt gæti valdið skelfilegum skaða, þannig að mér finnst ástæða til að þetta sé skoðað. Upp í hugann koma efni sem hægt er að nota til sprengjugerðar; það eru ákveðnar kvaðir á þeim. Af hverju þá ekki eiturefnin, alveg eins?“ segir Ásgeir og bætir við að það eigi ekki síst við í ljósi þess að um mikið magn er að ræða. Samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun þá voru 249 kíló af svokölluðum útrýmingarefnum seld til leyfislausra einstaklinga, en tæp tvö tonn af plöntueitri, eða plöntuverndarvörum eins og þau eru einnig kölluð. Tengdar fréttir Seldu eitur án þess að leyfi væru fyrir hendi Könnun Umhverfisstofnunar leiddi í ljós að fjölmargir kaupa ýmsar tegundir eiturefna án tilskilinna leyfa. Engin eftirmál eru fyrir þær verslanir sem seldu eitrið til leyfislausra. Ekki þótti ástæða til að tilkynna lögreglu um viðskipti 10. september 2015 10:30 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Fleiri fréttir „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Sjá meira
„Þetta vekur mann til umhugsunar um hvort ástæða sé til að skoða þetta frekar, þó líklegast sé að þessi viðskipti hafi verið fullkomlega eðlileg,“ segir Ásgeir Karlsson, yfirmaður greiningardeildar ríkislögreglustjóra, um stórfelld kaup einstaklinga á ýmsum tegundum eiturs án tilskilinna leyfa árið 2014. Eins og Fréttablaðið greindi frá á miðvikudag sýndi könnun Umhverfisstofnunar að rúmlega helmingur þeirra 202 einstaklinga, sem keyptu ýmsar tegundir af eitri árið 2014 í tengslum við atvinnurekstur sinn til að uppræta óæskilegan gróður, skordýr eða meindýr, hafði ekki til þess tilskilin leyfi. Alls voru seld rúmlega tíu tonn af slíkum efnum til þessa hóps. Eftir að niðurstöður lágu fyrir taldi Umhverfisstofnun málið ekki þess eðlis að ástæða væri til að gera lögreglu viðvart – þrátt fyrir að 118 af 202 einstaklingum hefðu keypt eiturefnin án tilskilinna leyfa sem þeim ber að hafa undir höndum og eru útgefin af stofnuninni. Þó verða engin sérstök eftirmál fyrir þær átta verslanir sem seldu efnin án þess að þess væri gætt að kaupendur efnanna hefðu til þess leyfi, þvert á lög.Ásgeir KarlssonÁsgeir segir að ríkislögreglustjóri hafi ekki fjallað um mál sem þessi, en telur mikilvægt að þessar upplýsingar séu komnar fram. Hann tekur undir að þrátt fyrir að viðskiptin séu nær örugglega fullkomlega eðlileg, og tengd atvinnurekstri viðkomandi, þá sanni dæmin það að ekki þurfi nema einn einstakling sem hefur annað og verra í huga til að skaðinn verði mikill. „Slíkt gæti valdið skelfilegum skaða, þannig að mér finnst ástæða til að þetta sé skoðað. Upp í hugann koma efni sem hægt er að nota til sprengjugerðar; það eru ákveðnar kvaðir á þeim. Af hverju þá ekki eiturefnin, alveg eins?“ segir Ásgeir og bætir við að það eigi ekki síst við í ljósi þess að um mikið magn er að ræða. Samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun þá voru 249 kíló af svokölluðum útrýmingarefnum seld til leyfislausra einstaklinga, en tæp tvö tonn af plöntueitri, eða plöntuverndarvörum eins og þau eru einnig kölluð.
Tengdar fréttir Seldu eitur án þess að leyfi væru fyrir hendi Könnun Umhverfisstofnunar leiddi í ljós að fjölmargir kaupa ýmsar tegundir eiturefna án tilskilinna leyfa. Engin eftirmál eru fyrir þær verslanir sem seldu eitrið til leyfislausra. Ekki þótti ástæða til að tilkynna lögreglu um viðskipti 10. september 2015 10:30 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Fleiri fréttir „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Sjá meira
Seldu eitur án þess að leyfi væru fyrir hendi Könnun Umhverfisstofnunar leiddi í ljós að fjölmargir kaupa ýmsar tegundir eiturefna án tilskilinna leyfa. Engin eftirmál eru fyrir þær verslanir sem seldu eitrið til leyfislausra. Ekki þótti ástæða til að tilkynna lögreglu um viðskipti 10. september 2015 10:30