Innlent

Tveimur skipum vísað í land vegna brota á fiskveiðilöggjöfinni

Gissur Sigurðsson skrifar
Mál skipstjórnarmannanna verða tekin fyrir af viðeigandi yfirvöldum í dag.
Mál skipstjórnarmannanna verða tekin fyrir af viðeigandi yfirvöldum í dag. Vísir/GVA
Áhöfnin á varðskipinu Þór vísaði tveimur skipum í land í gærkvöldi vegna brota á fiskveiðilöggjöfinni.

Varðskipsmenn fóru um borð í skipin og kom þá í ljós að þar voru ekki tilskilin leyfi til rækjuveiða, sem skipin voru bæði á rækjuveiðum á Eldeyjarbanka.

Mál skipstjórnarmannanna verða tekin fyrir af viðeigandi yfirvöldum í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×