Fleiri fréttir

Flóð lokar veginum um Súðavíkurhlíð

Snjóflóð féll á þjóðveginn um Súðavíkurhlíð í nótt og er vegurinn lokaður. Ekki verður farið að ryðja fyrr en snjóeftirlitsmenn hafa metið aðstæður í hlíðinni þegar fer að birta. Töluverð snjóflóðahætta er nú á norðanverðum Vestfjörðum og á utanverðum Tröllaskaga en ekki hefur frést af fleiri snjóflóðum í nótt.

Björgunarsveitir komnar að fólkinu

Björgunarsveitarmenn á snjóbíl komu fyrir nokkrum mínútum að sjö manns sem hafa hafst við í tveimur föstum jeppum síðan í gærkvöldi á hálendinu á milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar, norðaustur af Laugafelli. Tveir aðrir björgunarsveitarbílar eru líka á leiðinni.

Efla starfsemi Curio í bænum

Bæjarráð Norðurþings hefur samþykkt að selja félaginu Gullmolum áhaldahús og lóð á Höfðabakka 9 á Húsavík fyrir 26 milljónir króna til að styrkja starfsemi Gullmola og dótturfyrirtækisins Curio í bænum.

Fangi í skiptum fyrir flugmann

Íslamska ríkið mun sleppa jórdönskum flugmanni á lífi sleppi þarlend yfirvöld hryðjuverkamanni úr fangelsi.

Sjö fastir í tveimur jeppum síðan í gærkvöldi

Björgunarsveitarmenn á snjóbíl og tveimur fjallajeppum eru nú á leið upp úr Bárðardal annarsvegar og Kaldbaksdal hinsvegar til móts við sjö manns sem hafa hafst við í tveimur föstum jeppum síðan í gærkvöldi.

Legurýmin ekki nýtt og íbúarnir örvænta

Íbúar Húnaþings vestra eru ósáttir við að ekki fáist fjármagn til að reka legurými á Heilbrigðisstofnuninni á Hvammstanga. Í stað þess þurfa íbúar að leggjast inn langt frá heimili. "Íbúar örvænta,“ segir sveitarstjórinn.

Barnshafandi í mansalsmáli

Allt að tíu mansalsmál koma til kasta lögreglunnar á Suðurnesjum á hverju ári. Hér á landi er stödd ung, barnshafandi kona sem er grunað mansalsfórnarlamb. Hún afþakkar aðstoð og hefur sótt um hæli.

Verðum að minnka segir skólameistarinn

„Ég lít á fjárlög fyrir árið 2015 sem niðurstöðu. Niðurstaðan er sú að það er verið að minnka skólann. Hvatinn til þess að hafa sem flesta nemendur er horfinn,“ segir Jón Eggert Bragason, skólastjóri Fjölbrautaskóla Snæfellinga.

Uppbygging auki vægi fossins

Rannsóknarsetur í skipulagsfræðum hefur skilað af sér umsögn um breytingu á deiliskipulagi við Skógafoss.

Lögreglan lýsir eftir Þorbirni Degi

Lögreglan á Suðurnesjum lýsir eftir Þorbirni Degi Jósepssyni, 17 ára. Talið er líklegt að Þorbjörn haldi til á Reykjavíkursvæðinu.

Semja við uppreisnarmenn í Suður-Súdan

Salva Kiir, forseti Suður-Súdan, og Riek Machar, leiðtogi uppreisnarmanna í landinu, skrifuðu í dag undir samning um skipta mér sér völdum í landinu.

Í sjálfheldu í Úlfarsfelli

Konan, sem var í för með annarri, gekk upp bílslóðann á fellið og þegar hún var komin nálægt toppnum féll hún og rann niður hengju.

Karlar fækka fötum á konukvöldi

Margrét Júlía Rafnsdóttir, fulltrúi Vinstri grænna og félagshyggjufólks í skipulagsnefnd Kópavogsbæjar segir bæjarstjórnina margoft hafa rætt að úthýsa skemmtistöðum sem bjóða upp á erótíska dansa. Ásdís Rán skipuleggur konukvöld á Spot í Kópavogi.

Kom ekki til greina að setja viðbótarkvóta á uppboð

Sjö útgerðarfyrirtæki munu væntanlega hagnast um marga milljarða útaf þeirri ákvörðun Hafrannsóknarstofnunar að auka loðnukvótann um 320 þúsund tonn. Sjávarútvegsráðherra segir að það hafi ekki komið til greina að setja þennan viðbótarkvóta á uppboð.

Sjá næstu 50 fréttir