Fleiri fréttir

Vilja tugþúsunda leiðréttingu

Félag háskólakennara telur að laun þeirra eigi að hækka úr 455 þúsundum á mánuði í 523 þúsund. Þeir verða þá á pari við laun prófessora. Stundakennarar og prófessorar sem ekki fara í verkfall mega ekki leggja fyrir próf.

Spennan í Úkraínu rædd í næstu viku

Háttsettir ráðamenn frá Evrópusambandinu, Rússlandi, Bandaríkjunum og Úkraínu ætla að hittast á fundum í næstu viku til þess að ræða ástandið í Úkraínu og spennuna á milli Úkraínumanna og Rússa sem fer nú vaxandi á ný.

Toyota innkallar tæplega sjö milljónir bifreiða á einu bretti

Bílarisinn Toyota ætlar að innkalla rúmlega 6,5 milljónir bifreiða um heim allan á næstunni, vegna fimm atriða sem nýlega hafa komið í ljós og geta skapað hættu. Í rúmum helmingi bílanna þarf að skipta um rafmagnssnúru sem tengist loftpúðanum í stýrinu en þegar því er snúið er hætta á að snúran skemmist, þannig að púðinn virki ekki þegar á reynir.

Magnaður smábíll

Hefur magnaða akstureiginleika þrátt fyrir að vera agnarsmár bíll.

Skuldalækkanir komnar í nefnd

Fyrstu umræðu um höfuðstólslækkun húsnæðislána lauk á Alþingi í gær, rétt fyrir miðnætti. Málið mun nú ganga til Efnahags og viðskiptanefndar en fyrsta umræða stóð í tvo daga. Stjórnarandstaðan gagnrýndi Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra harðlega fyrir að vera ekki viðstaddur umræðuna, ekki síst í því ljósi að um væri að ræða stærsta kosningamál Framsóknarflokksins í síðustu kosningum þótt frumvarpið sé flutt af fjármálaráðherra.

Braut rúður á Keilugranda

Ofurölvi karlmaður var handtekinn vestur á Keilugranda í Reykjavík í nótt og er hann grunaður um að hafa brotið nokkrar rúður í atvinnuhúsnæði þar í grennd.

Fundu hljóðmerkin aftur á Indlandshafi

Ástralska herskipinu Ocean Shield tókst í nótt á ný að nema merki af hafsbotni sem talið er líklegt að komi frá flugritum Boeing farþegaþotunnar sem hvarf fyrir rétt rúmum mánuði með 239 manns innanborðs.

Koma til móts við starfsfólk

Fiskvinnslan Vísir hf. fundaði með Ísafjarðarbæ í gær. Tíminn framundan verður nýttur í að milda afleiðingar af fyrirhuguðum flutningi til Grindavíkur. Fyrirtækið hefur unnið 50 þúsund tonn af fiski á síðastliðnum fimm árum á Þingeyri, Djúpavogi og Húsavík.

Búllan opnar í Kaupmannahöfn

Hamborgarabúlla Tómasar verður opnuð í Kaupmannahöfn í maí. Rekstarstjóri verður hinn reynslumikli Valdimar Geir Halldórsson. Hann segir staðsetninguna mjög góða og hlakkar til að takast á við verkefnið.

Landbúnaðarkerfi ESB hentar ekki fyrir Íslendinga

Stærstur hluti styrkgreiðslna til bænda í ESB miðast við landsvæði en ekki framleiðslu. Hentar illa hér á landi að mati höfunda skýrslu um ESB. Ísland ætti að geta haldið áfram að banna innflutning lifandi dýra.

Ævintýralegur dragnótartúr

Áhöfnin á Hafrúnu HU fékk um 25 tonn af stórum þorski í einu kasti á dragnót á 20 til 30 faðma dýpi.

Skilur konur sem fara út í vændi

Móðir langveiks barns segist skilja konur sem fara út í vændi en hún hefur ekki fengið laun síðan í desember. Þá tók hún leyfi frá vinnu og á meðan þarf fjölskyldan að reiða sig á 190 þúsund krónur á mánuði en það eru útborguð laun fjölskylduföðursins.

Fjölmennustu lýðræðiskosningar heims

Tæplega 815 milljón Indverjar eru á kjörskrá og er því um að ræða fjölmennustu lýðræðiskosningar til þessa í heiminum. Hefur kosningabærum mönnum fjölgað um 100 milljónir frá síðustu kosningum í landinu, árið 2009.

„Stór sigur fyrir íslenska myndlist"

Listamaðurinn Leifur Breiðfjörð vann í dag mál gegn íslenska ríkinu. Málið snerist um tollgreiðslur fyrir hluta þess listaverks sem prýðir vesturhlið Hallgrímskirkju.

„Við vorum bara að framfylgja hans vilja"

Aðstandendur ungs manns sem lést í bílslysi í janúar síðastliðnum og gaf líffæri sín, leggja til að sérstakur dagur líffæragjafa verði tekinn upp. Velferðarnefnd styður hugmyndina en leggst gegn frumvarpi um ætlað samþykki til líffæragjafa.

Tilskipun um gagnageymslu dæmd ólögmæt

Evrópudómstóllinn í Lúxemborg úrskurðaði í dag gagnageymdartilskipun Evrópusambandsins, um að fjarskiptagögn séu geymd í 6 til 24 mánuði, ólögmæta.

Stjórnvöld skipuðu ráðgjafahóp með leynd

Farið var leynt með skipan hóps ráðgjafa sem nýverið skilaði ráðherranefnd um afnám gjaldeyrishafta tillögum sínum þar sem skipan hópsins þótti varða við efnahagslega mikilvæga hagsmuni ríkisins.

Þrjú þúsund tölvupóstar til þingmanna

Þingmenn lýstu yfir þungum áhyggjum af fyrirhuguðu verkfalli háskólakennara. Haraldur Einarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, skoraði á fjármálaráðherra að fresta ekki vandanum heldur leysa hann.

Veruleg hætta á stöðnun

"Er það þess virði að fá stöðugleikann ef stöðugleikinn verður svo mikill að það sem við fáum á endanum er hreinlega stöðnum. Það er enginn að sækjast eftir því.“

Sjá næstu 50 fréttir