Innlent

"Þetta eru mjög sterk skilaboð út í alþjóðasamfélagið"

Hrund Þórsdóttir skrifar
Um 70 úkraínskir aðskilnaðarsinnar, hliðhollir Rússum, voru handteknir þegar úkraínska lögreglan náði aftur á sitt vald í dag stjórnarbyggingum sem þeir höfðu tekið yfir í austurhluta landsins.

Þá brutust út harkaleg slagsmál á úkraínska þinginu milli þjóðernis- og aðskilnaðarsinna við umræður um átökin í landinu.

Fjölmennt herlið Rússa er rétt við landamærin í austri en Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Nato, varar þá við að kynda undir deilunni og segir ólöglegar aðgerðir Rússa gegn Úkraínu mestu ógn við frið í Evrópu í heilan mannsaldur.

Norðurlandaráð fundar nú á Akureyri og þar voru átökin í Úkraínu fyrsta mál á dagskrá í dag.

„Norðurlandaráð hefur breyst í þá veru að við viljum ræða mál sem eru efst á baugi og málefni Úkraínu eru það vissulega. Við munum seinna í dag senda frá okkur ályktun sem er einstakt í sögu Norðurlandaráðs en við erum sammála um að við verðum með einum eða öðrum hætti að fordæma framferði Rússa á Krímskaga,“ sagði Höskuldur Þór Höskuldsson, formaður Íslandsdeildar Norðurlandaráðs, í dag. „Þetta eru mjög sterk skilaboð út í alþjóðasamfélagið.“


Tengdar fréttir

Vilja innlima fleiri héruð í Rússland

200 mótmælendur, hliðhollir Rússum, brutust inn í stjórnsýslubyggingu í borginni Donetsk í Austurhluta Úkraínu. Þeir krefjast þess atkvæðagreiðslu um sameiningu við Rússland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×