Innlent

Dæmdir í 18 mánaða fangelsi fyrir árás á Hallbjörn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Dæmdir í 18 mánaða fangelsi, þar af 15 skilorðsbundna.
Dæmdir í 18 mánaða fangelsi, þar af 15 skilorðsbundna.
Tveir karlmenn um tvítugt hafa verið dæmdir í 18 mánaða fangelsi, þar af 15 skilorðsbundna, fyrir fólskulega líkamsárás á Hallbjörn Hjartarson tónlistarmann.

Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Norðurlands vestra í dag. Hallbjörn lá á gjörgæslu í 8 daga eftir árásina og dvaldi á sjúkrahúsi í nokkrar vikur.

Líkamsárásin á Hallbjörn var gerð í febrúar 2013 en aðalmeðferð málsins fór fram fyrir um mánuði síðan.

Þá báru mennirnir vitni fyrir héraðsdóm að árásin á Hallbjörn hafi tengst kynferðisbroti Hallbjörns gegn þeim.

Mennirnir lýstu því að þeir hefðu verið ölvaðir, æstir þegar þeir fóru heim til Hallbjörns og brutust þar inn. Þangað komnir réðust þeir á Hallbjörn með höggum og spörkum.

Þeir hafi þá reiðst enn frekar þegar Hallbjörn viðurkenndi brot sín.

Hallbjörn er ákærður fyrir kynferðisbrot gegn tveimur piltum og fer aðalmeðferð í því máli fram í Héraðsdómi Norðurlands vestra á morgun og hefst hún klukkan 9:15.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×