Fjórir milljarðar í fjárhagsaðstoð Reykvíkinga Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 9. apríl 2014 07:00 Gert er ráð fyrir að um 1.400 Reykvíkingar muni missa bótarétt sinn hjá Vinnumálastofnun á næstu tveimur árum. vísir/daníel Á næsta ári munu tæplega sex hundruð Reykvíkingar missa bótarétt sinn hjá Vinnumálastofnun eftir þriggja ára bótatímabil. Árið 2015 munu tæplega átta hundruð bætast í hópinn. Gert er ráð fyrir að einhver hluti hópsins fái atvinnu en búast má við að nokkuð stór hluti verði háður framfærslu frá borginni. Velferðarsvið Reykjavíkurborgar áætlar fjóra milljarða í fjárhagsaðstoð á árinu 2014 til að mæta þörf þessa hóps. Það er um það bil fjögur hundruð milljóna króna hækkun frá því á síðasta ári. Hækkunin er þó ekki sérlega mikil í hlutfalli við fjölgun þeirra sem missa bótarétt. „Borgin hefur náð miklum árangri með vinnumarkaðsaðgerðum síðasta árið og við gerum ráð fyrir að þau úrræði haldi áfram að skera niður þann fjölda sem þarf á fjárhagsaðstoð að halda. Við gerðum spá um fjölda sem þurfti fjárhagsaðstoð árið 2013 en notuðum ekki allt það fjármagn sem við áætluðum. Við spöruðum í staðinn um sex hundruð milljónir með því að koma fólki í vinnu,“ segir Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingar og formaður velferðarráðs.Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingar og formaður velferðarráðs, segir virkniúrræði borgarinnar sýna mikinn árangur.Sveitarfélagi er skylt að veita fjárhagsaðstoð til framfærslu einstaklinga og fjölskyldna sem ekki geta séð sér og sínum farborða án aðstoðar. Til að hafa rétt til aðstoðar þurfa einstaklingar að hafa tekjur og eignir undir ákveðnum viðmiðunarmörkum. Fjárhagsaðstoð til einstaklings getur verið allt að 163.625 krónur á mánuði og 245.453 á mánuði til hjóna eða sambúðarfólks. Ef maki er með laun yfir viðmiðunarmörkum missir einstaklingur rétt til framfærslustyrks. „Á síðasta ári byrjuðum við með verkefni sem heitir Liðsstyrkur. Þá settum við fókus á hópinn sem var að klára bótarétt sinn og búinn að vera atvinnulaus í þrjú ár,“ segir Hrafnhildur Tómasdóttir, sviðstjóri yfir vinnumiðlun og ráðgjöf hjá Vinnumálastofnun. „Það tókst að skapa störf fyrir þriðjung, þriðjungur fann ekki úrlausn sinna mála og er hluti af þeim hópi kominn til sveitarfélaga og þriðjungur skráði sig ekki til þátttöku og getum við ekki vitað um afdrif þeirra einstaklinga. Það er sannarlega ástæða til að skoða þennan hóp nánar.“ Vinnumálastofnun hefur gert samkomulag við sveitarfélögin að halda áfram að þjónusta þennan hóp atvinnuleitenda, þeirra sem teljast vinnufærir en án þess að hafa bótarétt, með ráðgjöf og virkniúrræðum. Tengdar fréttir Sífellt fleiri á framfærslu borgarinnar Atvinnulausum með bótarétt fækkar og notendum sem fá fjárhagsaðstoð frá borginni fjölgar. Reykjavík kemur töluvert verr út en nágrannasveitarfélögin. 7. apríl 2014 07:15 Mest lesið Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Fleiri fréttir Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Sjá meira
Á næsta ári munu tæplega sex hundruð Reykvíkingar missa bótarétt sinn hjá Vinnumálastofnun eftir þriggja ára bótatímabil. Árið 2015 munu tæplega átta hundruð bætast í hópinn. Gert er ráð fyrir að einhver hluti hópsins fái atvinnu en búast má við að nokkuð stór hluti verði háður framfærslu frá borginni. Velferðarsvið Reykjavíkurborgar áætlar fjóra milljarða í fjárhagsaðstoð á árinu 2014 til að mæta þörf þessa hóps. Það er um það bil fjögur hundruð milljóna króna hækkun frá því á síðasta ári. Hækkunin er þó ekki sérlega mikil í hlutfalli við fjölgun þeirra sem missa bótarétt. „Borgin hefur náð miklum árangri með vinnumarkaðsaðgerðum síðasta árið og við gerum ráð fyrir að þau úrræði haldi áfram að skera niður þann fjölda sem þarf á fjárhagsaðstoð að halda. Við gerðum spá um fjölda sem þurfti fjárhagsaðstoð árið 2013 en notuðum ekki allt það fjármagn sem við áætluðum. Við spöruðum í staðinn um sex hundruð milljónir með því að koma fólki í vinnu,“ segir Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingar og formaður velferðarráðs.Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingar og formaður velferðarráðs, segir virkniúrræði borgarinnar sýna mikinn árangur.Sveitarfélagi er skylt að veita fjárhagsaðstoð til framfærslu einstaklinga og fjölskyldna sem ekki geta séð sér og sínum farborða án aðstoðar. Til að hafa rétt til aðstoðar þurfa einstaklingar að hafa tekjur og eignir undir ákveðnum viðmiðunarmörkum. Fjárhagsaðstoð til einstaklings getur verið allt að 163.625 krónur á mánuði og 245.453 á mánuði til hjóna eða sambúðarfólks. Ef maki er með laun yfir viðmiðunarmörkum missir einstaklingur rétt til framfærslustyrks. „Á síðasta ári byrjuðum við með verkefni sem heitir Liðsstyrkur. Þá settum við fókus á hópinn sem var að klára bótarétt sinn og búinn að vera atvinnulaus í þrjú ár,“ segir Hrafnhildur Tómasdóttir, sviðstjóri yfir vinnumiðlun og ráðgjöf hjá Vinnumálastofnun. „Það tókst að skapa störf fyrir þriðjung, þriðjungur fann ekki úrlausn sinna mála og er hluti af þeim hópi kominn til sveitarfélaga og þriðjungur skráði sig ekki til þátttöku og getum við ekki vitað um afdrif þeirra einstaklinga. Það er sannarlega ástæða til að skoða þennan hóp nánar.“ Vinnumálastofnun hefur gert samkomulag við sveitarfélögin að halda áfram að þjónusta þennan hóp atvinnuleitenda, þeirra sem teljast vinnufærir en án þess að hafa bótarétt, með ráðgjöf og virkniúrræðum.
Tengdar fréttir Sífellt fleiri á framfærslu borgarinnar Atvinnulausum með bótarétt fækkar og notendum sem fá fjárhagsaðstoð frá borginni fjölgar. Reykjavík kemur töluvert verr út en nágrannasveitarfélögin. 7. apríl 2014 07:15 Mest lesið Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Fleiri fréttir Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Sjá meira
Sífellt fleiri á framfærslu borgarinnar Atvinnulausum með bótarétt fækkar og notendum sem fá fjárhagsaðstoð frá borginni fjölgar. Reykjavík kemur töluvert verr út en nágrannasveitarfélögin. 7. apríl 2014 07:15
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent