Innlent

Líkamsárás í Laugum

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Vilhelm
Tilkynnt var um líkamsárás í líkamsræktarstöðinni World Class Laugum í Laugardal um klukkan þrjú í dag. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að um uppgjör vegna gamals máls hafi verið að ræða. Þolandi árásarinnar fór sjálfur á slysadeild en gerandinn var farinn af staðnum þegar lögreglumenn komu á vettvang.

Tilkynnt var um reiðhjólaslys í Vesturbænum í dag, þar sem reiðhjólamaður ók á staur.

Þá voru tvær bifreiðar stöðvaðar í dag og ökumenn þeirra grunaðir um ölvun. Önnur var stöðvuð á Gnoðarvogi og hin í Sundagörðum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×