Stjórnvöld skipuðu ráðgjafahóp með leynd Brjánn Jónasson skrifar 8. apríl 2014 16:48 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir sex manna ráðgjafahóp um afnám gjaldeyrishaftanna hafa verið skipaðan í lok nóvember í fyrra. Vísir/Daníel Farið var leynt með skipan hóps ráðgjafa sem nýverið skilaði ráðherranefnd um afnám gjaldeyrishafta tillögum sínum þar sem skipan hópsins þótti varða við efnahagslega mikilvæga hagsmuni ríkisins. Þetta kemur fram í svari Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra við fyrirspurn á Alþingi. Ráðgjafarnir voru sex talsins, og voru skipaðir í lok nóvember í fyrra. Ekki var tilkynnt opinberlega um skipan þeirra, né var skipunarbréf þeirra gert opinbert fyrr en í svari Sigmundar við fyrirspurn Össurar Skarphéðinssonar, þingmanns Samfylkingarinnar. Ráðgjafahópurinn hafði frjálsar hendur um verkaskiptingu og fundarhöld. Engar fundargerðir voru ritaðar á fundum hópsins, en fulltrúi forsætisráðuneytisins sem sat fundina ritaði minnispunkta um það sem fram fór til afnota fyrir ráðuneytið, segir í svarinu. Ráðgjafarnir áttu að vera uppspretta hugmynda um afnám gjaldeyrishaftanna, og áttu að auki að smíða tillögur í kringum hugmyndirnar.Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, spurði um ráðgjafahóp um afnám gjaldeyrishaftanna.Vísir/Daníel„Þeir eru ráðgjafar ráðherranefndar um efnahagsmál en hafa ekki verið skipaðir í nefnd eða starfshóp. Ráðgjafar hafa ekki ákvörðunarvald í neinum málum er viðkoma afnámi hafta og eru ekki opinberir starfsmenn,“ segir í svari Sigmundar. Í ljósi þessa telur hann reglur um jafnt hlutfall karla og kvenna í stjórnum og nefndum hins opinbera ekki eiga við, en ráðgjafarnir eru allir karlmenn. Össur spurði um þóknun ráðgjafanna, en var aðeins svarað að hluta. Tímakaup ráðgjafanna var 17 þúsund krónur. Samið var um fastan tímafjölda á mánuði, en ekki kemur fram í svarinu hversu margir tímarnir voru. Þá var greitt sérstaklega fyrir skýrsluskrif og sérstakar athuganir umfram fastan tímafjölda. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Fleiri fréttir Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira
Farið var leynt með skipan hóps ráðgjafa sem nýverið skilaði ráðherranefnd um afnám gjaldeyrishafta tillögum sínum þar sem skipan hópsins þótti varða við efnahagslega mikilvæga hagsmuni ríkisins. Þetta kemur fram í svari Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra við fyrirspurn á Alþingi. Ráðgjafarnir voru sex talsins, og voru skipaðir í lok nóvember í fyrra. Ekki var tilkynnt opinberlega um skipan þeirra, né var skipunarbréf þeirra gert opinbert fyrr en í svari Sigmundar við fyrirspurn Össurar Skarphéðinssonar, þingmanns Samfylkingarinnar. Ráðgjafahópurinn hafði frjálsar hendur um verkaskiptingu og fundarhöld. Engar fundargerðir voru ritaðar á fundum hópsins, en fulltrúi forsætisráðuneytisins sem sat fundina ritaði minnispunkta um það sem fram fór til afnota fyrir ráðuneytið, segir í svarinu. Ráðgjafarnir áttu að vera uppspretta hugmynda um afnám gjaldeyrishaftanna, og áttu að auki að smíða tillögur í kringum hugmyndirnar.Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, spurði um ráðgjafahóp um afnám gjaldeyrishaftanna.Vísir/Daníel„Þeir eru ráðgjafar ráðherranefndar um efnahagsmál en hafa ekki verið skipaðir í nefnd eða starfshóp. Ráðgjafar hafa ekki ákvörðunarvald í neinum málum er viðkoma afnámi hafta og eru ekki opinberir starfsmenn,“ segir í svari Sigmundar. Í ljósi þessa telur hann reglur um jafnt hlutfall karla og kvenna í stjórnum og nefndum hins opinbera ekki eiga við, en ráðgjafarnir eru allir karlmenn. Össur spurði um þóknun ráðgjafanna, en var aðeins svarað að hluta. Tímakaup ráðgjafanna var 17 þúsund krónur. Samið var um fastan tímafjölda á mánuði, en ekki kemur fram í svarinu hversu margir tímarnir voru. Þá var greitt sérstaklega fyrir skýrsluskrif og sérstakar athuganir umfram fastan tímafjölda.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Fleiri fréttir Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira