Innlent

Fullur á vespu kærður fyrir ölvun á reiðhjóli, eða á hesti

Gissur Sigurðsson skrifar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kærði í nótt karlmann fyrir ölvun á reiðhjóli, eða hesti, þótt hann hafi hvorki verið á reiðhjóli né hesti þegar hann var tekinn úr umferð.

Tildrög voru þau að lögreglu barst ábending um að ökumaður rafmagnsvespu ætti í erfiðleikum með að stjórna henni þar sem hann ók eftir gangstétt á Laugaveginum um klukkan hálf þrjú í nótt.

Þegar lögregla hafði uppi á manninum reyndist hann ölvaður og var hann því handtekinn auk þess sem lögreglan tók vespuna í sína vörslu.

Stutt er síðan að ölvuð kona var tekin úr umferð, eftir að hafa ekið rafmagnsvespu sinni utan í bíl, en eftir þá handtöku kom í ljós að slíkur akstur heyrir einna helst undir ölvunarakstur á reiðhjóli eða hesti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×