Fleiri fréttir

Vopnahléi komið á við Qudsaya í Sýrlandi

Í fyrsta sinn í margar vikur verður hægt að koma matvælum til fólks í bænum Qudsaya nærri höfuðborg Sýrlands í kjölfar tilslakana sem náðust í samningum stjórnarhersins og uppreisnarmanna. Bærinn er á valdi uppreisnarmanna og hefur verið í herkví vikum saman.

Gerðu við nótina á kæjanum

Skipverjar á Álsey og netagerðarmenn frá Ísneti þuftu gerðu við nót skipsins á bryggjunni í Vestmannaeyjum á laugardagsmorgun. Alla jafna er fátítt að netagerðarmenn séu ræstir út á bryggju til viðgerða. Veður var fallegt en nokkuð kalt.

Sakamál gegn Landsbankanum í Lúxemborg

Breskir lífeyrisþegar reyna að höfða sakamál á Spáni gegn þrotabúi Landsbankans í Lúxemborg og stjórnendum hans vegna fjársvika í aðdraganda hrunsins. Hópur fórnarlamba kallar sig „Landsbanki Victims Action Group.“

Gríðarlegar hamfarir á Filippseyjum

Fellibylurinni Haiyan skall á austurströnd Filippseyja á föstudaginn og olli gífurlegu manntjóni og eyðileggingu. Lík liggja á víð og dreif og hanga jafnvel úr trjám. Samband hefur enn ekki náðst við fjölda byggða og reiknað er með að fjöldi látinna muni hækka enn meira.

Vinnupallur féll á bíl

Björgunarsveitin var kölluð út á Bárugötu rétt fyrir kvöldmatarleytið í dag en þar hafði vinnupallur fokið til í óveðrinu og hafnað á bíl sem lagt var við götuna.

Engin ríkisstjórn lifir að eilífu

Vilhjálmur Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir mikilvægt að utanríkisráðherra upplýsi hversu langt vinna við samningsmarkmið Íslands í mikilvægum málaflokkum eru komin í aðildarviðræðum við Evrópusambandið.

Að minnsta kosti 10.000 fórust

Nú liggur fyrir að tíu þúsund manns hið minnsta hafi fallið í fellibylnum mikla sem gekk yfir Filippseyjar fyrir helgi. Fellibylurinn stefnir nú í átt að Víetnam.

Makríllinn fer í kvótakerfi á næsta ári

Makríll verður settur í kvótakerfi á næsta ári og verða heimildirnar miðaðar við aflareynslu skipa og verða með frjálsu framsali, að sögn Sigurðar Inga Jóhannssonar sjávarútvegsráðherra.

60 ungmenni veðurteppt hjá Víðigerði

"Við erum búin að koma okkur vel fyrir í rútunni hjá Víðigerði og erum bara að bíða eftir því að veðrið gangi yfir,“ segir Hannes Ingi Geirsson blakþjálfari Stjörnunnar, en hann er veðurtepptur fyrir norðan ásamt 70 manna hóp, þar af sextíu ungmennum.

Vigdís föst í flugvélinni

“Nú er sem betur fer verið að reyna að koma vélunum að flugskýlinu,” segir Vigdís Hauksdóttir, sem þessa stundina er strandaglópur í flugvél frá Keflavíkurflugvelli.

Ræsa út auka mannskap

Björgunarsveitin hefur þurft að ræsa út auka mannskap vegna vonskuveðursins. Búið er að loka veginum undir Hafnarfjalli.

Öflugustu vindhviðurnar 52 metrar á sekúndu

Öflugustu vindhviðurnar fóru upp í 52 metra á sekúndu við Hafnarfjall í dag. Veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að meðal vindurinn hafi verið um 32 metrar á sekúndu þegar mest var í dag. Nú sé meðal vindurinn um það bil 25 metrar á sekúndu.

Lítið um umferðaróhöpp þrátt fyrir aftakaveður

Þrátt fyrir það aftakaveður sem nú gengur yfir suðvesturhornið hefur verið lítið um umferðaróhöpp. Lögreglan á höfðurborgarsvæðinu segir að eitthvað hafi verið um minni háttar árekstra, þar sem bílar hafi verið að rekast saman.

Trampólín, klæðingar og brak fýkur til - Björgunarsveitir kallaðar út

Björgunarsveitin í Hafnarfirði var fengin til þess að loka veginum við Bláfjöll, Hafnarfjarðarmegin. Þar er stormur og brak úr skálanum sem brann í nótt fýkur yfir veginn. Björgunarsveitin í Hafnarfirði hefur einnig aðstoðað ferðamenn við að komast af svæðinu og til byggða.

Sænska jólageitin fauk um koll

Sænska jólageitin við Ikea liggur nú á hliðinni en svo virðist sem veðrið hafi leikið geitina grátt. En mikið rok er sem stendur á höfuðborgarsvæðinu.

Einbýlishús brann til kaldra kola

Einbýlishús brann til kaldra kola um klukkan sex í nótt við Ólafsbraut í Ólafsvík. Enginn var í húsinu þegar eldurinn kom upp.

Lögreglan varar við akstri yfir Hellisheiði

Lögreglan á Selfossi beinir því til fólks að aka ekki yfir Hellisheiðina nema á vel útbúnum bílum. Lögreglumaður sem hafði samband við fréttastofu sagði að eitthvað væri um, að bílar sem hefðu lagt af stað yfir heiðina illa búnir, væru nú fastir.

Óvíst með innanlandsflug og siglingar í dag

Allt innanlandsflug hefur legið niðri síðan í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá Flugfélagi Íslands var flogið snemma í morgun til Akureyrar og á Egilsstaði en óvíst er með frekara flug í dag. Herjólfur sigldi í morgun til Landeyjahafnar og til baka til Vestmannaeyja.

Leita að litlum voffa í óveðrinu

Sigurbjörg Vignisdóttir, eigandi Lóu, segir að þar sem von sé á miklu óveðri liggi mikið við að finna hana sem fyrst. Svona lítill kroppur þoli ekki mikin kulda.

Leiðindaveður í dag og á morgun

Búist er við leiðindaveðri á landinu öllu í dag. Veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að von sé á snjókomu og slyddu núna fyrir hádegið á suðvestulandi og það muni snjóa víða inn til landsins.

Bæjarstjórinn í fyrsta sæti

Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri á Seltjarnanesi, er í fyrsta sæti lista Sjálfstæðismanna eftir prófkjör flokksins sem fram fór í bænum í dag.

Vilja stærri verkefni í skipasmíði

Skipasmíði er vaxandi atvinnugrein á ný á Íslandi. Vonir standa til að innan fárra ára muni viðhald við íslenska skipaflotann að mestu leyti fara fram á Íslandi.

Verjandi Hannesar segir sannanir skorta

Gísli Guðni Hall, verjandi Hannesar Smárasonar, segir að skortur sé á sönnunum í ákæru sérstaks saksóknara gegn skjólstæðingi sínum. Hann sakar embættið um að leka gögnum til fjölmiðla.

Íslenskir jarðborunarmenn á Filipseyjum óhultir

1.200 manns, hið minnsta, fórust þegar að fellibylurinn Haiyan gekk yfir Filippseyjar í nótt. Yfirvöld telja að það geti tekið fleiri daga að komast að því hve miklu tjóni fellibylurinn olli í raun. Hópur íslenskra verktaka vinnur á svæðinu sem verst varð úti, en þá sakaði ekki.

Nágrannasamstarf - Aðalræðisskrifstofa opnuð

Aðalræðisskrifstofa Íslands í Nuuk í Grænlandi var formlega opnuð í gær við hátíðlega athöfn að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Utanríkisráðuneytinu. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra er staddur á Grænlandi af því tilefni og fundaði í gær með forystumönnum grænlensku landsstjórnarinnar.

Eva Longoria vill í pólitík

Leikkonan Eva Longoria, sem er hvað þekktust fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Desperate Housewives, er nú sögð vera að undirbúa innreið sína í pólitík.

Björgunarsveitir sækja fótbrotinn mann

Björgunarsveitir frá Bolungarvík og Hnífsdal hafa verið kallaðar út til að sækja mann sem fótbrotnaði þegar hann var á göngu við þriðja mann á Snæfjallaströnd.

Ókyrrist á nokkurra ára fresti

Védís Ólafsdóttir, þjóðfræðingur og leiðsögumaður, er ævintýragjörn kona sem útþráin seiðir víða um heim. Þó finnst henni ekkert land fegurra en Ísland. Nú er hún þó stödd í Kína og starfar við leiðsögn skólahópa en klífur kletta í frístundum.

Óttast að 1200 hafi látist

Yfirvöld á Filippseyjum telja að 1200 manns hafi týnt lífi í einum öflugasta fellibyl sem mælst hefur en fellibylurinn, Haiyan, gekk yfir í gær.

Langar vaktir í Líbanon

Í Dahieh, úthverfi Beirút í Líbanon sem er helsta vígi Hezbollah-samtakanna, er starfrækt ein af 45 sjúkrabílastöðvum í borginni. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins, fór nýlega með sjálfboðaliðum Rauða krossins á tólf klukkustunda langa vakt og myndaði það sem fyrir augu bar.

Bretar njósnuðu um samninganefnd Íslands í Icesave

Birgitta Jónsdóttir, formaður þingflokks Pírata, segir að breska leyniþjónustan hafi njósnað um samninganefnd Ísland í Icesave-málinu. Bretar hafi meðal annars lesið tölvupóst nefndarmanna sem innihélt viðkvæmar upplýsingar.

Sjá næstu 50 fréttir