Innlent

Óvíst með innanlandsflug og siglingar í dag

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Næsta spá verður birt klukkan 13:30 og þá kemur í ljós hvort flogið verði síðar í dag.
Næsta spá verður birt klukkan 13:30 og þá kemur í ljós hvort flogið verði síðar í dag. mynd/Stefán Karlsson
Allt innanlandsflug hefur legið niðri síðan í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá Flugfélagi Íslands var flogið snemma í morgun til Akureyrar og á Egilsstaði en óvíst er með frekara flug í dag. Næsta spá verður birt klukkan 13:30 og þá kemur í ljós hvort flogið verði síðar í dag.

Flugfélagið Ernir bíður einnig eftir nýrri spá. Flugfélagið frestaði fyrsta flugi dagsns sem átti að fara á Bíldudal klukkan 10:30.

Herjólfur sigldi í morgun til Landeyjahafnar og til baka til Vestmannaeyja. Klukkan 13 í dag kemur í ljós hvort skipið sigli meira í dag. Miðað við fyrri reynslu þykir líklegra að Herjólfur sigli til Þorlákshafnar en Landeyjahafnar, fari hann af stað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×