Makríllinn fer í kvótakerfi á næsta ári Heimir Már Pétursson skrifar 10. nóvember 2013 18:32 Makríll verður settur í kvótakerfi á næsta ári og verða heimildirnar miðaðar við aflareynslu skipa og verða með frjálsu framsali, að sögn Sigurðar Inga Jóhannssonar sjávarútvegsráðherra. Makrílveiðar Íslendinga hafa aukist ár frá ári undanfarin ár. Á þessu ári veiddu íslensk skip um 123 þúsund tonn, sem eru ríflega 20% af ráðlögðum afla fiskifræðinga. Hingað til hefur ráðherra gefið út heildaraflamark en á næsta ári verður breyting þar á. Sjávarútvegsráðherra segir það í samræmi við „samningaleiðina“ í sjávarútvegi sem stjórnarflokkarnir vinni að og styðst við aflahlutdeildarkerfi, líka í makrílnum. „Það hefur legið fyrir um nokkurt skeið að komin sé nægjanleg reynsla á makrílveiðarnar og þar með lagaleg skylda, hvort sem er samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða eða úthafsveiðilögunum, að fara þessa leið. Og við erum að skoða það í ráðuneytinu,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra. Stefnt sé að því að setja sérstök lög um makrílveiðarnar fyrir vertíðina á næsta sumri, en mjög ólík skip af stærð og veiðigetu hafa veitt makrílinn undanfarin ár, frá hafi upp í fjöruborð nánast. „Þar verður auðvitað tekið tillit, eins og hefur alltaf verið gert, til veiðireynslu, verðmætasköpunar og væntanlega einhverra fleiri þátta, sem við höfum verið að leita eftir samráði við útgerðarmenn jafnt stórra sem smærri útgerða í landinu um. Ég vonast til að finna ásættanlega lausn sem flestir geta sætt sig við,“ segir Sigurður Ingi. Ráðherra segir makrílinn fara í sama kerfi og aðrar fisktegundir, þannig að veiðiheimildir verði framseljanlegar. „Sem hefur sýnt sig að vera gríðarlega þjóðhagslega hagkvæmt og mörg önnur ríki horfa með aðdáunar- og öfundaraugum til okkur hvað það varðar,“ segir sjávarútvegsráðherra. Líklega verði miðað við bestu þrjú veiðiár skipa á sex ára tímabili ásamt fleiri þáttum við úthlutun aflaheimildanna. Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Makríll verður settur í kvótakerfi á næsta ári og verða heimildirnar miðaðar við aflareynslu skipa og verða með frjálsu framsali, að sögn Sigurðar Inga Jóhannssonar sjávarútvegsráðherra. Makrílveiðar Íslendinga hafa aukist ár frá ári undanfarin ár. Á þessu ári veiddu íslensk skip um 123 þúsund tonn, sem eru ríflega 20% af ráðlögðum afla fiskifræðinga. Hingað til hefur ráðherra gefið út heildaraflamark en á næsta ári verður breyting þar á. Sjávarútvegsráðherra segir það í samræmi við „samningaleiðina“ í sjávarútvegi sem stjórnarflokkarnir vinni að og styðst við aflahlutdeildarkerfi, líka í makrílnum. „Það hefur legið fyrir um nokkurt skeið að komin sé nægjanleg reynsla á makrílveiðarnar og þar með lagaleg skylda, hvort sem er samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða eða úthafsveiðilögunum, að fara þessa leið. Og við erum að skoða það í ráðuneytinu,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra. Stefnt sé að því að setja sérstök lög um makrílveiðarnar fyrir vertíðina á næsta sumri, en mjög ólík skip af stærð og veiðigetu hafa veitt makrílinn undanfarin ár, frá hafi upp í fjöruborð nánast. „Þar verður auðvitað tekið tillit, eins og hefur alltaf verið gert, til veiðireynslu, verðmætasköpunar og væntanlega einhverra fleiri þátta, sem við höfum verið að leita eftir samráði við útgerðarmenn jafnt stórra sem smærri útgerða í landinu um. Ég vonast til að finna ásættanlega lausn sem flestir geta sætt sig við,“ segir Sigurður Ingi. Ráðherra segir makrílinn fara í sama kerfi og aðrar fisktegundir, þannig að veiðiheimildir verði framseljanlegar. „Sem hefur sýnt sig að vera gríðarlega þjóðhagslega hagkvæmt og mörg önnur ríki horfa með aðdáunar- og öfundaraugum til okkur hvað það varðar,“ segir sjávarútvegsráðherra. Líklega verði miðað við bestu þrjú veiðiár skipa á sex ára tímabili ásamt fleiri þáttum við úthlutun aflaheimildanna.
Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent