Innlent

Gerðu við nótina á kæjanum

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Fingur netagerðarmanna, sem þurfa að mæta niður á bryggju til að gera við, geta orðið ansi kaldir. Nótin er sjóblaut og kuldi í lofti.
Fingur netagerðarmanna, sem þurfa að mæta niður á bryggju til að gera við, geta orðið ansi kaldir. Nótin er sjóblaut og kuldi í lofti. Fréttablaðið/Óskar
Skipverjar á Álsey og netagerðarmenn frá Ísneti þuftu gerðu við nót skipsins á bryggjunni í Vestmannaeyjum á laugardagsmorgun. Alla jafna er fátítt að netagerðarmenn séu ræstir út á bryggju til viðgerða. Veður var fallegt en nokkuð kalt.

Álsey kom til hafnar í Vestmannaeyjum að morgni laugardags með um 500 tonn af síld sem fékkst fyrir vestan, á hefðbundinni veiðislóð. Í haust hefur hins vegar gengið erfiðlega að ná til síldarinnar.

Að sögn heimamanna var Álsey að kasta á torfur sem voru skammt undan landi og einungis á nokkurra faðma dýpi. Nótin fór því í botninn og rifnaði í báðum köstum skipsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×