Innlent

Ræsa út auka mannskap

Kristjana Arnarsdóttir skrifar
Björgunarsveitarmenn að störfum.
Björgunarsveitarmenn að störfum.
Björgunarsveitarmenn sunnan heiða hafa þurft að ræsa út auka mannskap en þegar er búið að sinna fjölda útkalla í allan dag vegna vonskuveðursins. Minna þeir fólk á að huga að grillum og trampólínum en mikið tjón getur orðið ef hlutir sem þessir fjúka til. Öflugustu vindhviðurnar fóru upp í 52 metra á sekúndu undir Hafnarfjalli í dag.

Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að búið er að loka veginum undir Hafnarfjalli. Einnig er mikið óveður á Reykjanesvegi og Grindavíkurvegi og einnig á Sandskeiði. Snjóþekja og éljagangur er á Hellisheiði en

hálkublettir í Þrengslum, Mosfellsheiði og við Þingvallavatn.

Veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að veðrið muni að mestu ganga niður um klukkan 19 í kvöld suðvestanlands en austan og norðaustanlands gengur veðrið ekki niður fyrr en í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×