Innlent

Leita að litlum voffa í óveðrinu

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Lóa var að leika við annan hund niðri við Ægisíðu þegar þriðji hudurinn kom að og þá fældist Lóa litla frá. Hún sást hlaupa upp Dunhaga í Vesturbæ Reykjavík, en síðan hefur ekkert til hennar frést.
Lóa var að leika við annan hund niðri við Ægisíðu þegar þriðji hudurinn kom að og þá fældist Lóa litla frá. Hún sást hlaupa upp Dunhaga í Vesturbæ Reykjavík, en síðan hefur ekkert til hennar frést.
Leit af litlum Chihuahua hvolpi sem fældist burtu frá fólkinu sínu um miðjan dag í gær hefur engan árángur borið. Um er að ræða fimm mánaða gamla tík sem heitir Lóa.

Sigurbjörg Vignisdóttir, eigandi Lóu, segir að þar sem von sé á miklu óveðri liggi mikið við að finna hana sem fyrst. Svona lítill kroppur þoli ekki mikinn kulda.

Lóa var að leika við annan hund niðri við Ægisíðu þegar þriðji hudurinn kom að og þá fældist Lóa litla frá. Hún sást hlaupa upp Dunhaga í Vesturbæ Reykjavík, en síðan hefur ekkert til hennar frést.

Sigurbjörg segir að leitin standi yfir og hún vonast til þess að fólk í nágrenni Vesturbæjarins líti eftir henni í kjöllurum og kofum.

„Það á ekki að vera neitt mál að taka hana upp, hún er voða góð og elskar alla,“ segir Sigurbjörg. „Hún gæti þó verið orðin hrædd og ef hún kemur ekki til fólks þá bið ég það að hringja í mig þannig að ég geti komið.“

Símanúmerið hjá Sigurbjörgu er: 660-1345




Fleiri fréttir

Sjá meira


×