Innlent

Öllu innanlandsflugi aflýst - Stefnt á að Herjólfur sigli

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Stefnt er á að Herjólfur sigli frá Eyjum til Þorlákshafnar klukkan 15:30.
Stefnt er á að Herjólfur sigli frá Eyjum til Þorlákshafnar klukkan 15:30.
Öllu innanlandsflugi hefur verið aflýst í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Fugfélagi Íslands og Flugfélaginu Erni verður næst athugað með flug snemma í fyrramálið.

Stefnt er á að Herjólfur sigli klukkan 15:30 frá Vestmannaeyjum til Þorlákshafnar en lokaákvörðun um það verður ekki tekinn fyrr en klukkan 15. 

Flufélag Íslands flaug til Akureyrar og á Egilsstaði snemma í morgun en fyrsta flug Flugfélagsins Ernis var ekki fyrr en klukkan 10:30 og þá var orðið ófært.

Herjólfur sigldi milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×